„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2025 18:33 Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að tryggja rekstrargrundvöll fyrirtækja. Vísir/Ívar Fannar Fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum sem selja vörur til Fríhafnarinnar. Þeir hafa lýst miklum áhyggjum vegna nýs rekstraraðila, sem hefur krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Ráðherra segir að í markaðshagkerfi þurfi menn bara að synda. Þýska fyrirtækið Heinemann mun á næstu vikum taka við rekstri fríhafnarinnar. Fyrirtækið var valið eftir útboðsferli um sérleyfi til reksturs verslunarinnar í fyrra. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, hefur lýst miklum áhyggjum og sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag að á síðustu vikum hafi Heinemann sett sig í samband við íslenska birgja og krafði þá um að lækka verð verulega vilji þeir halda áfram að selja vörur sínar á flugvellinum. Ólafur segir Heinemann ekki ætla að lækka verð til neytenda, Heinemann viji auka eigin framlegð. „Það ríkir samkeppni um aðgengi að hillunum þarna og það er ekkert óeðlilegt að menn finni fyrir slíkri samkeppni,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Einhver verði að hafa yfirumsjón með rekstrinum Markmiðið með útboðinu hafi verið að ábati Isavia af rekstrinum yrði meiri og vöruverð yrði hagkvæmara fyrir neytendur. Heinemann hafi verið tilbúið til reka fríhöfnina með meiri ábata en aðrir. Ekkert sé athugavert við þrýstinginn. „Ég hef trú á því að íslensk fyrirtæki beiti sömu nálgun þar sem þau eru í nálgun þar sem þau eru í aðstöðu til að ýta á lægra vöruverð. Hvort sem það eru storir aðilar á smásölumarkaði fyrir matvöru eða annars staðar. Við getum auðvitað almennt sagt að við vildum ekki að það væri einokun en einhver verður að hafa yfirumsjón með rekstrinum þarna.“ Mörg smærri fyrirtæki hafa miklar áhyggjur, þar sem fríhöfnin er stærsti markaður þeirra. Má þar nefna lítil brugghús og listamenn. Daði segir það þannig í öllum rekstri, sama hversu stór hann er, að til verði að vera neytendur sem vilji kaupa vöruna. „Það er ekki hlutverk íslenska ríkisins að skekkja samkeppnismarkað til að tryggja rekstrargrundvöll. Hér erum við fyrst og fremst með markaðshagkerfi. Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Keflavíkurflugvöllur Isavia Verslun Tengdar fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega. 1. maí 2025 19:06 Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00 Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. 20. mars 2025 20:30 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Þýska fyrirtækið Heinemann mun á næstu vikum taka við rekstri fríhafnarinnar. Fyrirtækið var valið eftir útboðsferli um sérleyfi til reksturs verslunarinnar í fyrra. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, hefur lýst miklum áhyggjum og sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag að á síðustu vikum hafi Heinemann sett sig í samband við íslenska birgja og krafði þá um að lækka verð verulega vilji þeir halda áfram að selja vörur sínar á flugvellinum. Ólafur segir Heinemann ekki ætla að lækka verð til neytenda, Heinemann viji auka eigin framlegð. „Það ríkir samkeppni um aðgengi að hillunum þarna og það er ekkert óeðlilegt að menn finni fyrir slíkri samkeppni,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Einhver verði að hafa yfirumsjón með rekstrinum Markmiðið með útboðinu hafi verið að ábati Isavia af rekstrinum yrði meiri og vöruverð yrði hagkvæmara fyrir neytendur. Heinemann hafi verið tilbúið til reka fríhöfnina með meiri ábata en aðrir. Ekkert sé athugavert við þrýstinginn. „Ég hef trú á því að íslensk fyrirtæki beiti sömu nálgun þar sem þau eru í nálgun þar sem þau eru í aðstöðu til að ýta á lægra vöruverð. Hvort sem það eru storir aðilar á smásölumarkaði fyrir matvöru eða annars staðar. Við getum auðvitað almennt sagt að við vildum ekki að það væri einokun en einhver verður að hafa yfirumsjón með rekstrinum þarna.“ Mörg smærri fyrirtæki hafa miklar áhyggjur, þar sem fríhöfnin er stærsti markaður þeirra. Má þar nefna lítil brugghús og listamenn. Daði segir það þannig í öllum rekstri, sama hversu stór hann er, að til verði að vera neytendur sem vilji kaupa vöruna. „Það er ekki hlutverk íslenska ríkisins að skekkja samkeppnismarkað til að tryggja rekstrargrundvöll. Hér erum við fyrst og fremst með markaðshagkerfi. Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Keflavíkurflugvöllur Isavia Verslun Tengdar fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega. 1. maí 2025 19:06 Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00 Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. 20. mars 2025 20:30 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
„Þetta er ömurleg staða“ Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega. 1. maí 2025 19:06
Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00
Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. 20. mars 2025 20:30