Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 5. maí 2025 11:33 Ein af grunnstoðum fyrir andlega vellíðan er góður svefn. Því miður glíma fjölmargir við svefnerfiðleika sem lýsa sér í því að þeir eiga erfitt með að festa svefn, vakna á nóttunni eða vakna of snemma að morgni. Orsakir svefnerfiðleika geta verið af ýmsum toga. Hægt er að skipta orsökum svefnerfiðleika í innri og ytri þætti. Það sem flokkast til innri þátta eru þættir eins og kvíði, streita og ýmsar svefnraskanir s.s. kæfisvefn. Ytri þættir eru ung eða óvær börn sem þarf að sinna á nóttunni, mikil neysla kaffis eða áfengis sem og hreyfingarleysi. Til að takast á við svefnvanda er mikilvægt að kortleggja svefnvenjur hvers og eins. Einnig að skoða hversu stór vandinn er og hversu lengi hann hefur varað. Það er ekki óalgengt að fólk fái svefnleysið á heilann og hugsi um það allan daginn hversu lítið þeir hafi sofið síðustu nótt og hvernig þeir ætli að bæta sér upp svefnleysið næstu nótt. Það eru algeng mistök hjá fólki sem glímir við svefnerfiðleika að fara of snemma upp í rúm. Jafnvel áður en það finnur til syfju. Algengar hugsanir í svefnleysi eru hversu skaðlegt svefnleysið geti orðið fyrir heilsuna og hvort við getum hreinlega orðið brjáluð af svefnleysi. Því meiri sem áhyggjurnar af svefnleysi eru því ólíklegra er að okkur takist að laga svefninn. Sumir grípa til þess ráðs að fá lyfseðilsskyld lyf til að takast á við svefnleysi. Í sumum tilfellum getur það verið hjálplegt til að takast á við svefnleysi vegna tímabundins álags eða annarra þátta. Hættan er hins vegar sú að tímabundin notkun breytist í langtímanotkun sem erfitt getur verið að takast á við síðar. Það er hins vegar aldrei of seint að fá aðstoð við að takast á við svefnvanda. Fagfólk eins og sálfræðingar geta aðstoðað við að bæta svefnvenjur sem síðan leiðir til betri svefns. Fyrsta skrefið til að ná betri svefni er að skrá niður svefninn, bæði hversu lengi er sofið og eins hvenær farið er í rúmið á kvöldin og úr því að morgni. Sumir nota úr sem mælir svefn. Hættan er sú að mælingunni sem er ætlað að gefa greinargóðar upplýsingar um svefngæði geti vakið kvíða ef svefninn er ófullnægjandi. Nú fer bjartasti tími ársins í hönd. Mörgum finnst erfitt að festa svefn þegar nóttin er björt og fuglarnir syngja allan sólahringinn. Góð myrkvunartjöld í svefnherbergið sem útiloka birtu og eyrnatappar sem útiloka umhverfishljóð geta verið gott fyrsta skref í átt að betri svefni. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svefn Heilsa Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ein af grunnstoðum fyrir andlega vellíðan er góður svefn. Því miður glíma fjölmargir við svefnerfiðleika sem lýsa sér í því að þeir eiga erfitt með að festa svefn, vakna á nóttunni eða vakna of snemma að morgni. Orsakir svefnerfiðleika geta verið af ýmsum toga. Hægt er að skipta orsökum svefnerfiðleika í innri og ytri þætti. Það sem flokkast til innri þátta eru þættir eins og kvíði, streita og ýmsar svefnraskanir s.s. kæfisvefn. Ytri þættir eru ung eða óvær börn sem þarf að sinna á nóttunni, mikil neysla kaffis eða áfengis sem og hreyfingarleysi. Til að takast á við svefnvanda er mikilvægt að kortleggja svefnvenjur hvers og eins. Einnig að skoða hversu stór vandinn er og hversu lengi hann hefur varað. Það er ekki óalgengt að fólk fái svefnleysið á heilann og hugsi um það allan daginn hversu lítið þeir hafi sofið síðustu nótt og hvernig þeir ætli að bæta sér upp svefnleysið næstu nótt. Það eru algeng mistök hjá fólki sem glímir við svefnerfiðleika að fara of snemma upp í rúm. Jafnvel áður en það finnur til syfju. Algengar hugsanir í svefnleysi eru hversu skaðlegt svefnleysið geti orðið fyrir heilsuna og hvort við getum hreinlega orðið brjáluð af svefnleysi. Því meiri sem áhyggjurnar af svefnleysi eru því ólíklegra er að okkur takist að laga svefninn. Sumir grípa til þess ráðs að fá lyfseðilsskyld lyf til að takast á við svefnleysi. Í sumum tilfellum getur það verið hjálplegt til að takast á við svefnleysi vegna tímabundins álags eða annarra þátta. Hættan er hins vegar sú að tímabundin notkun breytist í langtímanotkun sem erfitt getur verið að takast á við síðar. Það er hins vegar aldrei of seint að fá aðstoð við að takast á við svefnvanda. Fagfólk eins og sálfræðingar geta aðstoðað við að bæta svefnvenjur sem síðan leiðir til betri svefns. Fyrsta skrefið til að ná betri svefni er að skrá niður svefninn, bæði hversu lengi er sofið og eins hvenær farið er í rúmið á kvöldin og úr því að morgni. Sumir nota úr sem mælir svefn. Hættan er sú að mælingunni sem er ætlað að gefa greinargóðar upplýsingar um svefngæði geti vakið kvíða ef svefninn er ófullnægjandi. Nú fer bjartasti tími ársins í hönd. Mörgum finnst erfitt að festa svefn þegar nóttin er björt og fuglarnir syngja allan sólahringinn. Góð myrkvunartjöld í svefnherbergið sem útiloka birtu og eyrnatappar sem útiloka umhverfishljóð geta verið gott fyrsta skref í átt að betri svefni. Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar