„Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. maí 2025 12:17 Konan ók bílnum gegnum strandavíðinn og utan í hús Axels. Hún reyndi síðan að spóla í burtu. Kona ók bíl inn í garð nágranna síns og utan í hús hans í Yrsufelli í Reykjavík í morgun. Eigandi hússins var að drekka morgunkaffi þegar hann fann höggið og sá bílinn í garðinum. Konan reyndi síðan að keyra í burtu og gat engar skýringar gefið á árekstrinum. „Ég veit ekki hvort þetta var af því hún var að beygja sig eftir síma eða hvað. Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni,“ segir Axel Jón Ellenarson, íbúi í götunni, um nágranni sinn sem ók bílnum inn í garðinn. „Og líka merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið heldur halda áfram eyðileggingunni með því að taka einhverja u-beygju og keyra út úr garðinum, reyna að stinga af,“ segir hann. Konan gat ekki svarað því hvers vegna hún brást við eins og hún gerði. Var að drekka morgunkaffið þegar höggið kom „Ég var bara inni í eldhúsi að drekka morgunkaffið klukkan hálf níu þegar ég fann þetta högg koma á húsið. Ég leit út um gluggann og sá að það var fólk í garðinum og bíll,“ segir Axel og hlær. Axel Jón Ellenarson hrökk við í miðju morgunkaffi þegar bíllinn ók á húsið. „Þetta hefur aldrei gerst frá því að húsið var byggt,“ segir Axel sem býr í Yrsufelli 24 í Breiðholti. Gatan er botnlangi og segir Axel afskaplega gott og rólegt að búa þar. Óvanalegt sé að fólk aki mjög hratt en það séu þó alltaf sumir sem geri það. „Í raun og veru kemur hún inn af planinu og tekur u-beygju inn í húsið. Ég veit ekkert hvað gerist, af því hún gat ekki skýrt frá því, en hún hefur annað hvort verið að aka of hratt eða teygja sig eftir síma,“ segir Axel og bætir við: „Ég veit ekki hvernig það er hægt að gera þetta edrú.“ Axel segist vera á „svolitlum bömmer“ yfir því að strandavíðirinn skyldi eyðileggjast en það sé gott að enginn hafi slasast. Klæðningin á húsinu hafi líka skemmst lítillega. Umferðaröryggi Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Sjá meira
„Ég veit ekki hvort þetta var af því hún var að beygja sig eftir síma eða hvað. Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni,“ segir Axel Jón Ellenarson, íbúi í götunni, um nágranni sinn sem ók bílnum inn í garðinn. „Og líka merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið heldur halda áfram eyðileggingunni með því að taka einhverja u-beygju og keyra út úr garðinum, reyna að stinga af,“ segir hann. Konan gat ekki svarað því hvers vegna hún brást við eins og hún gerði. Var að drekka morgunkaffið þegar höggið kom „Ég var bara inni í eldhúsi að drekka morgunkaffið klukkan hálf níu þegar ég fann þetta högg koma á húsið. Ég leit út um gluggann og sá að það var fólk í garðinum og bíll,“ segir Axel og hlær. Axel Jón Ellenarson hrökk við í miðju morgunkaffi þegar bíllinn ók á húsið. „Þetta hefur aldrei gerst frá því að húsið var byggt,“ segir Axel sem býr í Yrsufelli 24 í Breiðholti. Gatan er botnlangi og segir Axel afskaplega gott og rólegt að búa þar. Óvanalegt sé að fólk aki mjög hratt en það séu þó alltaf sumir sem geri það. „Í raun og veru kemur hún inn af planinu og tekur u-beygju inn í húsið. Ég veit ekkert hvað gerist, af því hún gat ekki skýrt frá því, en hún hefur annað hvort verið að aka of hratt eða teygja sig eftir síma,“ segir Axel og bætir við: „Ég veit ekki hvernig það er hægt að gera þetta edrú.“ Axel segist vera á „svolitlum bömmer“ yfir því að strandavíðirinn skyldi eyðileggjast en það sé gott að enginn hafi slasast. Klæðningin á húsinu hafi líka skemmst lítillega.
Umferðaröryggi Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent