Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar 4. maí 2025 07:03 Það hefur mikið verið rætt um áhrif ferðaþjónustunnar á íslenskt samfélag — um álag á innviði, náttúru og samfélagsþjónustu. En umræðan hefur að mestu leyti gleymt einni mikilvægustu hlið málsins: því gífurlega fjármagni sem ferðamenn skila beint í ríkissjóð í gegnum virðisaukaskatt og aðra skatta. Það vekur því furðu að Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og fleiri hagsmunaaðilar í greininni hafi dregið úr því að leggja áherslu á þessa lykilstaðreynd. Virðisaukaskattur (VSK) er neytendaskattur sem leggst á öll kaup á vörum og þjónustu. Það er einfalt reikningsdæmi: fleiri neytendur þýða meiri neyslu og þar með auknar skatttekjur fyrir ríkissjóð. Samkvæmt opinberum tölum og greiningum hefur virðisaukaskattstekjur ríkisins af erlendum ferðamönnum numið vel á annað hundrað milljarða króna á ári á hápunkti ferðaþjónustunnar. Þetta eru tekjur sem renna beint í sameiginlega sjóði þjóðarinnar. Þessi skattheimta hefur sérstöðu: ferðamenn greiða þessa skatta án þess að njóta sambærilegrar þjónustu frá ríkinu á borð við menntun, heilbrigðisþjónustu eða tryggingakerfi – þjónustu sem innlendir skattgreiðendur njóta. Þeir nýta að mestu leyti innviði sem sveitarfélög eða fyrirtæki standa að. Því má með sanni segja að virðisaukaskattur og aðrir neysluskattar sem ferðamenn greiða séu í reynd ákveðið auðlindagjald – greiðsla fyrir aðgang að Íslandi sem vörumerki, náttúru, menningu og aðstöðu. Það er því mikilvægt að horfa á ferðamenn sem öfluga og skýrt afmarkaða skattgreiðendur í íslensku hagkerfi. Þeir greiða ekki aðeins beint til ríkisins heldur skapa tekjur fyrir fjölmörg fyrirtæki, sem aftur greiða skatta og laun – og þannig snýst hringurinn aftur til hins opinbera. Tillögur sem fram hafa komið um nýja eða hækkaða skatta á ferðamenn – til dæmis í formi komugjalda, hækkunar gistinátta- eða afþreyingarskatta – þurfa að byggjast á vönduðu mati og kostnaðargreiningu. Ekki má vanmeta hættuna á að of hár skattur letji ferðalög til Íslands og skaði þannig tekjustofna sem byggjast á miklu umfangi frekar en hárri álögugjalda. En áður en ráðist er í nýja eða hækkaða skatta ætti að leggja áherslu á að styrkja og skýra núverandi skattheimtu. Mikilvægt er að draga úr sniðgöngu aðila á markaði, fækka og lækka undanþágur og þannig stuðla að meiri sanngirni og skilvirkni. Með því væri einnig unnið gegn vexti skuggahagkerfis sem hefur fengið að vaxa í tómarúmi eftirlits og skýrra reglna á undanförnum árum. Samkeppnisstaða þeirra ferðaþjónustuaðila sem starfa löglega og greiða sína skatta yrði þannig bætt og um leið tryggð aukin og réttlátari skattheimta. Auk þess má spyrja: Er réttlætanlegt að leggja meiri byrðar á þennan hóp skattgreiðenda sem nú þegar skilar umtalsverðu fjármagni til ríkisins, án þess að fá endurgjald í formi þjónustu? Í mörgum löndum er ferðaþjónusta álitin ein af helstu útflutningsgreinum, og ferðamenn sjálfir eins konar tímabundnir „útflutningsviðskiptavinir“ sem greiða gjaldeyri og skatta á meðan á dvöl þeirra stendur. Ísland ætti ekki að vera undantekning frá því sjónarmiði. Í stað þess að huga að viðbótarálögum ætti ríkisvaldið að nýta þær skatttekjur sem nú þegar koma frá ferðamönnum til að efla innviði og bæta samgöngur. Með því mætti bæta upplifun ferðamanna, draga úr álagi og tryggja áframhaldandi tekjur – með ábyrgð og jafnvægi í fyrirrúmi. Ferðaþjónustan er ekki aðeins mikilvæg atvinnugrein. Hún er einnig fjármálalegur burðarás fyrir ríkissjóð. Það er kominn tími til að við tökum þessa staðreynd alvarlega og hættum að líta á ferðamenn sem byrði – þegar þeir eru í raun ein mikilvægasta tekjulind þjóðarbúsins. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðaþjónusta Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það hefur mikið verið rætt um áhrif ferðaþjónustunnar á íslenskt samfélag — um álag á innviði, náttúru og samfélagsþjónustu. En umræðan hefur að mestu leyti gleymt einni mikilvægustu hlið málsins: því gífurlega fjármagni sem ferðamenn skila beint í ríkissjóð í gegnum virðisaukaskatt og aðra skatta. Það vekur því furðu að Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og fleiri hagsmunaaðilar í greininni hafi dregið úr því að leggja áherslu á þessa lykilstaðreynd. Virðisaukaskattur (VSK) er neytendaskattur sem leggst á öll kaup á vörum og þjónustu. Það er einfalt reikningsdæmi: fleiri neytendur þýða meiri neyslu og þar með auknar skatttekjur fyrir ríkissjóð. Samkvæmt opinberum tölum og greiningum hefur virðisaukaskattstekjur ríkisins af erlendum ferðamönnum numið vel á annað hundrað milljarða króna á ári á hápunkti ferðaþjónustunnar. Þetta eru tekjur sem renna beint í sameiginlega sjóði þjóðarinnar. Þessi skattheimta hefur sérstöðu: ferðamenn greiða þessa skatta án þess að njóta sambærilegrar þjónustu frá ríkinu á borð við menntun, heilbrigðisþjónustu eða tryggingakerfi – þjónustu sem innlendir skattgreiðendur njóta. Þeir nýta að mestu leyti innviði sem sveitarfélög eða fyrirtæki standa að. Því má með sanni segja að virðisaukaskattur og aðrir neysluskattar sem ferðamenn greiða séu í reynd ákveðið auðlindagjald – greiðsla fyrir aðgang að Íslandi sem vörumerki, náttúru, menningu og aðstöðu. Það er því mikilvægt að horfa á ferðamenn sem öfluga og skýrt afmarkaða skattgreiðendur í íslensku hagkerfi. Þeir greiða ekki aðeins beint til ríkisins heldur skapa tekjur fyrir fjölmörg fyrirtæki, sem aftur greiða skatta og laun – og þannig snýst hringurinn aftur til hins opinbera. Tillögur sem fram hafa komið um nýja eða hækkaða skatta á ferðamenn – til dæmis í formi komugjalda, hækkunar gistinátta- eða afþreyingarskatta – þurfa að byggjast á vönduðu mati og kostnaðargreiningu. Ekki má vanmeta hættuna á að of hár skattur letji ferðalög til Íslands og skaði þannig tekjustofna sem byggjast á miklu umfangi frekar en hárri álögugjalda. En áður en ráðist er í nýja eða hækkaða skatta ætti að leggja áherslu á að styrkja og skýra núverandi skattheimtu. Mikilvægt er að draga úr sniðgöngu aðila á markaði, fækka og lækka undanþágur og þannig stuðla að meiri sanngirni og skilvirkni. Með því væri einnig unnið gegn vexti skuggahagkerfis sem hefur fengið að vaxa í tómarúmi eftirlits og skýrra reglna á undanförnum árum. Samkeppnisstaða þeirra ferðaþjónustuaðila sem starfa löglega og greiða sína skatta yrði þannig bætt og um leið tryggð aukin og réttlátari skattheimta. Auk þess má spyrja: Er réttlætanlegt að leggja meiri byrðar á þennan hóp skattgreiðenda sem nú þegar skilar umtalsverðu fjármagni til ríkisins, án þess að fá endurgjald í formi þjónustu? Í mörgum löndum er ferðaþjónusta álitin ein af helstu útflutningsgreinum, og ferðamenn sjálfir eins konar tímabundnir „útflutningsviðskiptavinir“ sem greiða gjaldeyri og skatta á meðan á dvöl þeirra stendur. Ísland ætti ekki að vera undantekning frá því sjónarmiði. Í stað þess að huga að viðbótarálögum ætti ríkisvaldið að nýta þær skatttekjur sem nú þegar koma frá ferðamönnum til að efla innviði og bæta samgöngur. Með því mætti bæta upplifun ferðamanna, draga úr álagi og tryggja áframhaldandi tekjur – með ábyrgð og jafnvægi í fyrirrúmi. Ferðaþjónustan er ekki aðeins mikilvæg atvinnugrein. Hún er einnig fjármálalegur burðarás fyrir ríkissjóð. Það er kominn tími til að við tökum þessa staðreynd alvarlega og hættum að líta á ferðamenn sem byrði – þegar þeir eru í raun ein mikilvægasta tekjulind þjóðarbúsins. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun