Ráðinn forstjóri Arctic Fish Atli Ísleifsson skrifar 29. apríl 2025 07:14 Daníel Jakobsson hefur gegnt stjórnunarstöðu hjá Arctic Fish frá árinu 2021. Arctic Fish Fiskeldisfélagið Arctic Fish hefur ráðið Daníel Jakobsson sem forstjóra frá og með 1. maí 2025. Daníel tekur við stöðunni af Stein Ove Tveiten. Í tilkynningu frá Arctic Fish segir að Daníel hafi gegnt stjórnunarstöðu hjá Arctic Fish frá árinu 2021 og veitt viðskiptaþróun fyrirtækisins forstöðu. Á þeim tíma hafi hann öðlast yfirgripsmikla þekkingu á starfsemi og stefnu fyrirtækisins. Þá segir að leiðtogahæfileikar Daníels, sérfræðiþekking og djúpar rætur í samfélaginu á Vestfjörðum geri hann vel til þess fallinn að leiða fyrirtækið í því vaxtarskeiði sem framundan er hjá Arctic Fish. Haft er eftir Øyvind Oaland, stjórnarformanni Arctic Fish, að félagið sé mjög ánægt með ráðningu Daníels. „Laxeldi á Íslandi er enn ung atvinnugrein og lykillinn að áframhaldandi árangri veltur á framúrskarandi starfsemi sem byggir á öflugri dýravelferð, ábyrgri umhverfisstefnu og traustum fjárhag ásamt öryggi og velferð starfsfólks. Daníel hefur víðtæka þekkingu á allri starfsemi fyrirtækisins og verður með starfsstöð á Ísafirði,“ segir Oaland. Þá segir að ákvörðun stjórnar Arctic Fish að ráða úr röðum starfsmanna fyrirtækisins varpi ljósi á það markmið að starfsþróun sé grunnurinn að vexti fyrirtækisins til framtíðar. Einnig er haft eftir Daníel Jakobsson að Arctic Fish gegni mikilvægu hlutverki í atvinnulífi Vestfjarða við framleiðslu á heilsusamlegri fæðu, í sátt við samfélag og umhverfi. „Laxeldi hefur þegar markverð áhrif á útflutningstekjur Íslands og mikil tækifæri eru framundan. Ég er því mjög spenntur að halda áfram á þessari vegferð og þróa enn frekar samkeppnishæfa, framsækna og sjálfbæra starfsemi með öflugum hópi starfsfólks Arctic Fish,“ segir Daníel. Tveiten verður áfram til ráðgjafar hjá fyrirtækinu til 1. júní næstkomandi. Um Arctic Fish segir að það sé leiðandi laxeldisfyrirtæki á Vestfjörðum og hafi yfir að ráða samfelldri og sjálfbærri virðiskeðju, allt frá klaki fiskseiða til sölu afurða. „Félagið hefur 29.800 tonna leyfi til framleiðslu á 10 eldisstaðsetningum í fimm fjörðum, þ.e. Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði, Dýrafirði og Ísafjarðardjúpi. Seiðaeldi félagsins er í Tálknafirði, fóðurmiðstöð á Þingeyri, skrifstofur á Ísafirði og hátæknilaxavinnsla í Bolungarvík,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Fiskeldi Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Bolungarvík Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Í tilkynningu frá Arctic Fish segir að Daníel hafi gegnt stjórnunarstöðu hjá Arctic Fish frá árinu 2021 og veitt viðskiptaþróun fyrirtækisins forstöðu. Á þeim tíma hafi hann öðlast yfirgripsmikla þekkingu á starfsemi og stefnu fyrirtækisins. Þá segir að leiðtogahæfileikar Daníels, sérfræðiþekking og djúpar rætur í samfélaginu á Vestfjörðum geri hann vel til þess fallinn að leiða fyrirtækið í því vaxtarskeiði sem framundan er hjá Arctic Fish. Haft er eftir Øyvind Oaland, stjórnarformanni Arctic Fish, að félagið sé mjög ánægt með ráðningu Daníels. „Laxeldi á Íslandi er enn ung atvinnugrein og lykillinn að áframhaldandi árangri veltur á framúrskarandi starfsemi sem byggir á öflugri dýravelferð, ábyrgri umhverfisstefnu og traustum fjárhag ásamt öryggi og velferð starfsfólks. Daníel hefur víðtæka þekkingu á allri starfsemi fyrirtækisins og verður með starfsstöð á Ísafirði,“ segir Oaland. Þá segir að ákvörðun stjórnar Arctic Fish að ráða úr röðum starfsmanna fyrirtækisins varpi ljósi á það markmið að starfsþróun sé grunnurinn að vexti fyrirtækisins til framtíðar. Einnig er haft eftir Daníel Jakobsson að Arctic Fish gegni mikilvægu hlutverki í atvinnulífi Vestfjarða við framleiðslu á heilsusamlegri fæðu, í sátt við samfélag og umhverfi. „Laxeldi hefur þegar markverð áhrif á útflutningstekjur Íslands og mikil tækifæri eru framundan. Ég er því mjög spenntur að halda áfram á þessari vegferð og þróa enn frekar samkeppnishæfa, framsækna og sjálfbæra starfsemi með öflugum hópi starfsfólks Arctic Fish,“ segir Daníel. Tveiten verður áfram til ráðgjafar hjá fyrirtækinu til 1. júní næstkomandi. Um Arctic Fish segir að það sé leiðandi laxeldisfyrirtæki á Vestfjörðum og hafi yfir að ráða samfelldri og sjálfbærri virðiskeðju, allt frá klaki fiskseiða til sölu afurða. „Félagið hefur 29.800 tonna leyfi til framleiðslu á 10 eldisstaðsetningum í fimm fjörðum, þ.e. Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði, Dýrafirði og Ísafjarðardjúpi. Seiðaeldi félagsins er í Tálknafirði, fóðurmiðstöð á Þingeyri, skrifstofur á Ísafirði og hátæknilaxavinnsla í Bolungarvík,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Fiskeldi Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Bolungarvík Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent