Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. maí 2025 23:09 Lögregluþjónar standa fyrir utan hús Orlofsnefndar húsmæðra að Hverfisgötu 69. Thorgeir Olafsson Maður um fertugt er grunaður um að hafa haldið erlendum ferðamanni í gíslingu í nokkrar klukkustundir auk þess sem hann hafi verið vopnaður byssu. Hann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrr í dag af Héraðsdómi Reykjavíkur samkvæmt umfjöllun RÚV. Líðan ferðamannsins er góð eftir atvikum að sögn Ásmundar Rúnars Gylfasonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann staðfesti að um frelsissviptingu hafi verið að ræða í samtali við fréttastofu. Ferðamaðurinn var hnepptur í gíslingu aðfaranótt fimmtudags en lögreglan fékk veður af því í morgun. Óvíst er hversu lengi ferðamaðurinn var í haldi en um sé að ræða nokkrar klukkustundir. Greint var frá fyrr í morgun að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann vopnaðan skotvopni á Hverfisgötu. Sérsveitin var einnig kölluð á vettvang en atvikið átti sér stað um klukkan átta. Mikill viðbúnaður viðbragðsaðila var á svæðinu líkt og sést á ljósmyndum sem bárust fréttastofu. „Lögreglan fékk tilkynningu um aðila sem væri vopnaður skotvopni þarna í íbúð við Hverfisgötu. Þess vegna var götum lokað og lögreglan með aðgerð,“ sagði Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu í morgun. RÚV greindi fyrst frá því að maðurinn hafi tekið erlendan ferðmann í gíslingu á heimili sínu við Hverfisgötu. Hann hafi verið leiddur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þá segir að maðurinn hafi oft komist í kast við lögin en stutt er síðan hann lauk afplánun. Fréttin var uppfærð 23:30. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Líðan ferðamannsins er góð eftir atvikum að sögn Ásmundar Rúnars Gylfasonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann staðfesti að um frelsissviptingu hafi verið að ræða í samtali við fréttastofu. Ferðamaðurinn var hnepptur í gíslingu aðfaranótt fimmtudags en lögreglan fékk veður af því í morgun. Óvíst er hversu lengi ferðamaðurinn var í haldi en um sé að ræða nokkrar klukkustundir. Greint var frá fyrr í morgun að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann vopnaðan skotvopni á Hverfisgötu. Sérsveitin var einnig kölluð á vettvang en atvikið átti sér stað um klukkan átta. Mikill viðbúnaður viðbragðsaðila var á svæðinu líkt og sést á ljósmyndum sem bárust fréttastofu. „Lögreglan fékk tilkynningu um aðila sem væri vopnaður skotvopni þarna í íbúð við Hverfisgötu. Þess vegna var götum lokað og lögreglan með aðgerð,“ sagði Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu í morgun. RÚV greindi fyrst frá því að maðurinn hafi tekið erlendan ferðmann í gíslingu á heimili sínu við Hverfisgötu. Hann hafi verið leiddur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þá segir að maðurinn hafi oft komist í kast við lögin en stutt er síðan hann lauk afplánun. Fréttin var uppfærð 23:30.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira