Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2025 06:25 Brak úr indverskri herþotu í indverska hluta Kasmír-héraðs. Mögulega er um að ræða eldsneytistank sem hannaður er til að losna af þotum. AP/Dar Yasin Forsvarsmenn hers Pakistan segjast hafa skotið niður fimm indverskar herþotur eftir að Indverjar gerðu árásir í Pakistan í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar svöruðu fyrir sig með stórskotaliðsárásum og segja yfirvöld beggja ríkja að óbreyttir borgarar liggi í valnum. Pakistanar segja að 31 óbreyttur borgari hafi fallið í árásum Indverja. Þeim hafi verið svarað með stórskotaliðsárásum en pakistanskur herforingi segir þær hafa beinst að nokkrum indverskum varðstöðvum við landamæri ríkjanna. Yfirvöld á Indlandi segja að tíu óbreyttir borgarar hafi fallið í þessum árásum Pakistana í indverska hluta Kasmír-héraðs. Sjá einnig: Indland gerir árás á Pakistan Indverjar hafa ekki viðurkennt að fimm herþotur þeirra hafi verið skotnar niður en fregnir hafa þó borist af því að að minnsta kosti þrjár þotur hafi hrapað í Indlandi frá því átökin hófust í gær. Pakistanar segja að af þessum fimm þotum séu þrjár Rafale-herþotur sem Indverjar keyptu frá Frakklandi. Vikram Misri, utanríkisráðherra Indlands, lýsti árásunum á Pakistan í gær sem fyrirbyggjandi. Þær voru gerðar tveimur vikum eftir að vígamenn, sem Indverjar segja studda af yfirvöldum í Pakistan, myrtu 26 ferðamenn í Kasmír-héraði. Síðan þá hefur spennan aukist töluvert milli ríkjanna tveggja. Misri segir Indverja hafa upplýsingar um nýjar árásir og því hafi þeir brugðist við og gert eigin árásir á að minnsta kosti níu skotmörk í Pakistan. Þessi skotmörk eru sögð hafa verið staðir þar sem hryðjuverk hafi verið skipulögð. Indverjar og Pakistanar, sem eiga báðir kjarnorkuvopn, hafa háð þrjú stríð gegnum tíðina, frá því Indlandi var skipt upp milli hindúa og múslima í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Síðasta stríðið átti sér stað árið 1971 en reglulega hefur komið til átaka þeirra á milli, núna síðast árið 2019. Fyrsta stríð ríkjanna var um Kasmír-hérað sem hefur um árabil þótt eitt mesta spennusvæði heims, ef svo má segja. Sjá einnig: Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Á kynningu sem haldin var á Indlandi í morgun sögðu talsmenn indverska hersins að markmið árásanna i gærkvöldi hafi verið að ná fram réttlæti fyrir árásina í Kasmír í síðasta mánuði. Níu hryðjuverkabúðir hafi orðið fyrir skemmdum og að notast hafi verið við sérstök vopn til að reyna að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. Ráðamenn í Pakistan segja að þeir muni bregðast frekar við þessum árásum en það verði gert þegar Pakistanar telji það best. Þjóðaröryggisráð Pakistans hélt fund í morgun og ætlar Shehbaz Sharif, forsætisráðherra, að ávarpa pakistönsku þjóðina innan skamms. Pakistan Indland Hernaður Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Pakistanar segja að 31 óbreyttur borgari hafi fallið í árásum Indverja. Þeim hafi verið svarað með stórskotaliðsárásum en pakistanskur herforingi segir þær hafa beinst að nokkrum indverskum varðstöðvum við landamæri ríkjanna. Yfirvöld á Indlandi segja að tíu óbreyttir borgarar hafi fallið í þessum árásum Pakistana í indverska hluta Kasmír-héraðs. Sjá einnig: Indland gerir árás á Pakistan Indverjar hafa ekki viðurkennt að fimm herþotur þeirra hafi verið skotnar niður en fregnir hafa þó borist af því að að minnsta kosti þrjár þotur hafi hrapað í Indlandi frá því átökin hófust í gær. Pakistanar segja að af þessum fimm þotum séu þrjár Rafale-herþotur sem Indverjar keyptu frá Frakklandi. Vikram Misri, utanríkisráðherra Indlands, lýsti árásunum á Pakistan í gær sem fyrirbyggjandi. Þær voru gerðar tveimur vikum eftir að vígamenn, sem Indverjar segja studda af yfirvöldum í Pakistan, myrtu 26 ferðamenn í Kasmír-héraði. Síðan þá hefur spennan aukist töluvert milli ríkjanna tveggja. Misri segir Indverja hafa upplýsingar um nýjar árásir og því hafi þeir brugðist við og gert eigin árásir á að minnsta kosti níu skotmörk í Pakistan. Þessi skotmörk eru sögð hafa verið staðir þar sem hryðjuverk hafi verið skipulögð. Indverjar og Pakistanar, sem eiga báðir kjarnorkuvopn, hafa háð þrjú stríð gegnum tíðina, frá því Indlandi var skipt upp milli hindúa og múslima í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Síðasta stríðið átti sér stað árið 1971 en reglulega hefur komið til átaka þeirra á milli, núna síðast árið 2019. Fyrsta stríð ríkjanna var um Kasmír-hérað sem hefur um árabil þótt eitt mesta spennusvæði heims, ef svo má segja. Sjá einnig: Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Á kynningu sem haldin var á Indlandi í morgun sögðu talsmenn indverska hersins að markmið árásanna i gærkvöldi hafi verið að ná fram réttlæti fyrir árásina í Kasmír í síðasta mánuði. Níu hryðjuverkabúðir hafi orðið fyrir skemmdum og að notast hafi verið við sérstök vopn til að reyna að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. Ráðamenn í Pakistan segja að þeir muni bregðast frekar við þessum árásum en það verði gert þegar Pakistanar telji það best. Þjóðaröryggisráð Pakistans hélt fund í morgun og ætlar Shehbaz Sharif, forsætisráðherra, að ávarpa pakistönsku þjóðina innan skamms.
Pakistan Indland Hernaður Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira