Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Aron Guðmundsson skrifar 27. apríl 2025 12:47 Jón Þór Hauksson er þjálfari ÍA Vísir/Hulda Margrét Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, segir að eftir tapið gegn Vestra í síðustu umferð Bestu deildarinnar hafi hann í fyrsta skiptið í mjög langan tíma verið virkilega ósáttur við sitt lið. Hann vill svar frá sínum mönnum í kvöld þegar KR tekur á móti ÍA og býst Jón Þór við skemmtilegum leik gegn öflugu, hröðu en oft á tíðum kaótísku liði KR. „Þetta leggst virkilega vel í mig. Stórleikur og ég er virkilega spenntur. Við Skagamenn þurfum auðvitað aðeins að girða okkur í brók eftir síðustu umferð og erum staðráðnir í því að gera betur. Ég á von á góðu svari frá mínum mönnum í dag,“ segir Jón Þór í samtali við íþróttadeild í dag. Þurfa að gera einföldu hlutina betur ÍA tapaði nokkuð óvænt á móti Vestra á heimavelli í síðustu umferð og átti í raun bara töluvert erfitt uppdráttar á móti Djúpmönnum. Þetta var annar tapleikur liðsins í röð og annar tapleikur liðsins í fyrstu þremur leikjum þess í Bestu deildinni þetta tímabilið. „Frá síðasta leik hefur þetta snúist um að koma mönnum svolítið á fætur, finna léttleikann. Það er stutt á milli leikja núna og það er jákvætt, þegar að þú færð skell og ert sleginn niður í gólfið að eiga leik eftir fáa daga. Ég tel okkur hafa gert mjög vel í því að skerpa á hlutunum. Við þurfum að gera það. Þurfum að stíga svolítið skref til baka og gera einföldu hlutina betur. Við höfum nýtt stutta tímann á milli leikja virkilega vel. Við þurfum ekkert að fara kafa mjög djúpt í stöðuna þannig, deildin er bara að spilast svona. Það eru tólf hörku lið í þessari deild, allir leikir eru hörku leikir og ég held að þeir verði það í allt sumar. Þú þarft því að vera klár á deginum og þannig hafa þessir leikir verið. Tapið á móti Stjörnunni í annarri umferð var ekkert endilega sanngjarnt, við vorum alls ekki síðri aðilinn í þeim leik. Síðan kemur leikurinn við Vestra hér heima sem er kannski í fyrsta skipti í langan tíma hjá mér sem þjálfari ÍA þar sem að ég er virkilega ósáttur við mitt lið að mörgu leiti. Að því sögðu byrjuðum við leikinn mjög vel en misstum svo tökin eftir því sem leið á hann. Það eru hlutir í þeim leik sem við getum alls ekki sætt okkur við. Hvorki ég sem þjálfari liðsins né leikmennirnir sjálfir. Ég veit þeir gera það ekki. Það verður bara mjög spennandi að sjá mitt lið svara því í dag.“ Alltaf örlítið sérstakt að mæta KR Jón Þór þekkir ríg KR og ÍA vel enda Skagamaður sjálfur. Liðin hafa eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina og eiga á milli sín fjölda marga titla. Fiðringurinn fyrir viðureign þessara liða er meiri heldur en fyrir aðra leiki. „Ég neita því ekki, þetta eru alltaf sérstakir leikir. Maður tók bæði eftir því sem barn og unglingur og svo líka eftir að maður tók við sem þjálfari ÍA. Í gegnum tíðina hafa þetta verið minnisstæðir leikir. Þetta er alltaf örlítið sérstakt, að mæta KR.“ Óskar Hrafn, þjálfari KRVísir/Anton Brink KR hefur verið að ganga í gegnum endurnýjun. Vesturbæingurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við þjálfun liðsins á síðasta tímabili og hefur breytt um kúrs. „Það eru spennandi hlutir að gerast í KR núna,“ segir Jón Þór um andstæðing kvöldsins. „Óskar Hrafn kominn þarna inn og hefur verið að sækja til baka leikmenn KR með það fyrir augum að stækka aðeins hjartað í liðinu og hefur verið að spila á ungum og uppöldum KR-ingum í bland við það. Það er formúla sem þekkjum ágætlega hérna á Akranesi. Það er mjög spennandi fyrir KR-inga. Þeirra styrkleiki í dag felst í því að þeir hafa verið að spila öflugan, hraðan og á köflum örlítið kaótískan sóknarleik. Það er erfitt að spila á móti þeim en á sama tíma hafa þeir verið að gefa ágætis svæði og tækifæri á hinum enda vallarins. Ég á bara von á mjög spennandi, skemmtilegum og hröðum leik.“ Leikur KR og ÍA í 4.umferð Bestu deildar karla í fótbolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 19:00 í kvöld. Besta deild karla ÍA KR Íslenski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Fleiri fréttir Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira
„Þetta leggst virkilega vel í mig. Stórleikur og ég er virkilega spenntur. Við Skagamenn þurfum auðvitað aðeins að girða okkur í brók eftir síðustu umferð og erum staðráðnir í því að gera betur. Ég á von á góðu svari frá mínum mönnum í dag,“ segir Jón Þór í samtali við íþróttadeild í dag. Þurfa að gera einföldu hlutina betur ÍA tapaði nokkuð óvænt á móti Vestra á heimavelli í síðustu umferð og átti í raun bara töluvert erfitt uppdráttar á móti Djúpmönnum. Þetta var annar tapleikur liðsins í röð og annar tapleikur liðsins í fyrstu þremur leikjum þess í Bestu deildinni þetta tímabilið. „Frá síðasta leik hefur þetta snúist um að koma mönnum svolítið á fætur, finna léttleikann. Það er stutt á milli leikja núna og það er jákvætt, þegar að þú færð skell og ert sleginn niður í gólfið að eiga leik eftir fáa daga. Ég tel okkur hafa gert mjög vel í því að skerpa á hlutunum. Við þurfum að gera það. Þurfum að stíga svolítið skref til baka og gera einföldu hlutina betur. Við höfum nýtt stutta tímann á milli leikja virkilega vel. Við þurfum ekkert að fara kafa mjög djúpt í stöðuna þannig, deildin er bara að spilast svona. Það eru tólf hörku lið í þessari deild, allir leikir eru hörku leikir og ég held að þeir verði það í allt sumar. Þú þarft því að vera klár á deginum og þannig hafa þessir leikir verið. Tapið á móti Stjörnunni í annarri umferð var ekkert endilega sanngjarnt, við vorum alls ekki síðri aðilinn í þeim leik. Síðan kemur leikurinn við Vestra hér heima sem er kannski í fyrsta skipti í langan tíma hjá mér sem þjálfari ÍA þar sem að ég er virkilega ósáttur við mitt lið að mörgu leiti. Að því sögðu byrjuðum við leikinn mjög vel en misstum svo tökin eftir því sem leið á hann. Það eru hlutir í þeim leik sem við getum alls ekki sætt okkur við. Hvorki ég sem þjálfari liðsins né leikmennirnir sjálfir. Ég veit þeir gera það ekki. Það verður bara mjög spennandi að sjá mitt lið svara því í dag.“ Alltaf örlítið sérstakt að mæta KR Jón Þór þekkir ríg KR og ÍA vel enda Skagamaður sjálfur. Liðin hafa eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina og eiga á milli sín fjölda marga titla. Fiðringurinn fyrir viðureign þessara liða er meiri heldur en fyrir aðra leiki. „Ég neita því ekki, þetta eru alltaf sérstakir leikir. Maður tók bæði eftir því sem barn og unglingur og svo líka eftir að maður tók við sem þjálfari ÍA. Í gegnum tíðina hafa þetta verið minnisstæðir leikir. Þetta er alltaf örlítið sérstakt, að mæta KR.“ Óskar Hrafn, þjálfari KRVísir/Anton Brink KR hefur verið að ganga í gegnum endurnýjun. Vesturbæingurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við þjálfun liðsins á síðasta tímabili og hefur breytt um kúrs. „Það eru spennandi hlutir að gerast í KR núna,“ segir Jón Þór um andstæðing kvöldsins. „Óskar Hrafn kominn þarna inn og hefur verið að sækja til baka leikmenn KR með það fyrir augum að stækka aðeins hjartað í liðinu og hefur verið að spila á ungum og uppöldum KR-ingum í bland við það. Það er formúla sem þekkjum ágætlega hérna á Akranesi. Það er mjög spennandi fyrir KR-inga. Þeirra styrkleiki í dag felst í því að þeir hafa verið að spila öflugan, hraðan og á köflum örlítið kaótískan sóknarleik. Það er erfitt að spila á móti þeim en á sama tíma hafa þeir verið að gefa ágætis svæði og tækifæri á hinum enda vallarins. Ég á bara von á mjög spennandi, skemmtilegum og hröðum leik.“ Leikur KR og ÍA í 4.umferð Bestu deildar karla í fótbolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 19:00 í kvöld.
Besta deild karla ÍA KR Íslenski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Fleiri fréttir Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira