Mun sjá eftir árásinni alla ævi Jón Þór Stefánsson skrifar 30. apríl 2025 19:02 Pilturinn er í dag sautján ára, en var sextán þegar atvik málsins áttu sér stað. Vísir/Anton Brink Piltur sem hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að verða Bryndísi Klöru Birgisdóttur að bana og stinga tvö önnur ungmenni á Menningarnótt í fyrra játaði að stinga þau þrjú. Hann las yfirlýsingu í þinghaldi málsins þar sem hann sagði að um væru að ræða stærstu mistök lífs hans. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hefur verið birtur á vef dómstólanna. Þar er framburði piltsins lýst, en hann er í dag sautján ára, en var sextán þegar atvik málsins áttu sér stað. Hann sagðist oftast bera á sér hníf, og það átt við þetta kvöld. Hann hafi ekki ætlað sér að valda öðrum skaða. Fjallað var um mál Bryndísar Klöru í Kompás á Stöð 2 fyrr í vetur. Þáttinn má sjá hér fyrir neðan: Missti sig þegar rúðan var skrúfuð upp Umrætt kvöld sagðist hann hafa farið að fimm ungmennum sem voru inni í bíl. Hann hafi viljað ná tali af stúlku, sem mun hafa verið fyrrverandi kærasta hans. Hann vildi að hún myndi koma úr bílnum til að ræða við hann, en tvö ungmennin neitað honum um það og skrúfað bílrúðuna upp. Þá hafi hann misst sig, barið í bílrúðuna og hún sprungið. Þá hafi hann tekið upp hnífinn. Lýsingar hans á því þegar hann stakk ungmennin voru nokkuð óljósar. Hann talaði þó um að fara í „panik“ á einhverjum tímapunkti og þá hefði hann ekki séð almennilega allan tímann hvað væri að gerast vegna myrkurs. Síðustu stunguárásinni lýsti pilturinn þannig að einhver hefði staðið yfir honum og togað í hann. Hann taldi þá að einhver væri að ráðast á sig. Hnífurinn hefði farið í þessa manneskju án orðaskipta. Hann hefði svo ýtt manneskjunni frá sér og síðan hlaupið heim. Þar hefði hann farið í sturtu til þess að róa sig en lögreglan komið skömmu síðar. Varnir hans snerust um að hann hafi ekki ætlað sér að valda þessu mikla tjóni. Hann vildi einungis svara spurningum verjanda síns, og þar af leiðandi svaraði hann ekki fyrir misræmi í framburði sínum hjá lögreglu og svo fyrir dómi. Hans stærstu mistök Líkt og áður segir las drengurinn yfirlýsingu sem hann sagðist hafa samið sjálfur. Þar sagðist hann hafa samviskubit yfir því sem gerðist, sérstaklega vegna Bryndísar Klöru og fyrrverandi kærustu sinnar. Hann sagði að það særði hann hversu vondur hann hefði verið við fyrrverandi kærustuna. Fólkið sem hefði verið þarna hefði ekki átt skilið það sem gerðist. Þetta væru hans stærstu mistök og hann myndi sjá eftir því alla ævi. Fyrir aðalmeðferðina hefði hann hugsað mikið um atvikið og verið andvaka. Hann sagðist óska þess að hann gæti tekið aftur það sem gerðist. Það hafi ekki verið ætlun hans að ganga svona langt. Eitt fórnarlambanna heilsaði piltinum örskömmu fyrr Annar piltur, sem var inni í bílnum og var stunginn, sagði að í aðdraganda árásarinnar hefði hann hitt árásarmanninn, sem þá hefði verið á heimleið með félaga sínum. Hann sagðist hafa vitað að hann væri fyrrverandi kærasti vinkonu hans. Þeir hefðu því heilsast og gengið saman hluta leiðarinnar. Þar tók hann eftir því að árásarmaðurinn var með kveikt á smáforritinu Live360. Áður hefur verið greint frá því að árásarmaðurinn notaði forritið til að fylgjast með ferðum fyrrverandi kærustu sinnar hátt í hundrað og fimmtíu sinnum á degi árásarinnar. Leiðir þeirra hefðu svo skilið. Pilturinn, sá sem var stunginn, hefði farið í bílinn og einhverju síðar hefði árásarmaðurinn skyndilega verið kominn. Hann lýsti svo árásinni Sambýlismaðurinn tók stjórnina og fór með hnífinn út Móðir piltsins, sakbornings málsins, sagði fyrir dómi að sonur hennar hefði hringt í hana um tíu mínútum eftir árásina í miklu uppnámi. Hún hefði reynt að fá upp úr honum hvað hefði gerst og sagt honum að taka leigubíl heim. Hún taldi að hann hefði mögulega stungið einhvern. Pilturinn hafi hlaupið heim og óreiða verið á heimilinu þegar hann kom. Þar var móðirin og þáverandi sambýlismaður hennar sem hafi tekið stjórn á aðstæðum og gefið fyrirskipanir og hún hlýtt honum. Sambýlismaðurinn hefði tekið hníf piltsins og farið með hann eitthvað út. Mæðginin bæði miður sín Sambýlismaðurinn gaf einnig skýrslu. Hann sagði að þegar pilturinn hefði hringt í móður sína hefði hún vælt og dottið í gólfið. Hún hefði haft á orði að hann hefði stungið „stelpuna“. Síðan hefði pilturinn komið heim og látið sig falla í gólfið, grátandi og miður sín. Hann sagðist hafa áttað sig á því að eitthvað alvarlegt hefði gerst og tekið alla hnífa á heimilinu og farið með þá út í bíl. Hann sagðist ekki hafa gert það til að fela sönnunargögn heldur af öryggisástæðum. Þá sagðist hann hafa vitað að von væri á lögreglunni og sagt piltinum að segja ekki neitt fyrr en hann væri búinn að ræða við lögfræðing. Hann hefði reynslu á að gera þetta á þennan hátt. Bæði móðirin og sambýlismaðurinn töluðu um að pilturinn hefði gengið með hníf. Skorti iðrun Geðlæknir og dómkvaddur yfirmatsmaður á geðrannsókn sem gerð var á piltinum sagði að svo virtist sem piltinum skorti skilning á athæfi sínu, og iðrun nema í garð Bryndísar Klöru, sem lét lífið. Hann hefði tilhneigingu til að réttlæta hlutina og væri ásakandi í garð einhverra fórnarlamba málsins. Hann sagði ljóst að pilturinn þyrfti meðhöndlun sem krefðist samvinnu hans. Hamstola af bræði Dómurinn sakfelldi piltinn samkvæmt ákæru, fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps. Í niðurstöðukafla dómsins var bent að frá upphafi hafi drengurinn talað um að hann hafi ætlað sér að hitta og ræða við fyrrverandi kærustuna. Hann hafi ekki gefið mikið fyrir ítrekaðar hringingar og skilaboðasendingar til hennar, eða þá hversu oft hann hafi skoðað staðsetningu hennar í gegnum smáforrit í síma sínum. Áður hefur verið greint frá því að hann skoðaði staðsetningu hennar hátt í 150 sinnum fyrir árásina. Í dómnum segir að af gögnum málsins megi sjá vaxandi gremju piltsins í skilaboðasendingum til fyrrverandi kærustunnar í aðdraganda árásarinnar. Það gæfi sterka vísbendingu um huglægt ástand hans á verknaðarstundu. Viðbrögð piltsins við því að hann hafi ekki fengið að tala við stúlkuna sýna að mati dómsins hversu hamstola hann var af bræði á verknaðarstundu. Hann hefði ekki hikað eftir að hafa brotið rúðuna og haldið ótrauður áfram. Í dómnum segir að honum hefði átt að vera ljóst að líklegustu afleiðingar gjörða hans hlytu að vera mannsbani. Þarf að greiða milljónakröfur Líkt og áður segir var pilturinn dæmdur í átta ára fangelsi. Lágmarksrefsing fyrir manndráp er fimm ára fangelsi, en hámarksrefsing fyrir þann sem brýtur af sér fyrir átján ára aldur er átta ára fangelsi. Honum er gert að greiða samtals um þrettán milljónir í miskabætur og um 25 milljónir króna í málskostnað. Fréttin hefur verið uppfærð. Stunguárás við Skúlagötu Dómsmál Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Reykjavík Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hefur verið birtur á vef dómstólanna. Þar er framburði piltsins lýst, en hann er í dag sautján ára, en var sextán þegar atvik málsins áttu sér stað. Hann sagðist oftast bera á sér hníf, og það átt við þetta kvöld. Hann hafi ekki ætlað sér að valda öðrum skaða. Fjallað var um mál Bryndísar Klöru í Kompás á Stöð 2 fyrr í vetur. Þáttinn má sjá hér fyrir neðan: Missti sig þegar rúðan var skrúfuð upp Umrætt kvöld sagðist hann hafa farið að fimm ungmennum sem voru inni í bíl. Hann hafi viljað ná tali af stúlku, sem mun hafa verið fyrrverandi kærasta hans. Hann vildi að hún myndi koma úr bílnum til að ræða við hann, en tvö ungmennin neitað honum um það og skrúfað bílrúðuna upp. Þá hafi hann misst sig, barið í bílrúðuna og hún sprungið. Þá hafi hann tekið upp hnífinn. Lýsingar hans á því þegar hann stakk ungmennin voru nokkuð óljósar. Hann talaði þó um að fara í „panik“ á einhverjum tímapunkti og þá hefði hann ekki séð almennilega allan tímann hvað væri að gerast vegna myrkurs. Síðustu stunguárásinni lýsti pilturinn þannig að einhver hefði staðið yfir honum og togað í hann. Hann taldi þá að einhver væri að ráðast á sig. Hnífurinn hefði farið í þessa manneskju án orðaskipta. Hann hefði svo ýtt manneskjunni frá sér og síðan hlaupið heim. Þar hefði hann farið í sturtu til þess að róa sig en lögreglan komið skömmu síðar. Varnir hans snerust um að hann hafi ekki ætlað sér að valda þessu mikla tjóni. Hann vildi einungis svara spurningum verjanda síns, og þar af leiðandi svaraði hann ekki fyrir misræmi í framburði sínum hjá lögreglu og svo fyrir dómi. Hans stærstu mistök Líkt og áður segir las drengurinn yfirlýsingu sem hann sagðist hafa samið sjálfur. Þar sagðist hann hafa samviskubit yfir því sem gerðist, sérstaklega vegna Bryndísar Klöru og fyrrverandi kærustu sinnar. Hann sagði að það særði hann hversu vondur hann hefði verið við fyrrverandi kærustuna. Fólkið sem hefði verið þarna hefði ekki átt skilið það sem gerðist. Þetta væru hans stærstu mistök og hann myndi sjá eftir því alla ævi. Fyrir aðalmeðferðina hefði hann hugsað mikið um atvikið og verið andvaka. Hann sagðist óska þess að hann gæti tekið aftur það sem gerðist. Það hafi ekki verið ætlun hans að ganga svona langt. Eitt fórnarlambanna heilsaði piltinum örskömmu fyrr Annar piltur, sem var inni í bílnum og var stunginn, sagði að í aðdraganda árásarinnar hefði hann hitt árásarmanninn, sem þá hefði verið á heimleið með félaga sínum. Hann sagðist hafa vitað að hann væri fyrrverandi kærasti vinkonu hans. Þeir hefðu því heilsast og gengið saman hluta leiðarinnar. Þar tók hann eftir því að árásarmaðurinn var með kveikt á smáforritinu Live360. Áður hefur verið greint frá því að árásarmaðurinn notaði forritið til að fylgjast með ferðum fyrrverandi kærustu sinnar hátt í hundrað og fimmtíu sinnum á degi árásarinnar. Leiðir þeirra hefðu svo skilið. Pilturinn, sá sem var stunginn, hefði farið í bílinn og einhverju síðar hefði árásarmaðurinn skyndilega verið kominn. Hann lýsti svo árásinni Sambýlismaðurinn tók stjórnina og fór með hnífinn út Móðir piltsins, sakbornings málsins, sagði fyrir dómi að sonur hennar hefði hringt í hana um tíu mínútum eftir árásina í miklu uppnámi. Hún hefði reynt að fá upp úr honum hvað hefði gerst og sagt honum að taka leigubíl heim. Hún taldi að hann hefði mögulega stungið einhvern. Pilturinn hafi hlaupið heim og óreiða verið á heimilinu þegar hann kom. Þar var móðirin og þáverandi sambýlismaður hennar sem hafi tekið stjórn á aðstæðum og gefið fyrirskipanir og hún hlýtt honum. Sambýlismaðurinn hefði tekið hníf piltsins og farið með hann eitthvað út. Mæðginin bæði miður sín Sambýlismaðurinn gaf einnig skýrslu. Hann sagði að þegar pilturinn hefði hringt í móður sína hefði hún vælt og dottið í gólfið. Hún hefði haft á orði að hann hefði stungið „stelpuna“. Síðan hefði pilturinn komið heim og látið sig falla í gólfið, grátandi og miður sín. Hann sagðist hafa áttað sig á því að eitthvað alvarlegt hefði gerst og tekið alla hnífa á heimilinu og farið með þá út í bíl. Hann sagðist ekki hafa gert það til að fela sönnunargögn heldur af öryggisástæðum. Þá sagðist hann hafa vitað að von væri á lögreglunni og sagt piltinum að segja ekki neitt fyrr en hann væri búinn að ræða við lögfræðing. Hann hefði reynslu á að gera þetta á þennan hátt. Bæði móðirin og sambýlismaðurinn töluðu um að pilturinn hefði gengið með hníf. Skorti iðrun Geðlæknir og dómkvaddur yfirmatsmaður á geðrannsókn sem gerð var á piltinum sagði að svo virtist sem piltinum skorti skilning á athæfi sínu, og iðrun nema í garð Bryndísar Klöru, sem lét lífið. Hann hefði tilhneigingu til að réttlæta hlutina og væri ásakandi í garð einhverra fórnarlamba málsins. Hann sagði ljóst að pilturinn þyrfti meðhöndlun sem krefðist samvinnu hans. Hamstola af bræði Dómurinn sakfelldi piltinn samkvæmt ákæru, fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps. Í niðurstöðukafla dómsins var bent að frá upphafi hafi drengurinn talað um að hann hafi ætlað sér að hitta og ræða við fyrrverandi kærustuna. Hann hafi ekki gefið mikið fyrir ítrekaðar hringingar og skilaboðasendingar til hennar, eða þá hversu oft hann hafi skoðað staðsetningu hennar í gegnum smáforrit í síma sínum. Áður hefur verið greint frá því að hann skoðaði staðsetningu hennar hátt í 150 sinnum fyrir árásina. Í dómnum segir að af gögnum málsins megi sjá vaxandi gremju piltsins í skilaboðasendingum til fyrrverandi kærustunnar í aðdraganda árásarinnar. Það gæfi sterka vísbendingu um huglægt ástand hans á verknaðarstundu. Viðbrögð piltsins við því að hann hafi ekki fengið að tala við stúlkuna sýna að mati dómsins hversu hamstola hann var af bræði á verknaðarstundu. Hann hefði ekki hikað eftir að hafa brotið rúðuna og haldið ótrauður áfram. Í dómnum segir að honum hefði átt að vera ljóst að líklegustu afleiðingar gjörða hans hlytu að vera mannsbani. Þarf að greiða milljónakröfur Líkt og áður segir var pilturinn dæmdur í átta ára fangelsi. Lágmarksrefsing fyrir manndráp er fimm ára fangelsi, en hámarksrefsing fyrir þann sem brýtur af sér fyrir átján ára aldur er átta ára fangelsi. Honum er gert að greiða samtals um þrettán milljónir í miskabætur og um 25 milljónir króna í málskostnað. Fréttin hefur verið uppfærð.
Stunguárás við Skúlagötu Dómsmál Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Reykjavík Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira