Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Jón Þór Stefánsson skrifar 30. apríl 2025 21:41 Vilhjálmur Bjarnason ræddi njósnamálið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stöð 2 Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og eitt viðfang njósna sem hafa verið á allra vörum síðan fjallað var um þær í gærkvöldi, furðar sig á tali ríkissaksóknara um að meint brot kunni að vera fyrnd. „Ríkissaksóknari byrjar á því að gefa yfirlýsingu um það að málið sé hugsanlega fyrnt. Það er nú kannski skárra að ríkissaksóknari finni áður út hvort þetta hafi verið brot, og taki síðan afstöðu til fyrningar,“ sagði Vilhjálmur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að í sínum huga hafi málið byrjað að fyrnast 8. apríl síðastliðinn, þegar honum var fyrst greint frá því. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sagði í skriflegu svarið við Rúv að líklega væru þessi meintu brot, sem varða njósnir sem voru framkvæmdar haustið 2012, fyrnd. Saksóknaraembættinu hafi borist tilkynningar frá héraðssaksóknara og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu um möguleg brot í opinberu starfi, brot á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Slík brot fyrnist þó að fimm árum liðnum og þar af leiðandi geti embættið ekki gripið til rannsóknaraðgerða. Ljóst að málinu sé ekki lokið Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Vilhjálmur að í sínum huga væri ljóst að brotið hefði verið á honum. „Eins og málið horfir við mér er verið að fremja glæp. Það er verið að safna skipulega upplýsingum um mig frá klukkan sex þrjátíu til fjörtíu á morgnanna þangað til fram eftir degi. Þetta er allt skipulega skráð. Og líkur benda til þess að mér sé flétt upp í miðlægu kerfi lögreglunnar.“ Ertu eitthvað búinn að melta þetta? „Það er lítið hægt að melta þetta. Þetta er auðvitað mjög stórt og mikið brot gagnvart mér og minni persónu og gagnvart þeim sem urðu fyrir þessu,“ sagði Vilhjálmur. „Á ég að þurfa að þola það að menn séu að sniglast í kringum mig, elta mig, veita mér eftirför og svo framvegis. Ég á aldrei að þurfa að þola þetta. Og Landsamband lögreglumanna getur aldrei talað um þetta sem mistök.“ Sérðu fyrir þér að leita réttar þíns? „Ég ætla ekki að segja neitt um það. En það getur hver sem er hugsar með sér hvað viðkomandi muni gera. Það er greinilegt að þessu máli er ekki lokið ef fólk lítur þetta svona alvarlegum augum.“ Lögreglumál Lögreglan Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Ríkissaksóknari byrjar á því að gefa yfirlýsingu um það að málið sé hugsanlega fyrnt. Það er nú kannski skárra að ríkissaksóknari finni áður út hvort þetta hafi verið brot, og taki síðan afstöðu til fyrningar,“ sagði Vilhjálmur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að í sínum huga hafi málið byrjað að fyrnast 8. apríl síðastliðinn, þegar honum var fyrst greint frá því. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sagði í skriflegu svarið við Rúv að líklega væru þessi meintu brot, sem varða njósnir sem voru framkvæmdar haustið 2012, fyrnd. Saksóknaraembættinu hafi borist tilkynningar frá héraðssaksóknara og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu um möguleg brot í opinberu starfi, brot á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Slík brot fyrnist þó að fimm árum liðnum og þar af leiðandi geti embættið ekki gripið til rannsóknaraðgerða. Ljóst að málinu sé ekki lokið Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Vilhjálmur að í sínum huga væri ljóst að brotið hefði verið á honum. „Eins og málið horfir við mér er verið að fremja glæp. Það er verið að safna skipulega upplýsingum um mig frá klukkan sex þrjátíu til fjörtíu á morgnanna þangað til fram eftir degi. Þetta er allt skipulega skráð. Og líkur benda til þess að mér sé flétt upp í miðlægu kerfi lögreglunnar.“ Ertu eitthvað búinn að melta þetta? „Það er lítið hægt að melta þetta. Þetta er auðvitað mjög stórt og mikið brot gagnvart mér og minni persónu og gagnvart þeim sem urðu fyrir þessu,“ sagði Vilhjálmur. „Á ég að þurfa að þola það að menn séu að sniglast í kringum mig, elta mig, veita mér eftirför og svo framvegis. Ég á aldrei að þurfa að þola þetta. Og Landsamband lögreglumanna getur aldrei talað um þetta sem mistök.“ Sérðu fyrir þér að leita réttar þíns? „Ég ætla ekki að segja neitt um það. En það getur hver sem er hugsar með sér hvað viðkomandi muni gera. Það er greinilegt að þessu máli er ekki lokið ef fólk lítur þetta svona alvarlegum augum.“
Lögreglumál Lögreglan Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira