Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. apríl 2025 23:34 Gunnþór Ingvason er forstjóri Síldarvinnslunnar. Vísir Forstjóri Síldarvinnslunnar segir að sjávarútvegsfyrirtæki landsins verði að bregðast við boðuðum breytingum á lögum um veiðigjald með hagræðingu og uppsögnum á fólki. Auk þess muni fjárfestingar og endurnýjun sitja á hakanum. Umræðan um atvinnugreinina einkennist af rangfærslum um ofurhagnað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í minnisblaði sem Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, skrifar undir og var sent Kauphöllinni í morgun. Þar segir að markmið minnisblaðsins sé að taka saman staðreyndir fyrir hagaðila til að meta framkomnar tillögur um breytingar á lögum um veiðigjald með raunhæfum hætti og út frá réttum tölum og forsendum. Samþætting veiða og vinnslu í uppnámi „Eins og málið stendur í dag þurfa sjávarútvegsfyrirtæki að bregðast við boðuðum breytingum á lögum um veiðigjald með hagræðingu og uppsögnum á fólki, auk þess sem fjárfestingar og endurnýjun mun sitja á hakanum,“ segir í blaðinu. Engar forsendur séu fyrir því að fleyta auknum kostnaði út í verðlag, þar sem markaðir afurða sjávarútvegsfyrirtækjanna séu erlendis. „Það er verið að boða talsvert meira en tvöföldun á veiðigjöldum, og það sem verra er að breytingarnar stuðla að því að sú samþætting veiða og vinnslu sem hefur komið íslenskum sjávarútvegi í fremstu röð er sett í uppnám.“ Með þessu er átt við að sjávarútvegsfyrirtækin gætu þurft að loka fiskvinnslum innanlands og selja aflann þess í stað óverkaðan til vinnslu til dæmis í Evrópu. „Ef slíkt er raunin, er ekki síst mikilvægt að greind séu heildaráhrifin en eins og áður getur liggur engin greining fyrir um áhrif hækkunarinnar á samfélagsspor sjávarútvegsins í heild sinni.“ „Bent var á það í Auðlindinni okkar að samþættingin hefði gefið íslenskum sjávarútvegi samkeppnisforskot á aðrar þjóðir og voru Noregur og Færeyjar nefndar sérstaklega í því sambandi.“ Atvinnuvegaráðherra hefur sagt í viðtölum að orðræðan um að hækkun veiðigjaldanna neyði útgerðirnar til að loka fiskvinnslum sé órökrétt og að útgerðin standi í hótunum við þjóðina. Útgerðin skyti sig í fótinn, léti hún af lokunum fiskvinnsluhúsa verða. Gunnþór segir ljóst að sú verðlagsstýring sem boðuð er í frumvarpinu muni hafa áþekk áhrif og varað var við í skýrslunni Auðlindinni okkar. Þar tiltekur hann einn kafla úr skýrslunni þar sem fjallað var um samþættingu vinnslu og veiða: „Verði samþætting innan sjávarútvegsins hindruð eða jafnvel stöðvuð með kröfunni um að allur afli skuli fara á markað mun íslenskur sjávarútvegur glata samkeppnisforskoti sínu. Þetta mun þýða minni tekjur fyrir þjóðarbúið til lengri tíma þótt þetta geti leitt til aukinna tekna ákveðinna aðila innan sjávarútvegsins. Einnig er sennileg forsenda þess að fyrirtæki urðu samþætt aukin hráefnisstjórnun og með því að skylda allan fisk á markað væru forsendur rekstursins brostnar.“ Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað „Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað og verður að telja sérstaklega slæmt að slíkar rangfærslur séu settar fram af af ráðherrum og öðrum ráðamönnum,“ segir í blaðinu. Horft sé framhjá mikilvægustu einkennum sjávarútvegarins; áhættu, sveiflum og mikilli fjárbindingu. „Loðnubrestur er þekktur, óvissa er um veiði á makríl, en stærstu fjárfestingar fyrirtækja í Fjarðabyggð síðastliðin ár hafa einmitt snúist um aukna verðmætasköpun úr makríl, síld og loðnu.“ Þá hafi rekstrarumhverfi sjávarútvegs breyst hratt á undanförnum árum. Launakostnaður og aðrir kostnaðarliðir hafi til að mynda hækkað margfalt umfram verðvísitölu sjávarafurða frá árinu 2019. „Frá árslokum 2019 hafa laun hækkað um 61%, á meðan verðvísitalan hefur hækkað um 36% og gengið um 7% á sama tímabili. Sambærilegar launahækkanir hafa ekki átt sér stað í samkeppnislöndum okkar.“ „Skattar og gjöld hafa einnig hækkað mikið yfir fyrnefnt tímabil. Veiðigjöld á uppsjávarfisk hafa hækkað um 456%, kolefnisgjald um 106% og veiðigjöld í heild sinni um 160%. Allt eru þetta hækkanir langt umfram verðvísitölu sjávarfangs sem hækkaði um 36% á tímabilinu eins og fram hefur komið.“ Þá hafi hagnaður Síldarvinnslunnar fallið um 40 prósent milli áranna 2023 og 2024. Loðnubrestur hafi þar mikil áhrif. Hagnaður Síldarvinnslunnar dróst saman um fjörutíu prósent milli áranna 2023 og 2024. Samdráttinn má helst rekja til loðnubrests.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir það hafi samfélagsspor Síldarvinnslunnar numið 9,5 milljörðum árið 2024. Þá séu ótalin jákvæð áhrif á þau fyrirtæki sem hafi atvinnu af því að þjónusta Síldarvinnsluna. Atvinnugreinin sé í alþjóðlegri samkeppni og þurfi að bregðast við kostnaðarhækkunum með hagræðingu í rekstri og fjárfestingu í verðmætasköpun. Ekkert samráð og engin greining verið gerð Gunnþór segir að svo virðist sem engin greining hafi farið fram á vegum stjórnvalda við gerð frumvarpsins á því hvort hækkun veiðigjalda gæti haft áhrif á samfélagsspor sjávarútvegarins. Þá hafi samráðsleysið við fyrirtækin verið slíkt að tölur við útreikning nýs veiðigjalds stemma ekki milli Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og ráðuneytisins. „Slíkt er vitaskuld ekki ásættanlegt. Ef ferlið væri gagnsætt ættu báðir aðilar að fá sambærilega niðurstöðu.“ Minnisblaðið í heild sinni. Sjávarútvegur Síldarvinnslan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hækkun veiðigjalda rýrir virði skráðra sjávarútvegsfélaga um yfir 50 milljarða Áform ríkisstjórnarinnar um tvöföldun veiðigjalda mun valda því að verðmæti sjávarútvegsfyrirtækjanna þriggja í Kauphöllinni, sem eru að talsverðum hluta í eigu lífeyrissjóða, rýrna um samtals 53 milljarða, samkvæmt nýrri greiningu, og draga úr hvata til fjárfestingar vegna minni arðsemi. Þá er varað við því að komi jafnframt til ytri áfalla, eins og meðal annars léleg nýliðun loðnustofns og viðskiptastríðs, þá sé hætt við að umsvifin minnki verulega og sjávarútvegur verði „ekki lengur einn af máttarstólpunum í íslensku atvinnulífi.“ 14. apríl 2025 17:27 Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu í dag atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Formaður samtakanna segir að þau gagnrýni vinnubrögð ráðuneytisins í málinu og einhliða tilkynningar, ekkert samtal sé í gangi á milli sjávarútvegs og stjórnvalda. 15. apríl 2025 12:03 Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Stjórn Ísfélagsins hf. samþykkti á aðalfundi félagsins í dag að arðgreiðsla á árinu 2025 vegna síðasta rekstrarárs verði 2,1 milljarður króna sem greiddur verður út 16. maí næstkomandi. 23. apríl 2025 20:49 Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í minnisblaði sem Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, skrifar undir og var sent Kauphöllinni í morgun. Þar segir að markmið minnisblaðsins sé að taka saman staðreyndir fyrir hagaðila til að meta framkomnar tillögur um breytingar á lögum um veiðigjald með raunhæfum hætti og út frá réttum tölum og forsendum. Samþætting veiða og vinnslu í uppnámi „Eins og málið stendur í dag þurfa sjávarútvegsfyrirtæki að bregðast við boðuðum breytingum á lögum um veiðigjald með hagræðingu og uppsögnum á fólki, auk þess sem fjárfestingar og endurnýjun mun sitja á hakanum,“ segir í blaðinu. Engar forsendur séu fyrir því að fleyta auknum kostnaði út í verðlag, þar sem markaðir afurða sjávarútvegsfyrirtækjanna séu erlendis. „Það er verið að boða talsvert meira en tvöföldun á veiðigjöldum, og það sem verra er að breytingarnar stuðla að því að sú samþætting veiða og vinnslu sem hefur komið íslenskum sjávarútvegi í fremstu röð er sett í uppnám.“ Með þessu er átt við að sjávarútvegsfyrirtækin gætu þurft að loka fiskvinnslum innanlands og selja aflann þess í stað óverkaðan til vinnslu til dæmis í Evrópu. „Ef slíkt er raunin, er ekki síst mikilvægt að greind séu heildaráhrifin en eins og áður getur liggur engin greining fyrir um áhrif hækkunarinnar á samfélagsspor sjávarútvegsins í heild sinni.“ „Bent var á það í Auðlindinni okkar að samþættingin hefði gefið íslenskum sjávarútvegi samkeppnisforskot á aðrar þjóðir og voru Noregur og Færeyjar nefndar sérstaklega í því sambandi.“ Atvinnuvegaráðherra hefur sagt í viðtölum að orðræðan um að hækkun veiðigjaldanna neyði útgerðirnar til að loka fiskvinnslum sé órökrétt og að útgerðin standi í hótunum við þjóðina. Útgerðin skyti sig í fótinn, léti hún af lokunum fiskvinnsluhúsa verða. Gunnþór segir ljóst að sú verðlagsstýring sem boðuð er í frumvarpinu muni hafa áþekk áhrif og varað var við í skýrslunni Auðlindinni okkar. Þar tiltekur hann einn kafla úr skýrslunni þar sem fjallað var um samþættingu vinnslu og veiða: „Verði samþætting innan sjávarútvegsins hindruð eða jafnvel stöðvuð með kröfunni um að allur afli skuli fara á markað mun íslenskur sjávarútvegur glata samkeppnisforskoti sínu. Þetta mun þýða minni tekjur fyrir þjóðarbúið til lengri tíma þótt þetta geti leitt til aukinna tekna ákveðinna aðila innan sjávarútvegsins. Einnig er sennileg forsenda þess að fyrirtæki urðu samþætt aukin hráefnisstjórnun og með því að skylda allan fisk á markað væru forsendur rekstursins brostnar.“ Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað „Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað og verður að telja sérstaklega slæmt að slíkar rangfærslur séu settar fram af af ráðherrum og öðrum ráðamönnum,“ segir í blaðinu. Horft sé framhjá mikilvægustu einkennum sjávarútvegarins; áhættu, sveiflum og mikilli fjárbindingu. „Loðnubrestur er þekktur, óvissa er um veiði á makríl, en stærstu fjárfestingar fyrirtækja í Fjarðabyggð síðastliðin ár hafa einmitt snúist um aukna verðmætasköpun úr makríl, síld og loðnu.“ Þá hafi rekstrarumhverfi sjávarútvegs breyst hratt á undanförnum árum. Launakostnaður og aðrir kostnaðarliðir hafi til að mynda hækkað margfalt umfram verðvísitölu sjávarafurða frá árinu 2019. „Frá árslokum 2019 hafa laun hækkað um 61%, á meðan verðvísitalan hefur hækkað um 36% og gengið um 7% á sama tímabili. Sambærilegar launahækkanir hafa ekki átt sér stað í samkeppnislöndum okkar.“ „Skattar og gjöld hafa einnig hækkað mikið yfir fyrnefnt tímabil. Veiðigjöld á uppsjávarfisk hafa hækkað um 456%, kolefnisgjald um 106% og veiðigjöld í heild sinni um 160%. Allt eru þetta hækkanir langt umfram verðvísitölu sjávarfangs sem hækkaði um 36% á tímabilinu eins og fram hefur komið.“ Þá hafi hagnaður Síldarvinnslunnar fallið um 40 prósent milli áranna 2023 og 2024. Loðnubrestur hafi þar mikil áhrif. Hagnaður Síldarvinnslunnar dróst saman um fjörutíu prósent milli áranna 2023 og 2024. Samdráttinn má helst rekja til loðnubrests.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir það hafi samfélagsspor Síldarvinnslunnar numið 9,5 milljörðum árið 2024. Þá séu ótalin jákvæð áhrif á þau fyrirtæki sem hafi atvinnu af því að þjónusta Síldarvinnsluna. Atvinnugreinin sé í alþjóðlegri samkeppni og þurfi að bregðast við kostnaðarhækkunum með hagræðingu í rekstri og fjárfestingu í verðmætasköpun. Ekkert samráð og engin greining verið gerð Gunnþór segir að svo virðist sem engin greining hafi farið fram á vegum stjórnvalda við gerð frumvarpsins á því hvort hækkun veiðigjalda gæti haft áhrif á samfélagsspor sjávarútvegarins. Þá hafi samráðsleysið við fyrirtækin verið slíkt að tölur við útreikning nýs veiðigjalds stemma ekki milli Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og ráðuneytisins. „Slíkt er vitaskuld ekki ásættanlegt. Ef ferlið væri gagnsætt ættu báðir aðilar að fá sambærilega niðurstöðu.“ Minnisblaðið í heild sinni.
Sjávarútvegur Síldarvinnslan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hækkun veiðigjalda rýrir virði skráðra sjávarútvegsfélaga um yfir 50 milljarða Áform ríkisstjórnarinnar um tvöföldun veiðigjalda mun valda því að verðmæti sjávarútvegsfyrirtækjanna þriggja í Kauphöllinni, sem eru að talsverðum hluta í eigu lífeyrissjóða, rýrna um samtals 53 milljarða, samkvæmt nýrri greiningu, og draga úr hvata til fjárfestingar vegna minni arðsemi. Þá er varað við því að komi jafnframt til ytri áfalla, eins og meðal annars léleg nýliðun loðnustofns og viðskiptastríðs, þá sé hætt við að umsvifin minnki verulega og sjávarútvegur verði „ekki lengur einn af máttarstólpunum í íslensku atvinnulífi.“ 14. apríl 2025 17:27 Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu í dag atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Formaður samtakanna segir að þau gagnrýni vinnubrögð ráðuneytisins í málinu og einhliða tilkynningar, ekkert samtal sé í gangi á milli sjávarútvegs og stjórnvalda. 15. apríl 2025 12:03 Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Stjórn Ísfélagsins hf. samþykkti á aðalfundi félagsins í dag að arðgreiðsla á árinu 2025 vegna síðasta rekstrarárs verði 2,1 milljarður króna sem greiddur verður út 16. maí næstkomandi. 23. apríl 2025 20:49 Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira
Hækkun veiðigjalda rýrir virði skráðra sjávarútvegsfélaga um yfir 50 milljarða Áform ríkisstjórnarinnar um tvöföldun veiðigjalda mun valda því að verðmæti sjávarútvegsfyrirtækjanna þriggja í Kauphöllinni, sem eru að talsverðum hluta í eigu lífeyrissjóða, rýrna um samtals 53 milljarða, samkvæmt nýrri greiningu, og draga úr hvata til fjárfestingar vegna minni arðsemi. Þá er varað við því að komi jafnframt til ytri áfalla, eins og meðal annars léleg nýliðun loðnustofns og viðskiptastríðs, þá sé hætt við að umsvifin minnki verulega og sjávarútvegur verði „ekki lengur einn af máttarstólpunum í íslensku atvinnulífi.“ 14. apríl 2025 17:27
Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu í dag atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Formaður samtakanna segir að þau gagnrýni vinnubrögð ráðuneytisins í málinu og einhliða tilkynningar, ekkert samtal sé í gangi á milli sjávarútvegs og stjórnvalda. 15. apríl 2025 12:03
Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Stjórn Ísfélagsins hf. samþykkti á aðalfundi félagsins í dag að arðgreiðsla á árinu 2025 vegna síðasta rekstrarárs verði 2,1 milljarður króna sem greiddur verður út 16. maí næstkomandi. 23. apríl 2025 20:49