Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2025 11:01 DeAndre Kane átti góðan leik í Garðabænum í gær. stöð 2 sport DeAndre Kane var sæll og sáttur eftir sigur Grindavíkur á Stjörnunni, 91-105, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta í gær. Hann segir að tapið í öðrum leiknum hafi verið eitt það erfiðasta á löngum ferli. Grindvíkingar voru 2-0 undir í einvíginu gegn Stjörnumönnum og þurftu að vinna leikinn í Umhyggjuhöllinni í gær til að forðast sumarfrí. Það tókst og liðin mætast því í fjórða sinn í Smáranum á föstudaginn. Kane skoraði átján stig, tók fjórtán fráköst og gaf fimm stoðsendingar í Garðabænum í gær. Hann var valinn Just Wingin' It maður leiksins af Bónus körfuboltakvöldi og mætti í settið hjá Stefáni Árna Pálssyni og félögum í gær. „Mér líður vel, að ná útisigri hér og fara með einvígið aftur í Smárann er gott. Ég er ánægður fyrir hönd strákanna að spila vel, sérstaklega þeirra sem komu af bekknum. Bragi [Guðmundsson], Arnór [Tristan Helgason], Valur [Orri Valsson] og LG [Lagio Grantsaan] spiluðu mjög vel og gáfu okkur kraft og það er það sem við þurfum í framhaldinu til að klára þetta einvígi,“ sagði Kane. Hann hafði aldrei fagnað sigri á Stjörnunni fyrr en í gær. „Af einhverjum ástæðum hefur Stjarnan haft tak á mér. Síðustu tvö ár hafa verið flautukörfur og atriði undir lok leikja og þeir vinna alltaf. En það verður að hrósa þeim. Þeir eru gott lið, vel þjálfað og það er erfitt að verjast þeim með öllum „dribble handoffs“ og skytturnar á gólfinu. Við reynum bara að trufla öll skot og stíga stóra manninn [Shaquille Rombley] út. Það hjálpaði okkur að hann var í villuvandræðum,“ sagði Kane. Hann var sár og svekktur eftir annan leikinn í einvíginu þar sem Grindavík kastaði frá sér góðu forskoti á lokamínútunum og tapaði, 99-100. „Það var sennilega eitt af erfiðustu töpunum á mínum ferli. Að vera tíu stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir og tapa leiknum fyrir framan stuðningsmennina okkar sat í mér í viku. Eftir leikinn fór ég heim og held ég hafi ekki farið í sturtu fyrr en klukkan sjö um morguninn,“ sagði Kane. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - viðtal við DeAndre Kane Sem fyrr sagði mætast Grindavík og Stjarnan í Smáranum á föstudaginn. Kane lofaði svo að hann myndi mæta aftur í Umhyggjuhöllina með félögum sínum í oddaleik næsta mánudag. Viðtalið við Kane má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með bæði lærisveina sína og stuðningsmenn þegar liðið lagði Stjörnuna að velli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í Umhyggjuhöllinni í kvöld. 28. apríl 2025 23:43 „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Ólafur Ólafsson fór fyrir liði sínu, Grindavík, þegar mest á reyndi í sigrinum á móti Stjörnunni í þriðja liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. 28. apríl 2025 23:34 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Grindvíkingar voru 2-0 undir í einvíginu gegn Stjörnumönnum og þurftu að vinna leikinn í Umhyggjuhöllinni í gær til að forðast sumarfrí. Það tókst og liðin mætast því í fjórða sinn í Smáranum á föstudaginn. Kane skoraði átján stig, tók fjórtán fráköst og gaf fimm stoðsendingar í Garðabænum í gær. Hann var valinn Just Wingin' It maður leiksins af Bónus körfuboltakvöldi og mætti í settið hjá Stefáni Árna Pálssyni og félögum í gær. „Mér líður vel, að ná útisigri hér og fara með einvígið aftur í Smárann er gott. Ég er ánægður fyrir hönd strákanna að spila vel, sérstaklega þeirra sem komu af bekknum. Bragi [Guðmundsson], Arnór [Tristan Helgason], Valur [Orri Valsson] og LG [Lagio Grantsaan] spiluðu mjög vel og gáfu okkur kraft og það er það sem við þurfum í framhaldinu til að klára þetta einvígi,“ sagði Kane. Hann hafði aldrei fagnað sigri á Stjörnunni fyrr en í gær. „Af einhverjum ástæðum hefur Stjarnan haft tak á mér. Síðustu tvö ár hafa verið flautukörfur og atriði undir lok leikja og þeir vinna alltaf. En það verður að hrósa þeim. Þeir eru gott lið, vel þjálfað og það er erfitt að verjast þeim með öllum „dribble handoffs“ og skytturnar á gólfinu. Við reynum bara að trufla öll skot og stíga stóra manninn [Shaquille Rombley] út. Það hjálpaði okkur að hann var í villuvandræðum,“ sagði Kane. Hann var sár og svekktur eftir annan leikinn í einvíginu þar sem Grindavík kastaði frá sér góðu forskoti á lokamínútunum og tapaði, 99-100. „Það var sennilega eitt af erfiðustu töpunum á mínum ferli. Að vera tíu stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir og tapa leiknum fyrir framan stuðningsmennina okkar sat í mér í viku. Eftir leikinn fór ég heim og held ég hafi ekki farið í sturtu fyrr en klukkan sjö um morguninn,“ sagði Kane. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - viðtal við DeAndre Kane Sem fyrr sagði mætast Grindavík og Stjarnan í Smáranum á föstudaginn. Kane lofaði svo að hann myndi mæta aftur í Umhyggjuhöllina með félögum sínum í oddaleik næsta mánudag. Viðtalið við Kane má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með bæði lærisveina sína og stuðningsmenn þegar liðið lagði Stjörnuna að velli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í Umhyggjuhöllinni í kvöld. 28. apríl 2025 23:43 „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Ólafur Ólafsson fór fyrir liði sínu, Grindavík, þegar mest á reyndi í sigrinum á móti Stjörnunni í þriðja liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. 28. apríl 2025 23:34 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með bæði lærisveina sína og stuðningsmenn þegar liðið lagði Stjörnuna að velli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í Umhyggjuhöllinni í kvöld. 28. apríl 2025 23:43
„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Ólafur Ólafsson fór fyrir liði sínu, Grindavík, þegar mest á reyndi í sigrinum á móti Stjörnunni í þriðja liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. 28. apríl 2025 23:34