Birgir Guðjónsson er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. maí 2025 13:41 Birgir Guðjónsson kenndi stærðfræði við Menntaskólann í Reykjavík í rúma fjóra áratugi og er hans minnst með hlýhug. Birgir Guðjónsson, stærðfræðikennari við Menntaskólann í Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni sumardagsins fyrsta, 24. apríl síðastliðinn, 68 ára að aldri. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í dag en Birgis er einnig minnst á vefsíðu Menntaskólans í Reykjavík þar sem hann starfaði í rúma fjóra áratugi og á vef Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Birgir skilur eftir sig eiginkonuna Guðrúnu Þórhallsdóttur, dósent í íslenskri málfræði, og dótturina Ragnheiði Birgisdóttur, menningarblaðamann hjá Morgunblaðinu. Birgir verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík 8. maí næstkomandi klukkan 15. Dyggur KR-ingur Birgir var fæddur 16. apríl 1957, sonur hjónanna Guðjóns Peter Hansen og Hólmfríðar Kristjánsdóttur. Hann var jafnframt dóttursonur Kristjáns L. Gestssonar, formanns KR um árabil og forystumanns félagsins á fyrri hluta síðustu aldar. Birgir æfði knattspyrnu hjá KR frá unga aldri og þótti snemma efnilegur knattspyrnumaður. Birgir lék fyrstu leiki sína í meistaraflokki sumarið 1976 og spilaði í sjö ár með liðinu fram á sumarið 1983, þegar hann lagði skóna á hilluna í kjölfar meiðsla. Birgir lék alls 133 leiki með meistaraflokki KR og skoraði í þeim 14 mörk. Eftir að leikmannaferlinum lauk sat Birgir í meistaraflokksráði og síðan í stjórn knattspyrnudeildarinnar sem ritari á árunum 1991-1993. Kennari sem bar hag nemenda fyrir brjósti Birgir hóf störf sem stærðfræðikennari við Menntaskólann í Reykjavík árið 1979 og vann þar í 44 ár þangað til hann veiktist fyrir tveimur árum. Honum er lýst sem vinsælum kennara, sem bar ávallt hag nemenda sinna og skólans fyrir brjósti, og frábærum vinnufélaga með hlýtt viðmót. „Við fráfall Birgis er höggvið stórt skarð í starfsmannahópinn. Við munum sakna góðs vinar,“ segir í minningarorðum á vef MR en skólinn verður lokaður 8. maí þegar Birgir verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni. Andlát Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í dag en Birgis er einnig minnst á vefsíðu Menntaskólans í Reykjavík þar sem hann starfaði í rúma fjóra áratugi og á vef Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Birgir skilur eftir sig eiginkonuna Guðrúnu Þórhallsdóttur, dósent í íslenskri málfræði, og dótturina Ragnheiði Birgisdóttur, menningarblaðamann hjá Morgunblaðinu. Birgir verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík 8. maí næstkomandi klukkan 15. Dyggur KR-ingur Birgir var fæddur 16. apríl 1957, sonur hjónanna Guðjóns Peter Hansen og Hólmfríðar Kristjánsdóttur. Hann var jafnframt dóttursonur Kristjáns L. Gestssonar, formanns KR um árabil og forystumanns félagsins á fyrri hluta síðustu aldar. Birgir æfði knattspyrnu hjá KR frá unga aldri og þótti snemma efnilegur knattspyrnumaður. Birgir lék fyrstu leiki sína í meistaraflokki sumarið 1976 og spilaði í sjö ár með liðinu fram á sumarið 1983, þegar hann lagði skóna á hilluna í kjölfar meiðsla. Birgir lék alls 133 leiki með meistaraflokki KR og skoraði í þeim 14 mörk. Eftir að leikmannaferlinum lauk sat Birgir í meistaraflokksráði og síðan í stjórn knattspyrnudeildarinnar sem ritari á árunum 1991-1993. Kennari sem bar hag nemenda fyrir brjósti Birgir hóf störf sem stærðfræðikennari við Menntaskólann í Reykjavík árið 1979 og vann þar í 44 ár þangað til hann veiktist fyrir tveimur árum. Honum er lýst sem vinsælum kennara, sem bar ávallt hag nemenda sinna og skólans fyrir brjósti, og frábærum vinnufélaga með hlýtt viðmót. „Við fráfall Birgis er höggvið stórt skarð í starfsmannahópinn. Við munum sakna góðs vinar,“ segir í minningarorðum á vef MR en skólinn verður lokaður 8. maí þegar Birgir verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni.
Andlát Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira