„Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2025 10:06 Brittanny Dinkins var glaðbeitt eftir magnaða frammistöðu sína gegn Keflavík í gær, þegar Njarðvík tryggði sig inn í úrslitaeinvígið við Hauka. Hún var valin Just Wingin' it maður leiksins. Stöð 2 Sport Hin bandaríska Brittanny Dinkins hrósaði liðsfélögum sínum í Njarðvík í hástert eftir að liðið sló út fráfarandi Íslandsmeistara Keflavíkur og kom sér í úrslitaeinvígi við Hauka í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Dinkins er 31 árs og hefur spilað með Keflavík, Fjölni og nú Njarðvík, og tvívegis orðið bikarmeistari, en hún bíður eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum. Sá draumur gæti nú ræst þó að Dinkins viðurkenni að fólk hafi ekki endilega búist við því fyrir tímabilið: „Þetta er góð tilfinning. Ef ég á að vera hreinskilin þá voru ekki miklar væntingar fyrir þessa leiktíð, komandi inn í ungt Njarðvíkurlið. En það er frábært að vera komin hingað og vera að fara að berjast um meistaratitilinn,“ sagði Dinkins sem var Just Wingin‘ it maður leiksins gegn Keflavík í gær og mætti því í settið hjá Körfuboltakvöldi. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Dinkins maður leiksins Dinkins setti niður 22 stig í seinni hálfleik gegn Keflavík í gær og óhætt að segja að hún hafi tekið yfir leikinn. Það var þó ekki meðvituð ákvörðun: „Ég hugsa ekkert um það. Maður vissi bara að það væri komið að úrslitastundu og þá verður maður að gera það sem þarf. Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn. Maður verður bara að borða það sem er í matinn. Þegar ég kemst í þennan gír þá verð ég bara að halda mér í honum. Við erum með frábært þjálfarateymi og frábært lið sem gerir mér kleift að njóta mín þegar ég kemst í þennan gír,“ sagði Dinkins. Þær Dinkins, Emilie Hesseldal og Paulina Hersler eru í lykilhlutverkum hjá Njarðvík og ná afar vel saman innan sem utan vallar að sögn Dinkins. „Ég elska þessar stelpur. Þetta byrjar utan vallar, fólk gerir sér ekki grein fyrir því. Það er þar sem góður liðsandi verður til. Okkur er annt hver um aðra. Þær hafa allar stutt við mig eftir síðasta leik, hjálpað mér um allt sem ég þarf, og þetta sýnir sig á vellinum. Við náum virkilega vel saman, bæði innan og utan vallar,“ sagði DInkins sem hrósaði einnig ungum leikmönnum Njarðvíkur óspart: „Ég er svo ánægð með þær að ég gæti orðið tilfinningasöm. Það er blessun að vera með svona hóp af hæfileikaríkum stelpum en tilbúnar að fá þjálfun. Þær vilja verða betri, vilja vera á vellinum og upplifa þessi augnablik. Þær eru ekki með neinar afsakanir og þær hlusta þegar maður reynir að leiðbeina þeim. Maður fær ekki neitt attitjúd frá þeim og ég er líka opin fyrir því að þær segi hvað sem er við mig. Ég er ekki fullkomin og ef ég fer yfir strikið þá sýni ég þeim þá virðingu að geta sagt mér það. Þær eiga meira hrós skilið en þær hafa fengið á leiktíðinni, ekki bara í minni leikjum heldur einnig í svona stórum leikjum.“ Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Njarðvík er komið í úrslit Bónus-deildar kvenna eftir að hafa sópað ríkjandi Íslandsmeisturum Keflavíkur í sumarfrí í Njarðvík í kvöld 101-89. 27. apríl 2025 18:32 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Dinkins er 31 árs og hefur spilað með Keflavík, Fjölni og nú Njarðvík, og tvívegis orðið bikarmeistari, en hún bíður eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum. Sá draumur gæti nú ræst þó að Dinkins viðurkenni að fólk hafi ekki endilega búist við því fyrir tímabilið: „Þetta er góð tilfinning. Ef ég á að vera hreinskilin þá voru ekki miklar væntingar fyrir þessa leiktíð, komandi inn í ungt Njarðvíkurlið. En það er frábært að vera komin hingað og vera að fara að berjast um meistaratitilinn,“ sagði Dinkins sem var Just Wingin‘ it maður leiksins gegn Keflavík í gær og mætti því í settið hjá Körfuboltakvöldi. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Dinkins maður leiksins Dinkins setti niður 22 stig í seinni hálfleik gegn Keflavík í gær og óhætt að segja að hún hafi tekið yfir leikinn. Það var þó ekki meðvituð ákvörðun: „Ég hugsa ekkert um það. Maður vissi bara að það væri komið að úrslitastundu og þá verður maður að gera það sem þarf. Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn. Maður verður bara að borða það sem er í matinn. Þegar ég kemst í þennan gír þá verð ég bara að halda mér í honum. Við erum með frábært þjálfarateymi og frábært lið sem gerir mér kleift að njóta mín þegar ég kemst í þennan gír,“ sagði Dinkins. Þær Dinkins, Emilie Hesseldal og Paulina Hersler eru í lykilhlutverkum hjá Njarðvík og ná afar vel saman innan sem utan vallar að sögn Dinkins. „Ég elska þessar stelpur. Þetta byrjar utan vallar, fólk gerir sér ekki grein fyrir því. Það er þar sem góður liðsandi verður til. Okkur er annt hver um aðra. Þær hafa allar stutt við mig eftir síðasta leik, hjálpað mér um allt sem ég þarf, og þetta sýnir sig á vellinum. Við náum virkilega vel saman, bæði innan og utan vallar,“ sagði DInkins sem hrósaði einnig ungum leikmönnum Njarðvíkur óspart: „Ég er svo ánægð með þær að ég gæti orðið tilfinningasöm. Það er blessun að vera með svona hóp af hæfileikaríkum stelpum en tilbúnar að fá þjálfun. Þær vilja verða betri, vilja vera á vellinum og upplifa þessi augnablik. Þær eru ekki með neinar afsakanir og þær hlusta þegar maður reynir að leiðbeina þeim. Maður fær ekki neitt attitjúd frá þeim og ég er líka opin fyrir því að þær segi hvað sem er við mig. Ég er ekki fullkomin og ef ég fer yfir strikið þá sýni ég þeim þá virðingu að geta sagt mér það. Þær eiga meira hrós skilið en þær hafa fengið á leiktíðinni, ekki bara í minni leikjum heldur einnig í svona stórum leikjum.“
Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Njarðvík er komið í úrslit Bónus-deildar kvenna eftir að hafa sópað ríkjandi Íslandsmeisturum Keflavíkur í sumarfrí í Njarðvík í kvöld 101-89. 27. apríl 2025 18:32 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Njarðvík er komið í úrslit Bónus-deildar kvenna eftir að hafa sópað ríkjandi Íslandsmeisturum Keflavíkur í sumarfrí í Njarðvík í kvöld 101-89. 27. apríl 2025 18:32