Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. apríl 2025 16:28 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar í borginni. Vísir/Vilhelm Oddviti Viðreisnar í Reykjavík vill úthýsa rekstri bílastæðahúsa til þriðja aðila eða selja bílastæðahús borgarinnar. Þá vill hún selja fasteignir sem hún segir borgina ekki þurfa að eiga eins og Iðnó og húsnæði Tjarnarbíós. Þetta er meðal hagræðingartillagna sem hún hefur skilað til borgarstjórnar. Borgarstjórn hefur leitað á náðir borgarbúa í leit að tillögum um hvað betur megi fara í rekstri borgarinnar. Tillögum er safnað saman á samráðsvettvangi borgarinnar, sem er öllum opinn. Þegar þetta er ritað hafa 193 tillögur borist í gáttina og kennir þar ýmissa grasa. Bjóða út sorphirðu og selja bílastæðahús Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, er meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn. Tillögur hennar eru ellefu og eru þær eftirfarandi: Einfalda miðlæga stjórnsýslu og leggja niður mannréttindaskrifstofu (ríkið hefur tekið við þessu verkefni. Leggja af tvö pólitísk ráð þ.e. stafræna ráðið og mannréttindaráð. Verkefni beggja ráða má finna annan stað innan fagráða borgarinnar. Stofna B-hlutafélag utan um eignir borgarinnar Selja þær fasteignir sem borgin þarf ekki að eiga, dæmi Iðnó, húsnæði Tjarnargötu. Úthýsa rekstri bílastæðahúsa til þriðja aðila eða selja bílastæðahús Bjóða út alla sorphirðu borgarinnar Selja malbikunarstöðina Höfða eða selja hluti inn til nágrannasveitarfélaga Endurskoða eignarhald á dótturfyrirtækjum Orkuveitunnar m.t.t. samkeppnissjónarmiða annars vegar og innviða uppbyggingar hinsvegar. Endurskoða algjörlega strúktúr fagsviða m.t.t. millistjórnenda, fagábyrgða og fjármála ábyrgðar. Setja má sér markmið að fækka millistjórnendum um 10%. Endurskoða rekstur safna og menningarhús m.t.t. mögulegra PPP verkefna eða samrekstur við aðrar menningarhús og söfn. Endurhanna allt innkaupaferli borgarinnar. Borga 30 þúsund fyrir ljósaperuskipti Ein tillagan er frá aðstoðarleikskólastjóra og deildarstjóra í miðbænum. Hún segir að mikill sparnaður myndi hljótast af því að hafa húsvarðateymi sem gæti sinnt störfum á leikskólum eins og að pússa og mála guggakistu og önnur slík verkefni. „Að kalla til verktaka í hvert skipti sem rukkar þrjátíu þúsund krónur fyrir að skipta um eina ljósaperu er út í hött,“ segir hún, og af því má ráða að slíkt hafi verið venjan hjá Reykjavíkurborg, að minnsta kosti í leikskóla hennar. Fækka borgarfulltrúum og lækka laun Í annarri tillögu er lagt til að borgarfulltrúum verði fækkað aftur í 15 manns, og að laun borgarstjóra verði lækkuð niður í 1,5 milljón á mánuði. Fjölmargar tillögur hafa eitthvað með borgarlínuna að gera, ýmist er lagt til að hætt verði við hana eða framkvæmdum seinkað. „Legg til að hætt verði við borgarlínu,“ segir ein. „Hætta alfarið við BORGARLÍNUNA og þessa fáralegu brú sem sómar sig vel á suðlægum stöðum EKKI á ISLANDI enda eru íslendingar bílaþjóð og mun alltaf verða.....“ segir í annarri tillögu. „Þegar gögn um væntanlega Borgarlínu eru skoðuð virðist áberandi lítið fjallað um kosti, galla og mögulegar úrbætur á núvarandi þjónustu strætó. Það er mjög lítið fjallað um til hvaða ráða á að grípa til að notkun á strætó verði raunverulegur valkostur,“ segir þriðja tillagan um borgarlínuna. Borgarstjórn Viðreisn Reykjavík Bílastæði Rekstur hins opinbera Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Borgarstjórn hefur leitað á náðir borgarbúa í leit að tillögum um hvað betur megi fara í rekstri borgarinnar. Tillögum er safnað saman á samráðsvettvangi borgarinnar, sem er öllum opinn. Þegar þetta er ritað hafa 193 tillögur borist í gáttina og kennir þar ýmissa grasa. Bjóða út sorphirðu og selja bílastæðahús Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, er meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn. Tillögur hennar eru ellefu og eru þær eftirfarandi: Einfalda miðlæga stjórnsýslu og leggja niður mannréttindaskrifstofu (ríkið hefur tekið við þessu verkefni. Leggja af tvö pólitísk ráð þ.e. stafræna ráðið og mannréttindaráð. Verkefni beggja ráða má finna annan stað innan fagráða borgarinnar. Stofna B-hlutafélag utan um eignir borgarinnar Selja þær fasteignir sem borgin þarf ekki að eiga, dæmi Iðnó, húsnæði Tjarnargötu. Úthýsa rekstri bílastæðahúsa til þriðja aðila eða selja bílastæðahús Bjóða út alla sorphirðu borgarinnar Selja malbikunarstöðina Höfða eða selja hluti inn til nágrannasveitarfélaga Endurskoða eignarhald á dótturfyrirtækjum Orkuveitunnar m.t.t. samkeppnissjónarmiða annars vegar og innviða uppbyggingar hinsvegar. Endurskoða algjörlega strúktúr fagsviða m.t.t. millistjórnenda, fagábyrgða og fjármála ábyrgðar. Setja má sér markmið að fækka millistjórnendum um 10%. Endurskoða rekstur safna og menningarhús m.t.t. mögulegra PPP verkefna eða samrekstur við aðrar menningarhús og söfn. Endurhanna allt innkaupaferli borgarinnar. Borga 30 þúsund fyrir ljósaperuskipti Ein tillagan er frá aðstoðarleikskólastjóra og deildarstjóra í miðbænum. Hún segir að mikill sparnaður myndi hljótast af því að hafa húsvarðateymi sem gæti sinnt störfum á leikskólum eins og að pússa og mála guggakistu og önnur slík verkefni. „Að kalla til verktaka í hvert skipti sem rukkar þrjátíu þúsund krónur fyrir að skipta um eina ljósaperu er út í hött,“ segir hún, og af því má ráða að slíkt hafi verið venjan hjá Reykjavíkurborg, að minnsta kosti í leikskóla hennar. Fækka borgarfulltrúum og lækka laun Í annarri tillögu er lagt til að borgarfulltrúum verði fækkað aftur í 15 manns, og að laun borgarstjóra verði lækkuð niður í 1,5 milljón á mánuði. Fjölmargar tillögur hafa eitthvað með borgarlínuna að gera, ýmist er lagt til að hætt verði við hana eða framkvæmdum seinkað. „Legg til að hætt verði við borgarlínu,“ segir ein. „Hætta alfarið við BORGARLÍNUNA og þessa fáralegu brú sem sómar sig vel á suðlægum stöðum EKKI á ISLANDI enda eru íslendingar bílaþjóð og mun alltaf verða.....“ segir í annarri tillögu. „Þegar gögn um væntanlega Borgarlínu eru skoðuð virðist áberandi lítið fjallað um kosti, galla og mögulegar úrbætur á núvarandi þjónustu strætó. Það er mjög lítið fjallað um til hvaða ráða á að grípa til að notkun á strætó verði raunverulegur valkostur,“ segir þriðja tillagan um borgarlínuna.
Borgarstjórn Viðreisn Reykjavík Bílastæði Rekstur hins opinbera Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira