Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2025 07:01 Bikar á loft. Pau Barrena/Getty Images Glódís Perla Viggósdóttir varð í gær bikarmeistari kvenna í knattspyrnu þegar Bayern München tryggði sér tvennuna í Þýskalandi. Hún var eðlilega mjög ánægð þegar hún ræddi við fjölmiðla eftir leik. Sjá má mörkin úr leiknum hér að neðan. Glódís Perla lék allan leikinn og nældi sér í gult spjald þegar Bayern vann Werder Bremen 4-2 í úrslitum. „Ég meina, þetta er ótrúlegt. Þetta er mjög sérstakt fyrir klúbbinn, þetta er risa viðburður. Það er langt síðan síðast, við náðum markmiði okkar svo ég er ótrúlega stolt af stelpunum, starfsliðinu og öllum. Þetta var frábær dagur,“ sagði fyrirliðinn Glódís Perla að leik loknum en Bayern vann síðast bikarinn árið 2012. „Að mínu mati er bikarkeppnin einstök og að vissu mati gerð fyrir lítilmagnann. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Werder Bremen er gott lið sem nýtur sín á svona augnablikum og maður gat heyrt í áhorfendum allan tímann. Þetta var einnig stórt augnablik fyrir þær og maður verður að virða það. Við berum mikla virðingu fyrir þeim. Þær mættu til leiks í dag og virkilega gáfu okkur leik. Það er það sem maður vill í bikarúrslitum.“ „Ég er mjög ánægð og tel okkur hafa verið betra liðið heilt yfir. Við sköpuðum mikið af færum og hefðum getað skorað fleiri mörk, var skemmtilegur leikur til að spila í.“ Klippa: Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Aðspurð hvort eitthvað sérstakt væri planað fyrir þjálfara liðsins – Alexander Straus - sem hættir að tímabilinu loknu sagði Glódís Perla að leikmannahópurinn væri með skemmtinefnd sem sæi um slíkt. „Við vitum allar að við eigum enn tvo leiki eftir í deildinni en auðvitað munum við fagna tvennunni í kvöld. Það var sérstakt að geta gefið honum þetta sem kveðjugjöf þar sem hann á stóran þátt í þessu,“ sagði Glódís Perla að endingu. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Sjá meira
Glódís Perla lék allan leikinn og nældi sér í gult spjald þegar Bayern vann Werder Bremen 4-2 í úrslitum. „Ég meina, þetta er ótrúlegt. Þetta er mjög sérstakt fyrir klúbbinn, þetta er risa viðburður. Það er langt síðan síðast, við náðum markmiði okkar svo ég er ótrúlega stolt af stelpunum, starfsliðinu og öllum. Þetta var frábær dagur,“ sagði fyrirliðinn Glódís Perla að leik loknum en Bayern vann síðast bikarinn árið 2012. „Að mínu mati er bikarkeppnin einstök og að vissu mati gerð fyrir lítilmagnann. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Werder Bremen er gott lið sem nýtur sín á svona augnablikum og maður gat heyrt í áhorfendum allan tímann. Þetta var einnig stórt augnablik fyrir þær og maður verður að virða það. Við berum mikla virðingu fyrir þeim. Þær mættu til leiks í dag og virkilega gáfu okkur leik. Það er það sem maður vill í bikarúrslitum.“ „Ég er mjög ánægð og tel okkur hafa verið betra liðið heilt yfir. Við sköpuðum mikið af færum og hefðum getað skorað fleiri mörk, var skemmtilegur leikur til að spila í.“ Klippa: Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Aðspurð hvort eitthvað sérstakt væri planað fyrir þjálfara liðsins – Alexander Straus - sem hættir að tímabilinu loknu sagði Glódís Perla að leikmannahópurinn væri með skemmtinefnd sem sæi um slíkt. „Við vitum allar að við eigum enn tvo leiki eftir í deildinni en auðvitað munum við fagna tvennunni í kvöld. Það var sérstakt að geta gefið honum þetta sem kveðjugjöf þar sem hann á stóran þátt í þessu,“ sagði Glódís Perla að endingu.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Sjá meira