Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Jakob Bjarnar skrifar 28. apríl 2025 09:21 Stefán Eiríksson kann Benedikt eflaust litlar þakkir fyrir eldmessu sem hann birti á Facebook nú rétt í þessu þar sem hann fordæmir þátttöku Íslands í Eurovision. vísir/vilhelm/Patrick Seeger Benedikt Erlingsson leikstjóri telur undanbrögð Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra hvað varðar þátttöku Íslands í Eurovision grátleg. Hann segir þátttöku RÚV þar vera til marks um samþykki þjóðarmorðs. Eurovision fer fram eftir viku. Eins og fram kemur voru VÆB-bræður sigurvegarar undankeppninnar hér heima en þó þeim sé ekki spáð góðu gengi í veðbönkum fara þeir engu að síður glaðir og reifir út til að taka þátt í gleðinni. Felix Bergsson, sem dró sig í hlé í fyrra, er mættur með undirbúningsþættina Alla leið á Ríkisútvarpið þar sem farið er yfir lögin. Utanríkisráðherra Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hefur látið þá skoðun í ljós að henni þyki ekki forsvaranlegt að taka þátt í Eurovision meðan Ísrael á í blóðugum átökum við Palestínumenn á Gaza. Stefán Eiríksson fagnaði þeirri skoðun, sagði að þetta hafi verið það sem þeir biðu eftir – þetta væri milliríkjamál – og þeir myndu þá taka þessa skoðun upp hjá EBU – samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva. Og þar stendur málið. Benedikt Erlingsson skrifar pistil sem hann birti rétt í þessu á Facebook-síðu sinni. Honum þykir þetta reyndar lýsa fáránlegum undanbrögðum af hálfu útvarpsstjóra. „Mér finnst svo óumræðilega sorglegt þegar góðu fólki brestur kjark til að gera rétt og grípur til réttlætinga og undanskota til að fela og flýja ábyrgð sína,“ segir Benedikt í upphafi síns pistils sem er langur. „Ég verð svo sorgmættur þegar ég hugsa til útvarpsstjórans vinar míns og útvarpsráðs og allra þeirra sem þar fara með dagskrárvaldið inni á þessari mikilvægu stofnun. Okkar mikilvægasta menningarstofnun og stærsti skemmtistaður þjóðarinnar.“ Benedikt gefur ekki mikið fyrir að þau hjá Ríkisútvarpinu bendi á ríkisstjórnina og staðhæfi að pólitískur ráðherra fari með dagskrárvaldið á RÚV. „Hvorki útvarpsráð né útvarpsstjóri eða dagskrárstjórar stofnunarinnar hafi neitt með þetta að gera. Hvort stofnunin taki þátt í söngvakeppni! Þetta sé það sem ráðherrar í ríkistjórn ákveði. Þetta undanbragð er auðvitað broslegt ef þetta væri ekki svona sorglegt.“ Benedikt Erlingsson dregur ekki af sér í pistli þar sem hann fordæmir þátttöku Íslands í Eurovision.Patrick Seeger Benedikt segir einsýnt að stríðið á Gaza sé þjóðarmorð. Og samhliða fari fram annað stríð sem er um normið, gildin og mannhelgina sjálfa: Um tabúið og samfélagssáttmálann. Sáttmálann um mannlega tilvist. Þetta sem öll trúarbrögð reyna að festa í stein og fá okkur til undirgangast. Okkur þetta grimma manneskju dýr og ofurblíðu veru. Og í þessu huglæga stríði um hjörtu okkar gilda ekki bara orð heldur líka okkar saklausu athafnir og samþykkið sem þær tjá. Það sem við gerum skiptir máli. Þátttaka felur í sér samþykki. Að samneyta með einhverjum er heilög athöfn. Það er ekki bara maðurinn frá Nasaret sem býður til heilagarar kvöldmáltíðar. Við bjóðum vinum í mat. Við höldum veislur. Við tökumst í hendur. En þegar okkur blöskrar og brotin er hin heilaga mannhelgi, þá sýnum við ósamþykki okkar með því að að taka EKKI þátt. Þá samneytum við EKKI, þá bjóðum við EKKI í mat né höldum andskotum mannhelginnar veislu. Við tökum EKKI höndum saman með þeim eða formlegum fulltrúm þeirra sem myrða fólk miskunnarlaust daginn út og inn. (Og sumir hafa jafnvel tekið sér hnútsvipu í hönd og rekið víxlarana út úr musterinu) Þetta er ekki bara það minnsta sem við getum gert, þetta er það sem okkur ber að gera jafnvel þó okkar eigin stjórnvöld séu því ekki samþykk eða dragi lappirnar. Því ef hægt er að útrýma heilli þjóð fyrir framan nefið á okkur án þess að við sem fólk, þjóð eða ríki andæfum af öllu afli þá köllum við yfir heiminn og okkur sjálf hræðilegt karma þar sem við gætum orðið næst. Þá höfum við ásamt gerendunum skapað heim þar sem hægt er að fremja þjóðarmorð og komast upp með það. Og hver veit hverjum klukkan glymur næst. Utanríkismál Ríkisútvarpið Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision 2025 Tengdar fréttir Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Í viðtali sjónvarpinu við útvarpsstjóra Rúv 23. 4. ´25. um aðild Íslendinga að Eurovision og hvort Íslendingar eigi að hafna aðild að þeirri keppni ef fulltrúar ríkisstjórnar Ísralel ættu aðild að henni. Þá sagði útvarpsstjóri að það myndi engu breyta um keppnina þó að Íslendingar neituðu að mæta. Keppnin yrði að sjálfsögðu haldin hvað sem okkur fyndist. 25. apríl 2025 14:45 „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ „Við höfum verið að prakkarast saman frá því við vorum litlir,“ segja bræðurnir óaðskiljanlegu Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir sem saman mynda hljómsveitina Væb. Strákarnir eru nú að undirbúa sig fyrir stærstu tónlistarstund í lífi þeirra hingað til, Eurovision í Sviss, og eru ekkert að láta stressið þvælast fyrir sér. Blaðamaður ræddi við þá um líf þeirra og listina. 19. apríl 2025 07:01 Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Þrátt fyrir að Væb-bræður séu af veðbönkum taldir næstólíklegastir til að vinna Eurovision, þá er alls ekki öll von úti. Sömu veðbankar telja 34 prósent líkur á að þeir komist upp úr riðlinum. 15. apríl 2025 09:58 Meintur stuldur á borð RÚV Líkindi framlags VÆB bræðra í Söngvakeppninni við ísraelskt popplag eru til skoðunar hjá stjórn Söngvakeppninnar. Þetta staðfestir Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri keppninnar. Reglur keppninnar kveði á um að lög megi ekki hafa verið flutt áður. Bræðurnir koma af fjöllum og segjast ekki leggja í vana sinn að hlusta á ísraelska popptónlist. 21. janúar 2025 13:46 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Eurovision fer fram eftir viku. Eins og fram kemur voru VÆB-bræður sigurvegarar undankeppninnar hér heima en þó þeim sé ekki spáð góðu gengi í veðbönkum fara þeir engu að síður glaðir og reifir út til að taka þátt í gleðinni. Felix Bergsson, sem dró sig í hlé í fyrra, er mættur með undirbúningsþættina Alla leið á Ríkisútvarpið þar sem farið er yfir lögin. Utanríkisráðherra Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hefur látið þá skoðun í ljós að henni þyki ekki forsvaranlegt að taka þátt í Eurovision meðan Ísrael á í blóðugum átökum við Palestínumenn á Gaza. Stefán Eiríksson fagnaði þeirri skoðun, sagði að þetta hafi verið það sem þeir biðu eftir – þetta væri milliríkjamál – og þeir myndu þá taka þessa skoðun upp hjá EBU – samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva. Og þar stendur málið. Benedikt Erlingsson skrifar pistil sem hann birti rétt í þessu á Facebook-síðu sinni. Honum þykir þetta reyndar lýsa fáránlegum undanbrögðum af hálfu útvarpsstjóra. „Mér finnst svo óumræðilega sorglegt þegar góðu fólki brestur kjark til að gera rétt og grípur til réttlætinga og undanskota til að fela og flýja ábyrgð sína,“ segir Benedikt í upphafi síns pistils sem er langur. „Ég verð svo sorgmættur þegar ég hugsa til útvarpsstjórans vinar míns og útvarpsráðs og allra þeirra sem þar fara með dagskrárvaldið inni á þessari mikilvægu stofnun. Okkar mikilvægasta menningarstofnun og stærsti skemmtistaður þjóðarinnar.“ Benedikt gefur ekki mikið fyrir að þau hjá Ríkisútvarpinu bendi á ríkisstjórnina og staðhæfi að pólitískur ráðherra fari með dagskrárvaldið á RÚV. „Hvorki útvarpsráð né útvarpsstjóri eða dagskrárstjórar stofnunarinnar hafi neitt með þetta að gera. Hvort stofnunin taki þátt í söngvakeppni! Þetta sé það sem ráðherrar í ríkistjórn ákveði. Þetta undanbragð er auðvitað broslegt ef þetta væri ekki svona sorglegt.“ Benedikt Erlingsson dregur ekki af sér í pistli þar sem hann fordæmir þátttöku Íslands í Eurovision.Patrick Seeger Benedikt segir einsýnt að stríðið á Gaza sé þjóðarmorð. Og samhliða fari fram annað stríð sem er um normið, gildin og mannhelgina sjálfa: Um tabúið og samfélagssáttmálann. Sáttmálann um mannlega tilvist. Þetta sem öll trúarbrögð reyna að festa í stein og fá okkur til undirgangast. Okkur þetta grimma manneskju dýr og ofurblíðu veru. Og í þessu huglæga stríði um hjörtu okkar gilda ekki bara orð heldur líka okkar saklausu athafnir og samþykkið sem þær tjá. Það sem við gerum skiptir máli. Þátttaka felur í sér samþykki. Að samneyta með einhverjum er heilög athöfn. Það er ekki bara maðurinn frá Nasaret sem býður til heilagarar kvöldmáltíðar. Við bjóðum vinum í mat. Við höldum veislur. Við tökumst í hendur. En þegar okkur blöskrar og brotin er hin heilaga mannhelgi, þá sýnum við ósamþykki okkar með því að að taka EKKI þátt. Þá samneytum við EKKI, þá bjóðum við EKKI í mat né höldum andskotum mannhelginnar veislu. Við tökum EKKI höndum saman með þeim eða formlegum fulltrúm þeirra sem myrða fólk miskunnarlaust daginn út og inn. (Og sumir hafa jafnvel tekið sér hnútsvipu í hönd og rekið víxlarana út úr musterinu) Þetta er ekki bara það minnsta sem við getum gert, þetta er það sem okkur ber að gera jafnvel þó okkar eigin stjórnvöld séu því ekki samþykk eða dragi lappirnar. Því ef hægt er að útrýma heilli þjóð fyrir framan nefið á okkur án þess að við sem fólk, þjóð eða ríki andæfum af öllu afli þá köllum við yfir heiminn og okkur sjálf hræðilegt karma þar sem við gætum orðið næst. Þá höfum við ásamt gerendunum skapað heim þar sem hægt er að fremja þjóðarmorð og komast upp með það. Og hver veit hverjum klukkan glymur næst.
Utanríkismál Ríkisútvarpið Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision 2025 Tengdar fréttir Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Í viðtali sjónvarpinu við útvarpsstjóra Rúv 23. 4. ´25. um aðild Íslendinga að Eurovision og hvort Íslendingar eigi að hafna aðild að þeirri keppni ef fulltrúar ríkisstjórnar Ísralel ættu aðild að henni. Þá sagði útvarpsstjóri að það myndi engu breyta um keppnina þó að Íslendingar neituðu að mæta. Keppnin yrði að sjálfsögðu haldin hvað sem okkur fyndist. 25. apríl 2025 14:45 „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ „Við höfum verið að prakkarast saman frá því við vorum litlir,“ segja bræðurnir óaðskiljanlegu Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir sem saman mynda hljómsveitina Væb. Strákarnir eru nú að undirbúa sig fyrir stærstu tónlistarstund í lífi þeirra hingað til, Eurovision í Sviss, og eru ekkert að láta stressið þvælast fyrir sér. Blaðamaður ræddi við þá um líf þeirra og listina. 19. apríl 2025 07:01 Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Þrátt fyrir að Væb-bræður séu af veðbönkum taldir næstólíklegastir til að vinna Eurovision, þá er alls ekki öll von úti. Sömu veðbankar telja 34 prósent líkur á að þeir komist upp úr riðlinum. 15. apríl 2025 09:58 Meintur stuldur á borð RÚV Líkindi framlags VÆB bræðra í Söngvakeppninni við ísraelskt popplag eru til skoðunar hjá stjórn Söngvakeppninnar. Þetta staðfestir Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri keppninnar. Reglur keppninnar kveði á um að lög megi ekki hafa verið flutt áður. Bræðurnir koma af fjöllum og segjast ekki leggja í vana sinn að hlusta á ísraelska popptónlist. 21. janúar 2025 13:46 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Í viðtali sjónvarpinu við útvarpsstjóra Rúv 23. 4. ´25. um aðild Íslendinga að Eurovision og hvort Íslendingar eigi að hafna aðild að þeirri keppni ef fulltrúar ríkisstjórnar Ísralel ættu aðild að henni. Þá sagði útvarpsstjóri að það myndi engu breyta um keppnina þó að Íslendingar neituðu að mæta. Keppnin yrði að sjálfsögðu haldin hvað sem okkur fyndist. 25. apríl 2025 14:45
„Þetta er allt partur af plani hjá guði“ „Við höfum verið að prakkarast saman frá því við vorum litlir,“ segja bræðurnir óaðskiljanlegu Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir sem saman mynda hljómsveitina Væb. Strákarnir eru nú að undirbúa sig fyrir stærstu tónlistarstund í lífi þeirra hingað til, Eurovision í Sviss, og eru ekkert að láta stressið þvælast fyrir sér. Blaðamaður ræddi við þá um líf þeirra og listina. 19. apríl 2025 07:01
Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Þrátt fyrir að Væb-bræður séu af veðbönkum taldir næstólíklegastir til að vinna Eurovision, þá er alls ekki öll von úti. Sömu veðbankar telja 34 prósent líkur á að þeir komist upp úr riðlinum. 15. apríl 2025 09:58
Meintur stuldur á borð RÚV Líkindi framlags VÆB bræðra í Söngvakeppninni við ísraelskt popplag eru til skoðunar hjá stjórn Söngvakeppninnar. Þetta staðfestir Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri keppninnar. Reglur keppninnar kveði á um að lög megi ekki hafa verið flutt áður. Bræðurnir koma af fjöllum og segjast ekki leggja í vana sinn að hlusta á ísraelska popptónlist. 21. janúar 2025 13:46