Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 27. apríl 2025 18:02 Endurtekið berast hryggilegar fréttir af fólki sem sætir fordómum og jafnvel illri meðferð fyrir það eitt að tilheyra vissum kynþætti, trúarlegum hópi, eða hafa aðra kynhneigð eða kynvitund en vænst er. Hvernig má vera að þetta sé staðan, enn þann dag í dag? Erum við ekki orðin upplýstari en svo, eða snúast fordómar um annað og meira en vanþekkingu, með öðrum orðum FOR-dóma? Hvað eru fordómar? Fordómar hafa verið skilgreindir sem neikvæðar tilfinningar í garð manneskju á grundvelli hóps sem hún tilheyrir. Nánari skilgreining skiptir fordómum upp í tilfinningar, skoðanir og hegðun. Undir hegðun falla atriði eins og mismunun, auðsýnd vanþóknun og ofbeldi, en skoðanir vísa til þeirra ályktana sem dregnar eru um vissa hópa. Enginn er með öllu fordómalaus enda ekki hjá því komist að mynda sér hugmyndir um menn og málefni. Mannshugurinn flokkar saman áreiti til að draga úr magni upplýsinga sem vinna þarf úr; kaffibollar, ljón, Íslendingar, sjálfstæðismenn. Það væri agalegt að þurfa að spá í hvern einasta kaffibolla og hvað greini hann frá öðrum, svo dæmi sé nefnt. Til að komast af hefur mannskepnan frá alda öðli líka myndað sér leiðsagnarreglur, eins og þá að ljón séu hættuleg (þótt mér skiljist að það séu aðallega gömul og veik ljón sem leggist í mannaveiðar). Slíkar leiðsagnarreglur stuðla að því við vörumst mögulegar hættur eins og ljón, þótt við værum líklega að gera einhverjum ljónum rangt til, sem aldrei hefðu ráðist á okkur. Jafnframt flokkum við heiminn í „minn hópur“ og „aðrir hópar“. Við teljum eigin hóp (og menningu) öðrum æðri, ofmetum líkindi okkar við hópinn okkar og ýkjum ólíkindin við aðra hópa. Þetta gerum við jafnvel þótt okkur sé tilviljunarkennt skipt upp í hópa. Eins erum við fljótari að bregðast við ef jákvætt orð svo sem „sólskin“ er tengt okkar hópi, en viðbragðstíminn er lengri ef það er tengt við annan hóp. Við eignum fólki í eigin hópi jákvæðari eiginleika, og dæmum sjaldnast eigin hóp ef einhver brýtur þar af sér. Það er hins vegar ótrautt gert ef einhver brýtur af sér í hópi sem okkur er í nöp við, þá þykir okkur það dæmigert og sanna hve hópurinn sé ómögulegur. Það hefur til dæmis verið vatn á myllu þeirra sem er í nöp við araba að tveir þeirra skulu nýverið hafa framið alvarleg brot. Líklegt þykir að hópurinn í heild sinni verði látinn gjalda þess með einum eða öðrum hætti. Að sama skapi teljum við meðlimi annarra hópa hafa einsleitari eiginleika til að bera („allir eins“) og erum minna viljug til að hjálpa þeim. Þessi viðleitni kemur hvað skýrast í ummælum sem reglulega heyrast þegar til tals kemur að hjálpa stríðshrjáðu fólki úti í heimi, að „nær sé að hjálpa Íslendingum fyrst“. Það yrði líkast til uppi fótur og fit ef farið yrði að limlesta og myrða börn í Vesturbænum en minna máli skiptir ef það gerist Vestubakkanum eða Gaza. Hvernig má draga úr fordómum? Eitt sinn varð gerð könnun sem snéri að fordómum Íslendingar í garð annarra kynþátta. Fæstir álitu sig fordómafulla en hik kom á suma þegar þeir voru spurðir að því hvort þeir vildu eiga vini eða maka af öðrum kynþætti eða að afkomendur þeirra gerðu það. Athygli vakti að þeir sem höfðu farið sem skiptinemar til annarra heimshorna voru mun opnari fyrir þessu. Þetta segir okkur að hvað mikilvægast er að kynnast fólki með öðruvísi bakgrunn. Með öðrum orðum brjóta upp hópaskiptingu og láta nýja hópa vinna að sameiginlegu markmiði. Þá komum við hins vegar að stærstu hindruninni þegar kemur að blöndun hópa af mismunandi þjóðerni að menn tala ekki alltaf sama tungumálið. Þar megum við Íslendingar gera betur og bjóða öllum innflytjendum sem á þurfa að halda upp á tveggja ára metnaðarfullt nám í íslensku. Ekki aðeins staka kúrsa upp á örfáa tíma á viku, eins og raunin er nú. Flestir vilja læra málið og fá notið sín í nýju samfélagi. Alltof margir festast hérlendis í þeirri gildru að hafa ekki aðgang að góðu íslenskunámi, ná þar af leiðandi ekki tökum á íslenskunni og fá þá síður fótfestu á vinnumarkaði eða námi, þar sem þeir hefðu einmitt komist í íslenskt málumhverfi. Á vinnumarkaði eiga menn möguleika á að nýta hæfileika sína, sér í lagi ef menntunin er metin að verðleikum (þar megum við gera betur), og fá jafnframt tækifæri til á mynda tengsl við aðra. Án atvinnu festast menn í fátækragildru og einangrast með meðlimum eigin hóps. Eins skal þess getið að samkeppni um takmarkaðar auðlindir, til dæmis atvinnu og húsnæði, eykur á fordóma og því skiptir máli að skapa samfélag þar sem hugað er að velferð allra þegna samfélagsins. Leggjum okkar að mörkum til að skapa inngildandi samfélag þar sem allir fá tækifæri til að taka virkan þátt - og fögnum fjölbreytileikanum. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Dröfn Davíðsdóttir Mest lesið Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Endurtekið berast hryggilegar fréttir af fólki sem sætir fordómum og jafnvel illri meðferð fyrir það eitt að tilheyra vissum kynþætti, trúarlegum hópi, eða hafa aðra kynhneigð eða kynvitund en vænst er. Hvernig má vera að þetta sé staðan, enn þann dag í dag? Erum við ekki orðin upplýstari en svo, eða snúast fordómar um annað og meira en vanþekkingu, með öðrum orðum FOR-dóma? Hvað eru fordómar? Fordómar hafa verið skilgreindir sem neikvæðar tilfinningar í garð manneskju á grundvelli hóps sem hún tilheyrir. Nánari skilgreining skiptir fordómum upp í tilfinningar, skoðanir og hegðun. Undir hegðun falla atriði eins og mismunun, auðsýnd vanþóknun og ofbeldi, en skoðanir vísa til þeirra ályktana sem dregnar eru um vissa hópa. Enginn er með öllu fordómalaus enda ekki hjá því komist að mynda sér hugmyndir um menn og málefni. Mannshugurinn flokkar saman áreiti til að draga úr magni upplýsinga sem vinna þarf úr; kaffibollar, ljón, Íslendingar, sjálfstæðismenn. Það væri agalegt að þurfa að spá í hvern einasta kaffibolla og hvað greini hann frá öðrum, svo dæmi sé nefnt. Til að komast af hefur mannskepnan frá alda öðli líka myndað sér leiðsagnarreglur, eins og þá að ljón séu hættuleg (þótt mér skiljist að það séu aðallega gömul og veik ljón sem leggist í mannaveiðar). Slíkar leiðsagnarreglur stuðla að því við vörumst mögulegar hættur eins og ljón, þótt við værum líklega að gera einhverjum ljónum rangt til, sem aldrei hefðu ráðist á okkur. Jafnframt flokkum við heiminn í „minn hópur“ og „aðrir hópar“. Við teljum eigin hóp (og menningu) öðrum æðri, ofmetum líkindi okkar við hópinn okkar og ýkjum ólíkindin við aðra hópa. Þetta gerum við jafnvel þótt okkur sé tilviljunarkennt skipt upp í hópa. Eins erum við fljótari að bregðast við ef jákvætt orð svo sem „sólskin“ er tengt okkar hópi, en viðbragðstíminn er lengri ef það er tengt við annan hóp. Við eignum fólki í eigin hópi jákvæðari eiginleika, og dæmum sjaldnast eigin hóp ef einhver brýtur þar af sér. Það er hins vegar ótrautt gert ef einhver brýtur af sér í hópi sem okkur er í nöp við, þá þykir okkur það dæmigert og sanna hve hópurinn sé ómögulegur. Það hefur til dæmis verið vatn á myllu þeirra sem er í nöp við araba að tveir þeirra skulu nýverið hafa framið alvarleg brot. Líklegt þykir að hópurinn í heild sinni verði látinn gjalda þess með einum eða öðrum hætti. Að sama skapi teljum við meðlimi annarra hópa hafa einsleitari eiginleika til að bera („allir eins“) og erum minna viljug til að hjálpa þeim. Þessi viðleitni kemur hvað skýrast í ummælum sem reglulega heyrast þegar til tals kemur að hjálpa stríðshrjáðu fólki úti í heimi, að „nær sé að hjálpa Íslendingum fyrst“. Það yrði líkast til uppi fótur og fit ef farið yrði að limlesta og myrða börn í Vesturbænum en minna máli skiptir ef það gerist Vestubakkanum eða Gaza. Hvernig má draga úr fordómum? Eitt sinn varð gerð könnun sem snéri að fordómum Íslendingar í garð annarra kynþátta. Fæstir álitu sig fordómafulla en hik kom á suma þegar þeir voru spurðir að því hvort þeir vildu eiga vini eða maka af öðrum kynþætti eða að afkomendur þeirra gerðu það. Athygli vakti að þeir sem höfðu farið sem skiptinemar til annarra heimshorna voru mun opnari fyrir þessu. Þetta segir okkur að hvað mikilvægast er að kynnast fólki með öðruvísi bakgrunn. Með öðrum orðum brjóta upp hópaskiptingu og láta nýja hópa vinna að sameiginlegu markmiði. Þá komum við hins vegar að stærstu hindruninni þegar kemur að blöndun hópa af mismunandi þjóðerni að menn tala ekki alltaf sama tungumálið. Þar megum við Íslendingar gera betur og bjóða öllum innflytjendum sem á þurfa að halda upp á tveggja ára metnaðarfullt nám í íslensku. Ekki aðeins staka kúrsa upp á örfáa tíma á viku, eins og raunin er nú. Flestir vilja læra málið og fá notið sín í nýju samfélagi. Alltof margir festast hérlendis í þeirri gildru að hafa ekki aðgang að góðu íslenskunámi, ná þar af leiðandi ekki tökum á íslenskunni og fá þá síður fótfestu á vinnumarkaði eða námi, þar sem þeir hefðu einmitt komist í íslenskt málumhverfi. Á vinnumarkaði eiga menn möguleika á að nýta hæfileika sína, sér í lagi ef menntunin er metin að verðleikum (þar megum við gera betur), og fá jafnframt tækifæri til á mynda tengsl við aðra. Án atvinnu festast menn í fátækragildru og einangrast með meðlimum eigin hóps. Eins skal þess getið að samkeppni um takmarkaðar auðlindir, til dæmis atvinnu og húsnæði, eykur á fordóma og því skiptir máli að skapa samfélag þar sem hugað er að velferð allra þegna samfélagsins. Leggjum okkar að mörkum til að skapa inngildandi samfélag þar sem allir fá tækifæri til að taka virkan þátt - og fögnum fjölbreytileikanum. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun