„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2025 10:30 Rósa Björk Pétursdóttir og stöllur í Haukum eru einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. Stöð 2 Sport Rósa Björk Pétursdóttir gerir allt til að liðið sitt vinni og það skilaði sér í gær þegar Haukar unnu Njarðvík og komust í 2-0 í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Rósa Björk skoraði 15 stig og tók 12 fráköst í gær og nú geta Haukar tryggt sér titilinn á heimavelli á miðvikudagskvöld. Hún var valin Just wingin‘ it maður leiksins og mætti til sérfræðinga Körfuboltakvölds í viðtal sem sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Rósa Björk maður leiksins gegn Njarðvík „Við sýndum í seinni hálfleik að við erum drullusterkt lið,“ sagði Rósa Björk sem lét Njarðvíkinga heldur betur hafa fyrir hlutunum. „Þær voru mikið meira að leita inn [að körfunni] núna. Þær eru stærri en við erum drullusterkar og brugðumst vel við því fannst mér,“ bætti hún við. Arnar Guðjónsson fór yfir það á Stöð 2 Sport fyrir leik í gær hvernig Rósa Björk hjálpar sínu liði sífellt með alls konar litlum hlutum sem fólk tekur kannski ekki endilega eftir. Það er eitthvað sem Rósa Björk leggur metnað í að gera: „Hundrað prósent. Ég geri allt fyrir liðið mitt til þess að vinna. Mér er í raun alveg sama hvort ég sé með fimmtán stig eða núll stig, á meðan að við vinnum.“ Stuðningsfólk Hauka lét vel í sér heyra í IceMar-höllinni í gær og það má búast við mikilli stemningu í Ólafssal á miðvikudaginn: „Stuðningsfólkið okkar er bara best. Það sést ekki einu sinni allt sem þau gera fyrir okkur. Við fáum mat fyrir alla leiki. Það koma stuðningsmenn með okkur til Akureyrar á leiki. Þetta er geggjað fólk og ég elska Haukafjölskylduna.“ Bónus-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Diamond Battles var ein af mörgum sem setti þung lóð á vogaskálarnar til að tryggja Haukum sigur á Njarðvíkingum í leik nr. 2 í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn endaði 72-90 en varnarleikur gestanna var magnaður í seinni hálfleik. 4. maí 2025 21:24 Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Haukar tóku Njarðvíkinga í kennslustundí seinni hálfleik þegar þær unnu sannfærandi 18 stiga sigur í öðrum leik úrslita Bónus deildar kvenna í Icemar höllinni í kvöld. Leikar enduðu 72-90 en Njarðvík var með forskot í hálfleik. 4. maí 2025 18:30 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Rósa Björk skoraði 15 stig og tók 12 fráköst í gær og nú geta Haukar tryggt sér titilinn á heimavelli á miðvikudagskvöld. Hún var valin Just wingin‘ it maður leiksins og mætti til sérfræðinga Körfuboltakvölds í viðtal sem sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Rósa Björk maður leiksins gegn Njarðvík „Við sýndum í seinni hálfleik að við erum drullusterkt lið,“ sagði Rósa Björk sem lét Njarðvíkinga heldur betur hafa fyrir hlutunum. „Þær voru mikið meira að leita inn [að körfunni] núna. Þær eru stærri en við erum drullusterkar og brugðumst vel við því fannst mér,“ bætti hún við. Arnar Guðjónsson fór yfir það á Stöð 2 Sport fyrir leik í gær hvernig Rósa Björk hjálpar sínu liði sífellt með alls konar litlum hlutum sem fólk tekur kannski ekki endilega eftir. Það er eitthvað sem Rósa Björk leggur metnað í að gera: „Hundrað prósent. Ég geri allt fyrir liðið mitt til þess að vinna. Mér er í raun alveg sama hvort ég sé með fimmtán stig eða núll stig, á meðan að við vinnum.“ Stuðningsfólk Hauka lét vel í sér heyra í IceMar-höllinni í gær og það má búast við mikilli stemningu í Ólafssal á miðvikudaginn: „Stuðningsfólkið okkar er bara best. Það sést ekki einu sinni allt sem þau gera fyrir okkur. Við fáum mat fyrir alla leiki. Það koma stuðningsmenn með okkur til Akureyrar á leiki. Þetta er geggjað fólk og ég elska Haukafjölskylduna.“
Bónus-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Diamond Battles var ein af mörgum sem setti þung lóð á vogaskálarnar til að tryggja Haukum sigur á Njarðvíkingum í leik nr. 2 í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn endaði 72-90 en varnarleikur gestanna var magnaður í seinni hálfleik. 4. maí 2025 21:24 Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Haukar tóku Njarðvíkinga í kennslustundí seinni hálfleik þegar þær unnu sannfærandi 18 stiga sigur í öðrum leik úrslita Bónus deildar kvenna í Icemar höllinni í kvöld. Leikar enduðu 72-90 en Njarðvík var með forskot í hálfleik. 4. maí 2025 18:30 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Diamond Battles var ein af mörgum sem setti þung lóð á vogaskálarnar til að tryggja Haukum sigur á Njarðvíkingum í leik nr. 2 í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn endaði 72-90 en varnarleikur gestanna var magnaður í seinni hálfleik. 4. maí 2025 21:24
Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Haukar tóku Njarðvíkinga í kennslustundí seinni hálfleik þegar þær unnu sannfærandi 18 stiga sigur í öðrum leik úrslita Bónus deildar kvenna í Icemar höllinni í kvöld. Leikar enduðu 72-90 en Njarðvík var með forskot í hálfleik. 4. maí 2025 18:30