Körfubolti

Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stuðningsmaður Grindavíkur leiddur í burtu eftir að hafa kýlt stuðningsmann Stjörnunnar.
Stuðningsmaður Grindavíkur leiddur í burtu eftir að hafa kýlt stuðningsmann Stjörnunnar. stöð 2 sport

Umhyggjuhöllin stóð ekki alveg undir nafni þegar Stjarnan og Grindavík áttust við í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta í gær. Stuðningsmönnum liðanna lenti saman og hnefarnir voru látnir tala.

Grindvíkingar unnu leikinn örugglega, 91-105, og liðin þurfa því að mætast í fjórða sinn í Smáranum á föstudaginn.

Þegar tæp mínúta var eftir af leiknum kastaðist í kekki milli stuðningsmanna liðanna á fremsta bekk í stúkunni í Umhyggjuhöllinni.

Fór svo að stuðningsmaður Grindavíkur, sem hélt á fána liðsins, kýldi stuðningsmann Stjörnunnar. Dómarinn Davíð Kristján Hreiðarsson reyndi að skakka leikinn áður en starfsmenn stukku til.

Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Hnefahögg í stúkunni

Stjarnan er 2-1 yfir í einvígi liðanna og getur tryggt sér sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn með sigri í Smáranum á föstudaginn. Ef Grindavík vinnur hins vegar mætast liðin í oddaleik í Umhyggjuhöllinni á mánudaginn.


Tengdar fréttir

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“

Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með bæði lærisveina sína og stuðningsmenn þegar liðið lagði Stjörnuna að velli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í Umhyggjuhöllinni í kvöld. 

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“

Ólafur Ólafsson fór fyrir liði sínu, Grindavík, þegar mest á reyndi í sigrinum á móti Stjörnunni í þriðja liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×