Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar 30. apríl 2025 08:30 Það er á hæsta máta einkennilegt að kollegi minn fyrir norðan sé svona uppsigað við græn svæði í Grafarvoginum. Eða að íbúar þar vilji að hægt sé að leggja þar einkabíl. Ef það eitthvað sem nóg er af á Akureyri þá eru það bílastæði og einbýlishús. Glerhús og steinar einhver… Ef ég ætlaði að gera honum upp skoðanir, líkt og hann, gæti ég alteins eins vænt hann um andúð á börnum og ungmennum, því hverjir munu líða fyrir skort á grænum svæðum ef ekki börn og ungmenni. Ég gæti líka sakað hann um ódýra dygðaskreytingu. En það geri ég að sjálfsögðu ekki, hef ekki áhuga að leggjast á á sama plan. En pistillinn lyktaði óneitanlega eins og framboðsræða úr fórum pólitíkusa sem er engin eftirspurn eftir. Allavega ekki í verðleikríkisstjórnarinnar valkyrjanna. Það er bara ekki í tísku lengur að berja sér á brjóst og móðgast fyrir hönd annarra. Hvern er verið að blikka? Að sama skapi er jafn skondið að halda því fram að enginn sem heldur á hamri, malbikar eða múrar geti haft eitthvað milli handanna og talist til millistéttar. En ég er auðvitað bara grunnskólakennari sem vinnur á gólfinu og bý líklega ekki yfir jafn magnaðri innsýn í raunveruleika tekjulágra eins og háskólakennari að norðan. En síðast þegar ég gáði var þó ekki gífurlegur munur á fermetraverði fasteigna í Grafarvogi og á Akureyri svo þeir sem eru tekjulágir eiga nokkuð svipaða möguleika á húsnæði á báðum stöðum. En ég færi seint að saka minn gamla heimabæ um að vera andverkalýðslegur líkt og kollegi minn að norðan gerði um Grafarvoginn. Enda elska ég Akureyri, og keyri þangað reglulega úr blokkaríbúðinni minni, að heimsækja vini og vandamenn, á nelgdu dekkjunum mínum, hvernig sem viðrar. En svona öllu gamni slepptu þá snýst gremja um innviði hverfisins sem planið er að ganga fram af, ásamt því að ræna okkur grænu svæðunum. Því bara gert ráð fyrir fleiri íbúðum, sumum jafnvel upp við dyrnar á grunnskólanum. Og þar sem skólamálin standa mér næst hef ég svo sannarlega áhyggjur. Höfundur er stoltur Grafarvogsbúi og grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það er á hæsta máta einkennilegt að kollegi minn fyrir norðan sé svona uppsigað við græn svæði í Grafarvoginum. Eða að íbúar þar vilji að hægt sé að leggja þar einkabíl. Ef það eitthvað sem nóg er af á Akureyri þá eru það bílastæði og einbýlishús. Glerhús og steinar einhver… Ef ég ætlaði að gera honum upp skoðanir, líkt og hann, gæti ég alteins eins vænt hann um andúð á börnum og ungmennum, því hverjir munu líða fyrir skort á grænum svæðum ef ekki börn og ungmenni. Ég gæti líka sakað hann um ódýra dygðaskreytingu. En það geri ég að sjálfsögðu ekki, hef ekki áhuga að leggjast á á sama plan. En pistillinn lyktaði óneitanlega eins og framboðsræða úr fórum pólitíkusa sem er engin eftirspurn eftir. Allavega ekki í verðleikríkisstjórnarinnar valkyrjanna. Það er bara ekki í tísku lengur að berja sér á brjóst og móðgast fyrir hönd annarra. Hvern er verið að blikka? Að sama skapi er jafn skondið að halda því fram að enginn sem heldur á hamri, malbikar eða múrar geti haft eitthvað milli handanna og talist til millistéttar. En ég er auðvitað bara grunnskólakennari sem vinnur á gólfinu og bý líklega ekki yfir jafn magnaðri innsýn í raunveruleika tekjulágra eins og háskólakennari að norðan. En síðast þegar ég gáði var þó ekki gífurlegur munur á fermetraverði fasteigna í Grafarvogi og á Akureyri svo þeir sem eru tekjulágir eiga nokkuð svipaða möguleika á húsnæði á báðum stöðum. En ég færi seint að saka minn gamla heimabæ um að vera andverkalýðslegur líkt og kollegi minn að norðan gerði um Grafarvoginn. Enda elska ég Akureyri, og keyri þangað reglulega úr blokkaríbúðinni minni, að heimsækja vini og vandamenn, á nelgdu dekkjunum mínum, hvernig sem viðrar. En svona öllu gamni slepptu þá snýst gremja um innviði hverfisins sem planið er að ganga fram af, ásamt því að ræna okkur grænu svæðunum. Því bara gert ráð fyrir fleiri íbúðum, sumum jafnvel upp við dyrnar á grunnskólanum. Og þar sem skólamálin standa mér næst hef ég svo sannarlega áhyggjur. Höfundur er stoltur Grafarvogsbúi og grunnskólakennari.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar