Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Árni Sæberg skrifar 29. apríl 2025 17:13 Margir kannast við að hafa fengið inneignakort í viðskiptabanka í jólagjöf frá vinnuveitanda sínum. Slíkar gjafir gætu heyrt sögunni til. Getty/Vitalin Yfirskattanefnd hefur staðfest að allar gjafir fyrirtækja til starfsmanna í formi inneignarkorta hjá viðskiptabönkum séu skattskyldar. Fyrirtækjum ber þannig að halda eftir staðgreiðslu af gjöfum starfsmanna og greiða tryggingargjald vegna þeirra. Fyrirtæki ber að greiða á þriðja tug milljóna vegna þessa. Þetta kemur fram í úrskurði Yfirskattanefndar vegna kæru ónefnds einkahlutafélags á úrskurði Ríkisskattstjóra, um endurákvörðun á skilaskyldri staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjaldi félagsins staðgreiðsluárin 2019, 2020, 2021 og 2022. Þar segir að breytingar Ríkisskattstjóra hafi lotið að staðgreiðslu vegna starfstengdra hlunninda starfsmanna félagsins, það er gjafakorta sem látin hafi verið starfsmönnum í té á greindum árum. Á þriðja tug milljóna Fjárhæð vangreiddrar skilaskyldrar staðgreiðslu samkvæmt úrskurði ríkisskattstjóra hafi numið 3.407.715 krónum staðgreiðsluárið 2019, 5.212.302 krónum staðgreiðsluárið 2020, 5.173.119 krónum staðgreiðsluárið 2021 og 3.616.750 krónum staðgreiðsluárið 2022. Við þessar upphæðir hafi Ríkisskattstjóri bætt álagi. Fjárhæð vangreidds tryggingagjalds hafi numið alls 608.850 krónum rekstrarárið 2019, 944.581 krónum rekstrarárið 2020, 1.003.371 krónum rekstrarárið 2021 og 730.250 krónum rekstrarárið 2022. Samanlagt gerið það alls tæplega 21 milljón króna, auk álags á skilaskylda staðgreiðslu. Beinar gjafir Í samantekt á ítarlegum úrskurði Yfirskattanefndar segir að í úrskurðinum hafi ákvæði skattalaga um gjafir, þar á meðal tækifærisgjafir til starfsmanna, verið reifuð og talið að skýra bæri þau til samræmis þannig að beinar gjafir til starfsmanna í reiðufé gætu ekki talist til tækifærisgjafa í skilningi laganna. Talið hafi verið verða að ganga út frá því að gjafakort sem málið varðaði væru þeirrar náttúru að fást skipt fyrir reiðufé að sömu fjárhæð hjá útgefanda þeirra og yrðu því lögð að jöfnu við beinar fjárgreiðslur. Álagið fellt niður vegna óvissu Fallist hafi verið á með Ríkisskattstjóra að afhending gjafakorta þessara teldist til skattskyldra tekna starfsmanna félagsins og að borið hefði að reikna staðgreiðslu af þeim. Á hinn bóginn hafi krafa félagsins um niðurfellingu álags á vangreidda staðgreiðslu verið tekin til greina þar sem talið hafi verið að á þeim tíma sem málið varðaði hefði verið álitamál hvernig standa bæri að skilum á staðgreiðslu vegna afhendingar slíkra korta til starfsmanna, meðal annars í ljósi skattmatsreglna. Skattmatinu breytt fyrir árið 2023 Greint var frá því í aðdraganda jóla árið 2023 að skattmati fyrir það ár hefði meðal annars verið breytt á þann veg að sérstaklega væri tekið fram að afhending á bankakorti væri skattskyld. „Peningagjafir launagreiðanda til starfsmanna teljast alltaf til skattskyldra tekna viðtakanda, hvort sem gjöfin er í beinhörðum peningum, innleggi á bankareikninga eða afhendingu á bankakorti,“ sagði í skattmatinu. Skattar og tollar Jól Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði Yfirskattanefndar vegna kæru ónefnds einkahlutafélags á úrskurði Ríkisskattstjóra, um endurákvörðun á skilaskyldri staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjaldi félagsins staðgreiðsluárin 2019, 2020, 2021 og 2022. Þar segir að breytingar Ríkisskattstjóra hafi lotið að staðgreiðslu vegna starfstengdra hlunninda starfsmanna félagsins, það er gjafakorta sem látin hafi verið starfsmönnum í té á greindum árum. Á þriðja tug milljóna Fjárhæð vangreiddrar skilaskyldrar staðgreiðslu samkvæmt úrskurði ríkisskattstjóra hafi numið 3.407.715 krónum staðgreiðsluárið 2019, 5.212.302 krónum staðgreiðsluárið 2020, 5.173.119 krónum staðgreiðsluárið 2021 og 3.616.750 krónum staðgreiðsluárið 2022. Við þessar upphæðir hafi Ríkisskattstjóri bætt álagi. Fjárhæð vangreidds tryggingagjalds hafi numið alls 608.850 krónum rekstrarárið 2019, 944.581 krónum rekstrarárið 2020, 1.003.371 krónum rekstrarárið 2021 og 730.250 krónum rekstrarárið 2022. Samanlagt gerið það alls tæplega 21 milljón króna, auk álags á skilaskylda staðgreiðslu. Beinar gjafir Í samantekt á ítarlegum úrskurði Yfirskattanefndar segir að í úrskurðinum hafi ákvæði skattalaga um gjafir, þar á meðal tækifærisgjafir til starfsmanna, verið reifuð og talið að skýra bæri þau til samræmis þannig að beinar gjafir til starfsmanna í reiðufé gætu ekki talist til tækifærisgjafa í skilningi laganna. Talið hafi verið verða að ganga út frá því að gjafakort sem málið varðaði væru þeirrar náttúru að fást skipt fyrir reiðufé að sömu fjárhæð hjá útgefanda þeirra og yrðu því lögð að jöfnu við beinar fjárgreiðslur. Álagið fellt niður vegna óvissu Fallist hafi verið á með Ríkisskattstjóra að afhending gjafakorta þessara teldist til skattskyldra tekna starfsmanna félagsins og að borið hefði að reikna staðgreiðslu af þeim. Á hinn bóginn hafi krafa félagsins um niðurfellingu álags á vangreidda staðgreiðslu verið tekin til greina þar sem talið hafi verið að á þeim tíma sem málið varðaði hefði verið álitamál hvernig standa bæri að skilum á staðgreiðslu vegna afhendingar slíkra korta til starfsmanna, meðal annars í ljósi skattmatsreglna. Skattmatinu breytt fyrir árið 2023 Greint var frá því í aðdraganda jóla árið 2023 að skattmati fyrir það ár hefði meðal annars verið breytt á þann veg að sérstaklega væri tekið fram að afhending á bankakorti væri skattskyld. „Peningagjafir launagreiðanda til starfsmanna teljast alltaf til skattskyldra tekna viðtakanda, hvort sem gjöfin er í beinhörðum peningum, innleggi á bankareikninga eða afhendingu á bankakorti,“ sagði í skattmatinu.
Skattar og tollar Jól Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira