Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. apríl 2025 22:26 Margrét Valdimarsdóttir er dósent í félags- og afbrotafræði. Vísir/Vilhelm Sautján ára piltur hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að ráða hinni sautján ára Bryndísi Klöru Birgisdóttur bana á Menningarnótt í fyrra. Afbrotafræðingur segir dóminn þungan miðað við aldur drengsins. Dómur yfir piltinum var kveðinn upp fyrir luktum dyrum í héraðsdómi Reykjavíkur, að honum viðstöddum. Hann var ákærður fyrir að hafa stungið Bryndísi Klöru og tvö önnur ungmenni á Menningarnótt í fyrra, þegar hann var sextán ára. Guðmundur St. Ragnarsson er verjandi piltsins.Vísir/Anton Brink Samkvæmt almennum hegningarlögum má ekki dæma mann í fangelsi lengur en í átta ár hafi hann framið brot sitt fyrir átján ára aldur. Gæsluvarðhald sem pilturinn hefur sættdregst frá. Þá var hann dæmdur til greiðslu miskabóta. Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi piltsins, segir í samtali við fréttastofu að farið verði yfir forsendur dómsins áður en tekin verði ákvörðun um áfrýjun. Eðlilegt að fólki þyki dómurinn vægur Afbrotafræðingur segir viðbúið að viðbrögð samfélagsins verði á þá leið að dómurinn þyki of vægur. Brot piltsins séu alvarleg, og málið hafi legið þungt á samfélaginu í langan tíma. „En það er þannig að þetta er hámarksrefsing fyrir geranda á þessum aldri, því þrátt fyrir að hann sé sakhæfur þá er hann lagalega séð enn þá barn,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði hjá Háskóla Íslands. Pilturinn gengur hér niður tröppur dómhússins við Lækjargötu, í fylgd tveggja lögreglumanna embættis héraðssaksóknara, eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp.Vísir/Anton Brink Í samhenginu sé því um þungan dóm að ræða. Pilturinn muni þó ekki sitja allan dóminn af sér. „Á þessum aldri getur hann sótt um reynslulausn þegar hann hefur afplánað einn þriða. Þannig að það eru eftir tæplega þrjú ár. Þannig að ég myndi segja að það sé mikilvægt að nýta þennan frekar stutta tíma vel, til betrunar. Það er alveg skýrt að þessi maður þarf mikla betrun. Þarf einhvers konar meðferð.“ Ekki vænlegt til betrunar að sitja inni með eldri mönnum Mjög ólíklegt sé að pilturinn muni sitja inni á Litla-Hrauni. „Það er almennt ekki talið vænlegt að mjög ungir gerendur afpláni með eldri mönnum.“ Það sé skiljanlegt sjónarmið að dómurinn sé vægur þegar um jafn alvarlegt brot er að ræða, en nefnir þó að allir gerendur á Íslandi snúi aftur út í samfélagið. „Og við verðum að gera það sem við getum til þess að fólk snúi betra aftur út í samfélagið. Það að hafa lengri fangelsisdóma er ekki góð leið til þess. Sérstaklega ekki þegar við erum að tala um svona unga gerendur,“ segir Margrét. Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Kynbundið ofbeldi Vopnaburður barna og ungmenna Fangelsismál Dómsmál Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Dómur yfir piltinum var kveðinn upp fyrir luktum dyrum í héraðsdómi Reykjavíkur, að honum viðstöddum. Hann var ákærður fyrir að hafa stungið Bryndísi Klöru og tvö önnur ungmenni á Menningarnótt í fyrra, þegar hann var sextán ára. Guðmundur St. Ragnarsson er verjandi piltsins.Vísir/Anton Brink Samkvæmt almennum hegningarlögum má ekki dæma mann í fangelsi lengur en í átta ár hafi hann framið brot sitt fyrir átján ára aldur. Gæsluvarðhald sem pilturinn hefur sættdregst frá. Þá var hann dæmdur til greiðslu miskabóta. Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi piltsins, segir í samtali við fréttastofu að farið verði yfir forsendur dómsins áður en tekin verði ákvörðun um áfrýjun. Eðlilegt að fólki þyki dómurinn vægur Afbrotafræðingur segir viðbúið að viðbrögð samfélagsins verði á þá leið að dómurinn þyki of vægur. Brot piltsins séu alvarleg, og málið hafi legið þungt á samfélaginu í langan tíma. „En það er þannig að þetta er hámarksrefsing fyrir geranda á þessum aldri, því þrátt fyrir að hann sé sakhæfur þá er hann lagalega séð enn þá barn,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði hjá Háskóla Íslands. Pilturinn gengur hér niður tröppur dómhússins við Lækjargötu, í fylgd tveggja lögreglumanna embættis héraðssaksóknara, eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp.Vísir/Anton Brink Í samhenginu sé því um þungan dóm að ræða. Pilturinn muni þó ekki sitja allan dóminn af sér. „Á þessum aldri getur hann sótt um reynslulausn þegar hann hefur afplánað einn þriða. Þannig að það eru eftir tæplega þrjú ár. Þannig að ég myndi segja að það sé mikilvægt að nýta þennan frekar stutta tíma vel, til betrunar. Það er alveg skýrt að þessi maður þarf mikla betrun. Þarf einhvers konar meðferð.“ Ekki vænlegt til betrunar að sitja inni með eldri mönnum Mjög ólíklegt sé að pilturinn muni sitja inni á Litla-Hrauni. „Það er almennt ekki talið vænlegt að mjög ungir gerendur afpláni með eldri mönnum.“ Það sé skiljanlegt sjónarmið að dómurinn sé vægur þegar um jafn alvarlegt brot er að ræða, en nefnir þó að allir gerendur á Íslandi snúi aftur út í samfélagið. „Og við verðum að gera það sem við getum til þess að fólk snúi betra aftur út í samfélagið. Það að hafa lengri fangelsisdóma er ekki góð leið til þess. Sérstaklega ekki þegar við erum að tala um svona unga gerendur,“ segir Margrét.
Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Kynbundið ofbeldi Vopnaburður barna og ungmenna Fangelsismál Dómsmál Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira