Innlent

Geð­heil­brigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Sindri Sindrason segir kvöldfréttir.
Sindri Sindrason segir kvöldfréttir.

Að láta hælisleitendur sem vísa á úr landi sæta einangrun í fangelsum er versta úrræðið sem hægt er að bjóða þeim uppá. Þetta segir teymisstjóri geðheilsuteymis fanga sem segir andlega heilsu fólksins afar slæma. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir.

Heiðlóu og spóa fækkar ört hér á landi, en rætt verður einnig við vistfræðing hjá Náttúrufræðistofnun í fréttatímanum sem segir fækkun fuglanna áhyggjuefni og óttast að mannanna verkum sé að einhverju leyti um að kenna.

Í fréttatímanum verður einnig rætt við Höllu Tómasdóttir, forseta Íslands, dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði. Kryddjurtir eru þó ræktaðar í gluggakistum forsetabústaðarins, sem eiginmaður forseta nýtir í matargerð.

Í íþróttafréttum verður farið yfir leik Liverpool og Tottenham en Liverpool tryggði sér í dag Englandsmeistaratitilinn í fótbolta, þann tuttugasta í sögu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×