Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar 1. maí 2025 12:02 Í íslensku samfélagi byrja nær öll samtöl á milli fólks sem er að kynnast á því að spyrja hvað viðkomandi sé að gera eða við hvað hann vinni, það gerist oft áður en spurt er til nafns. Íslenskt samfélag er mjög vinnumiðað og Íslendingar verja margir bróðurparti dagsins í vinnunni. En er vinnumarkaðurinn aðgengilegur? Ég verð því miður að færa ykkur þær fréttir að hann er það ekki í augnablikinu. Það er mjög erfitt fyrir fatlað fólk að fá vinnu við hæfi, þá sérstaklega ungt fatlað fólk. Fatlað fólk segir helst ekki frá fötlun sinni á umsókninni því þá fær það ekki einu sinni viðtal, þrátt fyrir að vera hæfur kandidat. Effólk fær viðtal og hefur sleppt því að segja frá fötluninni í umsókninni þá eru dæmi um að sá sem tekur viðtalið kvarti yfir því að umsækjandi hafi ekki sagt frá fötluninni og viðtalið snúist meira og minna um fötlunina, þó að hún skipti engu máli í tengslum við starfið sjálft. „Það eru sko stigar hérna“, „þarftu ekki að fara oft í sjúkraþjálfun“ og svo má lengi telja. Það er vandlifað á þessu landi en nú er heldur betur bjart framundan! ÖBÍ réttindsamtök fengu kynningu fyrir tveimur árum á verkefni sem Sameinuðu þjóðirnar leiða sem nefnist United Nations Disability Inclusion Strategy (UNDIS). UNDIS er verkferill sem segir til um það hvernig er hægt að aðlaga vinnustaði þannig að þeir séu aðgengilegir og inngildandi fyrir fatlað fólk. ÖBÍ hefur verið í samstarfi við Vinnumálastofnun varðandi innleiðingu UNDIS á Íslandi og hefur verkferillinn verið íslenskaður og fengið þetta fallega nafn Unndís. Unndís er leiðarstefið í mikilvægri vinnu í tengslum við nýtt örorkulífeyriskerfi þar sem allir sem vilja eiga að fá störf við hæfi. Ég er rosalega spenntur fyrir breytingunum og er bjartsýnn á að þær takist vel, öllum til heilla. Það er mikilvægt að gefa öllum sem vilja tækifæri á því að taka þátt á vinnumarkaði, með viðeigandi aðlögun og stuðningi ef það á við en það er mikilvægt að muna að það gildir ekki það sama um allt fatlað fólk. Fatlað fólk er eins mismunandi og við erum mörg, rétt eins og á við um alla, en það sem við eigum þó öll sameiginlegt er að við viljum fá að taka þátt í samfélaginu. Því að þátttaka á öllum sviðum samfélagsins er möguleg og brýn. Kæru samlandar, til hamingju með baráttudag verkalýðsins! Hjálpumst að við að gera vinnumarkaðinn aðgengilegan og inngildandi öllum sem vilja, samfélaginu til hagsbóta. Höfundur er formaður UngÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í íslensku samfélagi byrja nær öll samtöl á milli fólks sem er að kynnast á því að spyrja hvað viðkomandi sé að gera eða við hvað hann vinni, það gerist oft áður en spurt er til nafns. Íslenskt samfélag er mjög vinnumiðað og Íslendingar verja margir bróðurparti dagsins í vinnunni. En er vinnumarkaðurinn aðgengilegur? Ég verð því miður að færa ykkur þær fréttir að hann er það ekki í augnablikinu. Það er mjög erfitt fyrir fatlað fólk að fá vinnu við hæfi, þá sérstaklega ungt fatlað fólk. Fatlað fólk segir helst ekki frá fötlun sinni á umsókninni því þá fær það ekki einu sinni viðtal, þrátt fyrir að vera hæfur kandidat. Effólk fær viðtal og hefur sleppt því að segja frá fötluninni í umsókninni þá eru dæmi um að sá sem tekur viðtalið kvarti yfir því að umsækjandi hafi ekki sagt frá fötluninni og viðtalið snúist meira og minna um fötlunina, þó að hún skipti engu máli í tengslum við starfið sjálft. „Það eru sko stigar hérna“, „þarftu ekki að fara oft í sjúkraþjálfun“ og svo má lengi telja. Það er vandlifað á þessu landi en nú er heldur betur bjart framundan! ÖBÍ réttindsamtök fengu kynningu fyrir tveimur árum á verkefni sem Sameinuðu þjóðirnar leiða sem nefnist United Nations Disability Inclusion Strategy (UNDIS). UNDIS er verkferill sem segir til um það hvernig er hægt að aðlaga vinnustaði þannig að þeir séu aðgengilegir og inngildandi fyrir fatlað fólk. ÖBÍ hefur verið í samstarfi við Vinnumálastofnun varðandi innleiðingu UNDIS á Íslandi og hefur verkferillinn verið íslenskaður og fengið þetta fallega nafn Unndís. Unndís er leiðarstefið í mikilvægri vinnu í tengslum við nýtt örorkulífeyriskerfi þar sem allir sem vilja eiga að fá störf við hæfi. Ég er rosalega spenntur fyrir breytingunum og er bjartsýnn á að þær takist vel, öllum til heilla. Það er mikilvægt að gefa öllum sem vilja tækifæri á því að taka þátt á vinnumarkaði, með viðeigandi aðlögun og stuðningi ef það á við en það er mikilvægt að muna að það gildir ekki það sama um allt fatlað fólk. Fatlað fólk er eins mismunandi og við erum mörg, rétt eins og á við um alla, en það sem við eigum þó öll sameiginlegt er að við viljum fá að taka þátt í samfélaginu. Því að þátttaka á öllum sviðum samfélagsins er möguleg og brýn. Kæru samlandar, til hamingju með baráttudag verkalýðsins! Hjálpumst að við að gera vinnumarkaðinn aðgengilegan og inngildandi öllum sem vilja, samfélaginu til hagsbóta. Höfundur er formaður UngÖBÍ.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar