Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar 2. maí 2025 12:02 Svokölluð „ice-bucket“ áskorun, sem felst í því að láta hella yfir sig fötu af ísköldu vatni, er aftur farin að ganga á samfélagsmiðlum. Upphaflega áskorunin, frá árinu 2015, fólst í því að auka vitund um ALS sjúkdóminn, en nú virðist hún eingöngu til þess ætluð að auka gleði og létta lund. Áskorun mín til hæstvirtra ráðherra felst ekki í því að láta hella yfir sig fötu af köldu vatni, heldur er hún töluvert þægilegri í framkvæmd. Hún er þó algjörlega til þess fallin að auka gleði og létta lund. Það eina sem þið þurfið að gera, kæru ráðherrar, er að þiggja boð á söngleikinn Shrek sem sýndur er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Sýningin er lokasýning nemenda í söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz og það er óhætt að mæla með henni við alla sem þetta lesa. Teiknimyndirnar um Shrek eru flestum kunnar og á sviðinu birtast sagan okkur ljóslifandi að viðbættri stórskemmtilegri tónlist. Á sviðinu er valinn maður í hverju rúmi og þar birtast okkur þvílíkir hæfileikar, leikgleði og orka að það er ómögulegt annað en að svífa út úr leikhúsinu að sýningu lokinni. Á sama tíma er ekki annað hægt en að fyllast trega og áhyggjum af stöðu skólans, sem og annarra listaskóla, sérstaklega á menntaskólastigi. Eins og fram hefur komið í fréttum og opnum bréfum til ráðamanna fá tónlistaskólar greitt úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir kennslukostnaði á efri stigum á grundvelli samkomulags á milli ríkis og sveitafélaga frá árinu 2011. Markmið þess samkomulags var að efla tónlistarnám á Íslandi og fólst það í því að ríkið tæki yfir greiðslur fyrir kennslu á framhaldsstigi á hljóðfæri og mið- og framhaldsstigi í söng. Greiðslur til Söngskóla Sigurðar Demetz standa nú aðeins undir um 70 prósenta hluta af kennslukostnaði skólans. Stafar það af því að framlagið hækkar samkvæmt launavísitölu, en tekur ekki tillit til launahækkana kennara umfram launavísitölu eins og gerðist með síðustu kjarasamningum. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem blikur eru á lofti í rekstri skólans, því mikil óvissa hefur ríkt um fjármögnun hans undanfarin ár. Ef fer sem horfir verður ekki rekstrargrundvöllur fyrir skólann haustið 2026. Í Söngskóla Sigurðar Demetz hefur ekki aðeins verið lagður metnaður í að veita nemendum bestu mögulegu söng- og leiklistarkennslu og búa þá undir frekara nám og störf á þeim vettvangi. Undanfarin ár hefur einnig verið lögð mikil áhersla á jákvæð áhrif söng- og leiklistarnáms á heilsu og líðan einstaklinga. Kennarar hafa fengið fræðslu og þjálfun í að styðja nemendur með kvíða og taugafjölbreytileika til að njóta listnáms, framkomu og sköpunar. Könnun sem send var til nemenda og forráðamanna leiddi í ljós að stór hluti nemenda hefur verið greindur með kvíða, ofvirkni, athyglisbrest, þunglyndi eða einhverfu. 98% nemenda sem svöruðu könnuninni sögðust finna fyrir auknu sjálfstrausti eftir að nám í skólanum hófst og 94% hafa upplifað jákvæðan mun á líðan sinni. Þessar niðurstöður eru í takt við erlendar rannsóknir á áhrifum söngs og leiklistar á andlega líðan. Skólinn hefur fyrir löngu sannað sig sem menntastofnun fyrir upprennandi listamenn sem auðga líf okkar með listsköpun sinni. Hann hefur einnig sannað sig sem umbreytandi afl fyrir nemendur sína, sem upplifa jákvæðar breytingar á líðan sinni. Það er ekki minni ávinningur fyrir okkur sem samfélag að bæta líðan og sjálfstraust ungs fólks. Í því felast gríðarlegar forvarnir. Ég skora á ykkur, kæru ráðherrar, að þiggja boð á nemendasýningu Söngskóla Sigurðar Demetz. Að sýningu lokinni hvet ég ykkur að finna leið til að tryggja að þær verði miklu fleiri. Höfundur er fyrrum nemandi og núverandi stjórnarmaður Söngskóla Sigurðar Demetz. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlistarnám Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Svokölluð „ice-bucket“ áskorun, sem felst í því að láta hella yfir sig fötu af ísköldu vatni, er aftur farin að ganga á samfélagsmiðlum. Upphaflega áskorunin, frá árinu 2015, fólst í því að auka vitund um ALS sjúkdóminn, en nú virðist hún eingöngu til þess ætluð að auka gleði og létta lund. Áskorun mín til hæstvirtra ráðherra felst ekki í því að láta hella yfir sig fötu af köldu vatni, heldur er hún töluvert þægilegri í framkvæmd. Hún er þó algjörlega til þess fallin að auka gleði og létta lund. Það eina sem þið þurfið að gera, kæru ráðherrar, er að þiggja boð á söngleikinn Shrek sem sýndur er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Sýningin er lokasýning nemenda í söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz og það er óhætt að mæla með henni við alla sem þetta lesa. Teiknimyndirnar um Shrek eru flestum kunnar og á sviðinu birtast sagan okkur ljóslifandi að viðbættri stórskemmtilegri tónlist. Á sviðinu er valinn maður í hverju rúmi og þar birtast okkur þvílíkir hæfileikar, leikgleði og orka að það er ómögulegt annað en að svífa út úr leikhúsinu að sýningu lokinni. Á sama tíma er ekki annað hægt en að fyllast trega og áhyggjum af stöðu skólans, sem og annarra listaskóla, sérstaklega á menntaskólastigi. Eins og fram hefur komið í fréttum og opnum bréfum til ráðamanna fá tónlistaskólar greitt úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir kennslukostnaði á efri stigum á grundvelli samkomulags á milli ríkis og sveitafélaga frá árinu 2011. Markmið þess samkomulags var að efla tónlistarnám á Íslandi og fólst það í því að ríkið tæki yfir greiðslur fyrir kennslu á framhaldsstigi á hljóðfæri og mið- og framhaldsstigi í söng. Greiðslur til Söngskóla Sigurðar Demetz standa nú aðeins undir um 70 prósenta hluta af kennslukostnaði skólans. Stafar það af því að framlagið hækkar samkvæmt launavísitölu, en tekur ekki tillit til launahækkana kennara umfram launavísitölu eins og gerðist með síðustu kjarasamningum. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem blikur eru á lofti í rekstri skólans, því mikil óvissa hefur ríkt um fjármögnun hans undanfarin ár. Ef fer sem horfir verður ekki rekstrargrundvöllur fyrir skólann haustið 2026. Í Söngskóla Sigurðar Demetz hefur ekki aðeins verið lagður metnaður í að veita nemendum bestu mögulegu söng- og leiklistarkennslu og búa þá undir frekara nám og störf á þeim vettvangi. Undanfarin ár hefur einnig verið lögð mikil áhersla á jákvæð áhrif söng- og leiklistarnáms á heilsu og líðan einstaklinga. Kennarar hafa fengið fræðslu og þjálfun í að styðja nemendur með kvíða og taugafjölbreytileika til að njóta listnáms, framkomu og sköpunar. Könnun sem send var til nemenda og forráðamanna leiddi í ljós að stór hluti nemenda hefur verið greindur með kvíða, ofvirkni, athyglisbrest, þunglyndi eða einhverfu. 98% nemenda sem svöruðu könnuninni sögðust finna fyrir auknu sjálfstrausti eftir að nám í skólanum hófst og 94% hafa upplifað jákvæðan mun á líðan sinni. Þessar niðurstöður eru í takt við erlendar rannsóknir á áhrifum söngs og leiklistar á andlega líðan. Skólinn hefur fyrir löngu sannað sig sem menntastofnun fyrir upprennandi listamenn sem auðga líf okkar með listsköpun sinni. Hann hefur einnig sannað sig sem umbreytandi afl fyrir nemendur sína, sem upplifa jákvæðar breytingar á líðan sinni. Það er ekki minni ávinningur fyrir okkur sem samfélag að bæta líðan og sjálfstraust ungs fólks. Í því felast gríðarlegar forvarnir. Ég skora á ykkur, kæru ráðherrar, að þiggja boð á nemendasýningu Söngskóla Sigurðar Demetz. Að sýningu lokinni hvet ég ykkur að finna leið til að tryggja að þær verði miklu fleiri. Höfundur er fyrrum nemandi og núverandi stjórnarmaður Söngskóla Sigurðar Demetz.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar