Íslenski boltinn

Víkingur fær leik­mann úr dönsku B-deildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nýjasti leikmaður Víkings.
Nýjasti leikmaður Víkings. Víkingur

Víkingur hefur samið við Ali Al-Mosawe, dansk-íraskan vængmann sem lék síðast með Hilleröd í dönsku B-deildinni í fótbolta.

Víkingar hafa verið í leit að sóknarþenkjandi leikmanni undanfarnar vikur og greinir félagið nú frá því að Al-Mosawe sé mættur í Víkina.

Þessi 23 ára gamli leikmaður er með tvöfaldan ríkisborgararétt og hefur komið víða við á annars stuttum ferli. Hann lék með yngri liðum LASK Linz í Austurríki sem og yngri liðum FC Nordsjælland,og FC Kaupmannahafnar.

Þaðan fór hann til B93 í Danmörku, við tók svo smá ævintýri með Gouveia og Estrela U-23 í Portúgal áður en hann samdi við Hilleröd á síðasta ári. Þar fékk hann ekki mörg tækifæri og nú kemur hann til Íslands. Þá á Al-Mosawi að baki sjö landsleiki fyrir U-23 ára landslið Írak.

Víkingur er í 2. sæti Bestu deildar karla með sjö stig að loknum fjórum leikjum. Liðið er fallið úr Mjólkurbikarnum eftir tap í Vestmannaeyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×