Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. maí 2025 14:38 Layton Carr lést voveiflega í eldsvoðanum í Gateshead. Getty/GoFundMe Fjórtán börn hafa verið handtekin í tengslum við andlát fjórtán ára drengs sem brann inni í geymsluhúsnæði í bænum Gateshead í Bretlandi á föstudag. Eldur braust út í iðnaðarhúsnæði í Bill Quay-hverfi í bænum Gateshead um áttaleytið að staðartíma á föstudagskvöld. Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins en inni í húsnæðinu fannst lík hins fjórtán ára Layton Carr sem hafði verið leitað í nokkra klukkurtíma fyrir eldsvoðann. Ellefu drengir og þrjár stúlkur á aldrinum ellefu til fjórtán ára voru í kjölfarið handtekin vegna gruns um manndráp og sitja þau enn í varðhaldi. Fjöldi fólks hefur skilið blóm eftir við hliðið að lóðinni þar sem Carr lést.Getty Algengt að börn fari í leyfisleysi inn á lóðina Húsnæðið sem brann er yfirgefið iðnaðarhúsnæði sem stendur á 15 ekru lóð við ána Tyne og hefur grotnað niður á síðustu árum. Breska ríkisútvarpið ræddi við fólk í nágrenninu sem sagði það vera algengt að börn væru í leyfisleysi inni á lóðinni. Jafnframt væru íkveikjur tíðar en eldurinn sem kviknaði á föstudag hafi verið óvenjustór. Lögreglan í Norðumbralandi segir að rannsókn málsins sé skammt á veg komin og biðlar til almennings að hafa samband sé það með upplýsingar. Aðalvarðstjórinn Louisa Jenkins sagði þetta vera „ákaflega sorglegt atvik þar sem drengur lét því miður lífið“. Hún sendi hugheilar kveðjur til Layton-fjölskyldunnar og sagði sérfræðinga lögreglunnar gera allt sem þeir gætu til að styðja við hana. Bretland England Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Eldur braust út í iðnaðarhúsnæði í Bill Quay-hverfi í bænum Gateshead um áttaleytið að staðartíma á föstudagskvöld. Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins en inni í húsnæðinu fannst lík hins fjórtán ára Layton Carr sem hafði verið leitað í nokkra klukkurtíma fyrir eldsvoðann. Ellefu drengir og þrjár stúlkur á aldrinum ellefu til fjórtán ára voru í kjölfarið handtekin vegna gruns um manndráp og sitja þau enn í varðhaldi. Fjöldi fólks hefur skilið blóm eftir við hliðið að lóðinni þar sem Carr lést.Getty Algengt að börn fari í leyfisleysi inn á lóðina Húsnæðið sem brann er yfirgefið iðnaðarhúsnæði sem stendur á 15 ekru lóð við ána Tyne og hefur grotnað niður á síðustu árum. Breska ríkisútvarpið ræddi við fólk í nágrenninu sem sagði það vera algengt að börn væru í leyfisleysi inni á lóðinni. Jafnframt væru íkveikjur tíðar en eldurinn sem kviknaði á föstudag hafi verið óvenjustór. Lögreglan í Norðumbralandi segir að rannsókn málsins sé skammt á veg komin og biðlar til almennings að hafa samband sé það með upplýsingar. Aðalvarðstjórinn Louisa Jenkins sagði þetta vera „ákaflega sorglegt atvik þar sem drengur lét því miður lífið“. Hún sendi hugheilar kveðjur til Layton-fjölskyldunnar og sagði sérfræðinga lögreglunnar gera allt sem þeir gætu til að styðja við hana.
Bretland England Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira