Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar 29. apríl 2025 12:31 Íslenski hesturinn hefur frá örófi alda verið samofin sögu þjóðarinnar. Hesturinn hefur verið nýttur sem vinnudýr, fararskjóti og landinn át jafnvel sjálfdauð hross í laumi sökum hungurs eftir kristnitöku, sem á þeim tíma boðaði heljarvist þeim sem það gerðu. Hesturinn hefur réttilega verið kallaður þarfasti þjónninn. Sökum skelfilegrar fátæktar t.d á tímum móðuharðinda var hann engu að síður það húsdýr sem naut minnstar alúðar frá eigendum sínum. Opin sár á baki hans þóttu á þeim tíma ekki tiltökumál og þau grædd hverju sinni með heimagerðum áburði. Okkur lærðist síðar að meta hestinn enn frekar af verðleikum sínum. Virða og þakka fyrir þá staðreynd að hann ásamt íslensku sauðkindinni átti langstærstan þátt í bjarga þjóðinni frá útrýmingu á tímum harðinda og náttúruvár. Hesturinn nýtur mikillar virðingar fyrir úthald hans, styrk, geðslag og gangtegundir og í dag er hann nánast eingöngu nýtur okkur til afþreyingar og ánægju. Hann er ennþá ómissandi í flestum göngum og fátt er skemmtilegra að en ríða fjörmiklum og fótvissum hesti fyrir óþekka kind sem vil ekki heim. Við erum jafnvel farin að gera það vel við frábæra íslenska hestinn okkar að sumir óttast að mögulega verði fljótlega ræktað úr honum einstök eðlislæg harðgerð hans, þrautsegja og þol. Ég segi næstum eingöngu til skemmtunar en það er líka hrossakjötframleiðsla í landinu, sem er vel. Íslenska folaldakjötið okkar er hollasta og hreinasta kjötafurð sem við framleiðum. Folöldin ganga frjáls um heiðar og haga með mæðrum sínum yfir sumarið, án nokkurra inngripa mannsins og án allrar lyfjagjafar. Svo er blóðmerahaldi því miður enn haldið til streitu. Þetta er séríslenskt fyrirbæri rétt eins og verðtryggingin og þekkist ekki annars staðar í Evrópu. Á meðfylgjandi mynd getur að líta nálina sem notuð er við blóðtöku fylfullra hryssa. Með þessari nál eru dregnir 5 ltr af blóði úr örvinglaðri og jafnvel alveg ótaminni hryssu, einu sinni í viku. Það eina sem mannfólkið býður þessum dýrum upp á er hávaði, hefting, högg, spörk og sársauki. Hesturinn er hjarðdýr og ef að honum er sótt er það í eðli hans að flýja. Það útskýrir ótta og mikil umbrot hryssanna við þessa grimmilegu árás. Skoðum aðeins eina tilganginn með þessum iðnaði. Hann er eingöngu sá að framleiða frjósemislyf fyrir gyltur sem felur í sér aðra miskunarlausa nýtingu á dýrum og hreina níðslu. Gyltur hefja og ljúka stuttu lífi sínu inni í afar þröngu rými í gluggalausri verksmiðju. Við það að dæla í þær ákveðnum hormónum unnum úr blóði úr fylfullum hryssum, eykst frjósemi þeirra og þar með níðsla á þeim enn frekar. Tilgangurinn helgar svo vægt sé til orða tekið ekki meðalið! Heimurinn horfir til okkar vegna þessa blóðtökuiðnaðar og aldeilis ekki neinum aðdáunaraugum. Þessi sýn á íslenskan landbúnað er okkur til mikils vansa. Íslenskir hrossaræktendur verða þess einnig varir að erlendir kaupendur eru teknir að spyrna við fótum vegna orðsporsins sem fer af blóðmerahaldi. Þannig að þetta skemmir einnig út frá sér. Geðslag íslenska hestsins er einstakt meðal hestastofna á heimsvísu og hann hefur mátt líða ýmislegt í gegnum aldirnar, sem er afsakanlegt sökum tíðaranda og örbyggðar. Blóðmerahald nútímans er að mínu mati ein sú grimmasta og tilganglausasta atlaga sem íslenski hesturinn hefur mátt þola frá upphafi og óafsakanleg að auki. Ég skora á alla þá sem að þessu standa að loka þessum kafla og opna annan. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Íris Fanndal Blóðmerahald Hestar Flokkur fólksins Mest lesið Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Íslenski hesturinn hefur frá örófi alda verið samofin sögu þjóðarinnar. Hesturinn hefur verið nýttur sem vinnudýr, fararskjóti og landinn át jafnvel sjálfdauð hross í laumi sökum hungurs eftir kristnitöku, sem á þeim tíma boðaði heljarvist þeim sem það gerðu. Hesturinn hefur réttilega verið kallaður þarfasti þjónninn. Sökum skelfilegrar fátæktar t.d á tímum móðuharðinda var hann engu að síður það húsdýr sem naut minnstar alúðar frá eigendum sínum. Opin sár á baki hans þóttu á þeim tíma ekki tiltökumál og þau grædd hverju sinni með heimagerðum áburði. Okkur lærðist síðar að meta hestinn enn frekar af verðleikum sínum. Virða og þakka fyrir þá staðreynd að hann ásamt íslensku sauðkindinni átti langstærstan þátt í bjarga þjóðinni frá útrýmingu á tímum harðinda og náttúruvár. Hesturinn nýtur mikillar virðingar fyrir úthald hans, styrk, geðslag og gangtegundir og í dag er hann nánast eingöngu nýtur okkur til afþreyingar og ánægju. Hann er ennþá ómissandi í flestum göngum og fátt er skemmtilegra að en ríða fjörmiklum og fótvissum hesti fyrir óþekka kind sem vil ekki heim. Við erum jafnvel farin að gera það vel við frábæra íslenska hestinn okkar að sumir óttast að mögulega verði fljótlega ræktað úr honum einstök eðlislæg harðgerð hans, þrautsegja og þol. Ég segi næstum eingöngu til skemmtunar en það er líka hrossakjötframleiðsla í landinu, sem er vel. Íslenska folaldakjötið okkar er hollasta og hreinasta kjötafurð sem við framleiðum. Folöldin ganga frjáls um heiðar og haga með mæðrum sínum yfir sumarið, án nokkurra inngripa mannsins og án allrar lyfjagjafar. Svo er blóðmerahaldi því miður enn haldið til streitu. Þetta er séríslenskt fyrirbæri rétt eins og verðtryggingin og þekkist ekki annars staðar í Evrópu. Á meðfylgjandi mynd getur að líta nálina sem notuð er við blóðtöku fylfullra hryssa. Með þessari nál eru dregnir 5 ltr af blóði úr örvinglaðri og jafnvel alveg ótaminni hryssu, einu sinni í viku. Það eina sem mannfólkið býður þessum dýrum upp á er hávaði, hefting, högg, spörk og sársauki. Hesturinn er hjarðdýr og ef að honum er sótt er það í eðli hans að flýja. Það útskýrir ótta og mikil umbrot hryssanna við þessa grimmilegu árás. Skoðum aðeins eina tilganginn með þessum iðnaði. Hann er eingöngu sá að framleiða frjósemislyf fyrir gyltur sem felur í sér aðra miskunarlausa nýtingu á dýrum og hreina níðslu. Gyltur hefja og ljúka stuttu lífi sínu inni í afar þröngu rými í gluggalausri verksmiðju. Við það að dæla í þær ákveðnum hormónum unnum úr blóði úr fylfullum hryssum, eykst frjósemi þeirra og þar með níðsla á þeim enn frekar. Tilgangurinn helgar svo vægt sé til orða tekið ekki meðalið! Heimurinn horfir til okkar vegna þessa blóðtökuiðnaðar og aldeilis ekki neinum aðdáunaraugum. Þessi sýn á íslenskan landbúnað er okkur til mikils vansa. Íslenskir hrossaræktendur verða þess einnig varir að erlendir kaupendur eru teknir að spyrna við fótum vegna orðsporsins sem fer af blóðmerahaldi. Þannig að þetta skemmir einnig út frá sér. Geðslag íslenska hestsins er einstakt meðal hestastofna á heimsvísu og hann hefur mátt líða ýmislegt í gegnum aldirnar, sem er afsakanlegt sökum tíðaranda og örbyggðar. Blóðmerahald nútímans er að mínu mati ein sú grimmasta og tilganglausasta atlaga sem íslenski hesturinn hefur mátt þola frá upphafi og óafsakanleg að auki. Ég skora á alla þá sem að þessu standa að loka þessum kafla og opna annan. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun