Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar 30. apríl 2025 10:02 Góðan daginn, blessuðu lesendur! Vitið þið af hverju ég elska þjóðfræði? Hún er vel til þess fallin til að skoða hópa mjög náið. Í staðinn fyrir tölfræði og spurningakannanir, þá eru þjóðfræðingar frekar oft í því að tala við fólkið beint og fá þessa djúsí, persónubundna bita sem einungis er hægt að fá úr nánu samtali. Satt að segja eru djúpviðtöl mjög skemmtileg leið til að læra um hópa og einstaklingana sem eru tilheyra honum. Þegar ég lærði um tilvist íslenskra furries, þá vissi ég að ég þyrfti að rannsaka þann hóp nánar. Ég var nógu heppin að fá að taka viðtal við nokkra einstaklinga sem eru meðlimir þessa samfélags. Við töluðum um lífið og veginn, um „fursónur“ og tengsl einstaklingana við þær og einnig töluðum við um „fursuits“ – sem eru dýrabúningar og kannski það fyrsta sem fólk hugsar um þegar það heyrir orðið „furries“. Það sem ég fann út er að þetta er bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál. Það er mikilvægt að auka þekkingu á hópnum og þess vegna langar mig að kynna ykkur aðeins fyrir honum. En hvað er ‚furry‘ eiginlega? Mikill hluti af furry-fólki eru listamenn, rithöfundar, tölvuleikja- og hlutverkaleikjaspilarar. Það sem einkennir „furry“-hópinn mest er manngerving dýra, og að taka að sér hlutverk dýrslegrar persónu, eða „fursónu“, en nafnið er dregið af orðunum ‚furry‘ og ‚persóna‘. Getur þetta komið fram í list, hlutverkaleikjum og annars konar performans. Margir af meðlimum furry samfélagsins búa til, eða fái einhvern annan til þess að búa til, búning í mynd fursónu sinnar (Roberts, 2022). En hvað er fursóna? Margar ástæður geta legið að baki þess að fólk bregður sér í gervi fursónu. Stór hluti þeirra sem finna sig í furry-samfélaginu er fólk sem hefur upplifað sig utangarðs. Þetta getur verið hinsegin fólk og jafnvel skynsegin fólk. Það að geta tekið að sér hlutverk einhverrar annarrar persónu getur hjálpað mikið með að byggja upp sjálfstraust. Sérstaklega þegar þetta er persóna sem maður vill frekar vera (Icelandfurs, e.d.). Og af hverju ekki að lifa sig enn þá meira inn í hlutverkið með því að klæðast búning sem líkist fursónunni? Búningahönnunin Heilmikil vinna og efniviður fer í að sauma slíkan búning, eða „fursuit“ saman. Algengt er að nota frauðplast til að móta höfuðkúpuna og síðan límband til að búa til búkinn, en einnig er hægt að nota önnur efni, eins og trefjaplast. Eftir að formin hafa verið búin til er loðfeldurinn annaðhvort límdur eða saumaður á. Í gerð höfuðsins þarf einnig að gæta þess að augnholur séu til staðar. Það þýðir ekkert að labba um í blindni þótt sætur sé. Algengast er að augnholurnar séu þar sem augun á grímunni eru, eða í gegnum nasaholurnar. Ekki eiga allir furries sinn eigin búning. Margar ástæður liggja þar að baki. Það getur verið dýrt að búa svona búning til. Einnig er hann frekar plássfrekur. Margir grípa til þess ráðs að búa bara til hluta af svona búning, eins og bara höfuð og loppur (Wikifur, 2024) Búningurinn er örugglega eitt stærsta tákn furries. Þegar fólk er beðið um að ímynda sér hvernig furry einstaklingur lítur út þá er búningurinn yfirleitt það fyrsta sem dúkkar upp í kollinum á þeim. En ekki eiga allir furries svona búning, enda fer mikil vinna og peningur í hönnun og viðhald. Það er því ekki nauðsynlegt fyrir furries að eiga slíkan mun til að geta talist meðlimir hópsins. Það eina sem þarf er að hafa gaman af list þar sem mannleg dýr eru í fararbroddi. Þetta er skemmtilegur hópur, sem ég hvet öll sem hafa áhuga til að kynna sér! Höfundur er þjóðfræðinemi og listafrík. Heimildaskrá Iceland Furs, (e.d.) Hvað er „Furry?“ https://icelandfurs.is/hvad-er-furry/ Roberts, S.E., 2022, 7. nóvember. What are ‚furries?‘ Debunking myths about kids identifying as animals, and litter boxes in schools. Wikifur, (2024. 6. nóvember), Fursuit making https://en.wikifur.com/wiki/Fursuit_making Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Góðan daginn, blessuðu lesendur! Vitið þið af hverju ég elska þjóðfræði? Hún er vel til þess fallin til að skoða hópa mjög náið. Í staðinn fyrir tölfræði og spurningakannanir, þá eru þjóðfræðingar frekar oft í því að tala við fólkið beint og fá þessa djúsí, persónubundna bita sem einungis er hægt að fá úr nánu samtali. Satt að segja eru djúpviðtöl mjög skemmtileg leið til að læra um hópa og einstaklingana sem eru tilheyra honum. Þegar ég lærði um tilvist íslenskra furries, þá vissi ég að ég þyrfti að rannsaka þann hóp nánar. Ég var nógu heppin að fá að taka viðtal við nokkra einstaklinga sem eru meðlimir þessa samfélags. Við töluðum um lífið og veginn, um „fursónur“ og tengsl einstaklingana við þær og einnig töluðum við um „fursuits“ – sem eru dýrabúningar og kannski það fyrsta sem fólk hugsar um þegar það heyrir orðið „furries“. Það sem ég fann út er að þetta er bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál. Það er mikilvægt að auka þekkingu á hópnum og þess vegna langar mig að kynna ykkur aðeins fyrir honum. En hvað er ‚furry‘ eiginlega? Mikill hluti af furry-fólki eru listamenn, rithöfundar, tölvuleikja- og hlutverkaleikjaspilarar. Það sem einkennir „furry“-hópinn mest er manngerving dýra, og að taka að sér hlutverk dýrslegrar persónu, eða „fursónu“, en nafnið er dregið af orðunum ‚furry‘ og ‚persóna‘. Getur þetta komið fram í list, hlutverkaleikjum og annars konar performans. Margir af meðlimum furry samfélagsins búa til, eða fái einhvern annan til þess að búa til, búning í mynd fursónu sinnar (Roberts, 2022). En hvað er fursóna? Margar ástæður geta legið að baki þess að fólk bregður sér í gervi fursónu. Stór hluti þeirra sem finna sig í furry-samfélaginu er fólk sem hefur upplifað sig utangarðs. Þetta getur verið hinsegin fólk og jafnvel skynsegin fólk. Það að geta tekið að sér hlutverk einhverrar annarrar persónu getur hjálpað mikið með að byggja upp sjálfstraust. Sérstaklega þegar þetta er persóna sem maður vill frekar vera (Icelandfurs, e.d.). Og af hverju ekki að lifa sig enn þá meira inn í hlutverkið með því að klæðast búning sem líkist fursónunni? Búningahönnunin Heilmikil vinna og efniviður fer í að sauma slíkan búning, eða „fursuit“ saman. Algengt er að nota frauðplast til að móta höfuðkúpuna og síðan límband til að búa til búkinn, en einnig er hægt að nota önnur efni, eins og trefjaplast. Eftir að formin hafa verið búin til er loðfeldurinn annaðhvort límdur eða saumaður á. Í gerð höfuðsins þarf einnig að gæta þess að augnholur séu til staðar. Það þýðir ekkert að labba um í blindni þótt sætur sé. Algengast er að augnholurnar séu þar sem augun á grímunni eru, eða í gegnum nasaholurnar. Ekki eiga allir furries sinn eigin búning. Margar ástæður liggja þar að baki. Það getur verið dýrt að búa svona búning til. Einnig er hann frekar plássfrekur. Margir grípa til þess ráðs að búa bara til hluta af svona búning, eins og bara höfuð og loppur (Wikifur, 2024) Búningurinn er örugglega eitt stærsta tákn furries. Þegar fólk er beðið um að ímynda sér hvernig furry einstaklingur lítur út þá er búningurinn yfirleitt það fyrsta sem dúkkar upp í kollinum á þeim. En ekki eiga allir furries svona búning, enda fer mikil vinna og peningur í hönnun og viðhald. Það er því ekki nauðsynlegt fyrir furries að eiga slíkan mun til að geta talist meðlimir hópsins. Það eina sem þarf er að hafa gaman af list þar sem mannleg dýr eru í fararbroddi. Þetta er skemmtilegur hópur, sem ég hvet öll sem hafa áhuga til að kynna sér! Höfundur er þjóðfræðinemi og listafrík. Heimildaskrá Iceland Furs, (e.d.) Hvað er „Furry?“ https://icelandfurs.is/hvad-er-furry/ Roberts, S.E., 2022, 7. nóvember. What are ‚furries?‘ Debunking myths about kids identifying as animals, and litter boxes in schools. Wikifur, (2024. 6. nóvember), Fursuit making https://en.wikifur.com/wiki/Fursuit_making
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun