Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2025 10:56 Gengið er inn um dyrnar og svo beygt til hægri til að komast í hraðbankann sem glæpamenn landsins virðast hafa mikinn áhuga á að ræna. Vísir/Anton Brink Tveir karlmenn voru handteknir í nótt þegar þeir gerðu tilraun til að brjótast inn í hraðbanka Landsbankans við Fjarðargötu í Hafnarfirði. Um er að ræða þriðju tilraunina til að stela peningum úr bankanum á nokkrum mánuðum. Fram kom í dagbók lögreglunnar sem send er til fjölmiðla árla morguns um almenn löggæsluverkefni næturinnar að tveir hefðu verið handteknir við að brjótast inn í hraðbanka. Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi í Hafnarfirði, staðfestir að um er að ræða hraðbankann í Fjarðargötu. Tilraun varð gerð til að sprengja upp hraðbankann í byrjun mánaðar. Í lok síðasta árs var gerð tilraun til að stela úr sama hraðbanka. Engin ummerki voru eftir innbrotstilraunina í nótt þegar ljósmyndari Vísis leit við á ellefta tímanum í morgun. Innbrotstilraunin hefur því ekki verið jafn umfangsmikil og þær fyrri. Í desember reyndi maður með hulið andlit að bakka stolnum jeppa í gegnum glervegg útibúsins. Því næst klöngraði hann sér í gegnum brotið glerið með keðju sem hann festi á milli hraðbankans og jeppans. Svo var stigið á bensínið en bankinn hreyfðist ekki úr stað. Í apríl var sprengiefni sett inn við hraðbankann, þrætt út fyrir dyrnar og sprengt. Nokkuð tjón varð á bankanum en viðkomandi tókst ekki að hafa nein verðmæti á brott með sér. Helgi sagði við það tilefni ekki óþekkt að menn reyni að sprengja upp hraðbanka. „Þetta er bara orðinn einn hluti af þessari skipulögðu glæpastarfsemi,“ sagði Helgi lögreglufulltrúi. Hafnarfjörður Lögreglumál Landsbankinn Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fram kom í dagbók lögreglunnar sem send er til fjölmiðla árla morguns um almenn löggæsluverkefni næturinnar að tveir hefðu verið handteknir við að brjótast inn í hraðbanka. Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi í Hafnarfirði, staðfestir að um er að ræða hraðbankann í Fjarðargötu. Tilraun varð gerð til að sprengja upp hraðbankann í byrjun mánaðar. Í lok síðasta árs var gerð tilraun til að stela úr sama hraðbanka. Engin ummerki voru eftir innbrotstilraunina í nótt þegar ljósmyndari Vísis leit við á ellefta tímanum í morgun. Innbrotstilraunin hefur því ekki verið jafn umfangsmikil og þær fyrri. Í desember reyndi maður með hulið andlit að bakka stolnum jeppa í gegnum glervegg útibúsins. Því næst klöngraði hann sér í gegnum brotið glerið með keðju sem hann festi á milli hraðbankans og jeppans. Svo var stigið á bensínið en bankinn hreyfðist ekki úr stað. Í apríl var sprengiefni sett inn við hraðbankann, þrætt út fyrir dyrnar og sprengt. Nokkuð tjón varð á bankanum en viðkomandi tókst ekki að hafa nein verðmæti á brott með sér. Helgi sagði við það tilefni ekki óþekkt að menn reyni að sprengja upp hraðbanka. „Þetta er bara orðinn einn hluti af þessari skipulögðu glæpastarfsemi,“ sagði Helgi lögreglufulltrúi.
Hafnarfjörður Lögreglumál Landsbankinn Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira