Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2025 10:56 George Simion heldur á Maríumynd og Calin Georgescu stendur við hlið hans með blómvönd. Líklegt er að kjósendur Georgescu flykkist á bak við Simion. AP Photo/Vadim Ghirda Rúmenar ganga að kjörborðinu í dag í fyrri umferð kosninga til að velja sinn næsta forseta. Grannt er fylgst með kosningunum en sex mánuðir eru síðan hætt var við forsetakosningar vegna ásakana um að Rússar væru að beita sér í kosningunum. George Simion, formaður Sameiningarflokks Rúmena, leiðir samkvæmt skoðanakönnunum með 30%. Keppinautar hans Nicusor Dan borgarstjóri Búkarest oog Crin Antonescu, frambjóðandi sósíaldemókrata og frjálslyndar, mælast með um 20% stuðning. Forsetakosningar voru haldnar fyrir hálfu ári en niðurstöðurnar sagðar ógildar vegna sönnunargagna sem fram komu um að Rússar hefðu beitt sér í kosningunum. Rúmenía er hluti af Evrópusambandinu og Nato en með sigri Simion er líklegt að önnur stefna verði tekin í átt að Rússlandi. Uppþot varð meðal fjarhægrimanna um allan heim. Innstu koppar í búri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sögðu yfirvöld með þessu traðka á tjáningarfrelsinu. Talinn hafa notið aðstoðar Rússa Frambjóðandinn Calin Georgescu vann kosningarnar í nóvember. Hann er fjarhægrimaður, andsnúinn ESB og hlynntur stjórnvöldum í Moskvu. Fimm dögum fyrir kosningar mældist hann með 5% fylgi en fékk 23% atkvæða. Stjórnlagadómstóll landsins dæmdi niðurstöður kosninganna ógildar eftir að í ljós kom að Rússar hefðu gert tölvuárásir á rafræna kosningakerfið og beitt sér fyrir Georgescu á samfélagsmiðlum. Hann er nú til rannsóknar fyrir að ljúga til um fjármögnun framboðs síns, fyrir misnotkun á tækni og fyrir að styðja við fasistahópa. Honum var því bannað að bjóða sig aftur fram. Líklegt er að kjósendahópur hann hafi flykkst á bak við Simion, sem hóf stjórnmálaferilinn sem andstæðingur bólusetninga. Líklegt að seinn umferð þurfi til Simion hefur heitið því að Georgescu fái sæti í ríkisstjórn sinni. Hann hefur lagt áherslu á að landsvæði sem áður tilheyrðu Rúmeníu, en eru nú hluti af Moldóvu og Úkraínu, verði færð aftur undir stjórn Rúmena. Honum er bannað að heimsækja bæði löndin. Annað en Georgescu er hann andsnúinn Rússlandi en er jafnframt gagnrýnandi ESB og hefur hyllt Donald Trump mjög. Ólíklegt er talið að Simion nái að tryggja sér 50% atkvæða, sem þarf til þess að fara með sigur í kosningunum. Því mun sennilega þurfa að blása til síðari umferðar, þar sem hann keppir við þann mótframbjóðanda sem fær fleiri atkvæði. Síðari kosningaumferð fer fram 18. maí. Rúmenía Úkraína Moldóva Rússland Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
George Simion, formaður Sameiningarflokks Rúmena, leiðir samkvæmt skoðanakönnunum með 30%. Keppinautar hans Nicusor Dan borgarstjóri Búkarest oog Crin Antonescu, frambjóðandi sósíaldemókrata og frjálslyndar, mælast með um 20% stuðning. Forsetakosningar voru haldnar fyrir hálfu ári en niðurstöðurnar sagðar ógildar vegna sönnunargagna sem fram komu um að Rússar hefðu beitt sér í kosningunum. Rúmenía er hluti af Evrópusambandinu og Nato en með sigri Simion er líklegt að önnur stefna verði tekin í átt að Rússlandi. Uppþot varð meðal fjarhægrimanna um allan heim. Innstu koppar í búri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sögðu yfirvöld með þessu traðka á tjáningarfrelsinu. Talinn hafa notið aðstoðar Rússa Frambjóðandinn Calin Georgescu vann kosningarnar í nóvember. Hann er fjarhægrimaður, andsnúinn ESB og hlynntur stjórnvöldum í Moskvu. Fimm dögum fyrir kosningar mældist hann með 5% fylgi en fékk 23% atkvæða. Stjórnlagadómstóll landsins dæmdi niðurstöður kosninganna ógildar eftir að í ljós kom að Rússar hefðu gert tölvuárásir á rafræna kosningakerfið og beitt sér fyrir Georgescu á samfélagsmiðlum. Hann er nú til rannsóknar fyrir að ljúga til um fjármögnun framboðs síns, fyrir misnotkun á tækni og fyrir að styðja við fasistahópa. Honum var því bannað að bjóða sig aftur fram. Líklegt er að kjósendahópur hann hafi flykkst á bak við Simion, sem hóf stjórnmálaferilinn sem andstæðingur bólusetninga. Líklegt að seinn umferð þurfi til Simion hefur heitið því að Georgescu fái sæti í ríkisstjórn sinni. Hann hefur lagt áherslu á að landsvæði sem áður tilheyrðu Rúmeníu, en eru nú hluti af Moldóvu og Úkraínu, verði færð aftur undir stjórn Rúmena. Honum er bannað að heimsækja bæði löndin. Annað en Georgescu er hann andsnúinn Rússlandi en er jafnframt gagnrýnandi ESB og hefur hyllt Donald Trump mjög. Ólíklegt er talið að Simion nái að tryggja sér 50% atkvæða, sem þarf til þess að fara með sigur í kosningunum. Því mun sennilega þurfa að blása til síðari umferðar, þar sem hann keppir við þann mótframbjóðanda sem fær fleiri atkvæði. Síðari kosningaumferð fer fram 18. maí.
Rúmenía Úkraína Moldóva Rússland Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira