Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 8. maí 2025 07:00 „Við munum ekki lengur gera Rússlandi kleift að nota orkumálin sem vopn gegn okkur. Við munum ekki lengur með óbeinum hætti hjálpa til við að fjármagna stríðsrekstur þeirra,“ sagði Dan Jørgensen, orkumálaráðherra Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Strasbourg í gær en sambandið hefur sagt að stefnt sé að því að ríki þess verði ekki lengur háð rússnesku gasi í lok árs 2027. Með öðrum orðum næstum sex árum eftir innrás rússneska hersins í Úkraínu. Fram kemur í frétt brezka ríkisútvarpsins BBC að þó gripið hafi verið til aðgerða á undanförnum árum til þess að draga úr því hversu háð Evrópusambandið og ríki þess væru rússneskri orku væri sú enn raunin að verulegu leyti. Þannig komi fram í skýrslu framkvæmdastjórnar sambandsins vegna fyrrnefndra áforma að 45% af gasi sem notað hafi verið innan þess árið 2021, fyrir innrásina í Úkraínu, hafi komið frá Rússlandi en hlutfallið hafi enn verið 19% á síðasta ári. Tekizt hefði betur til við að draga úr innflutningi á rússneskri olíu. Hins vegar þyrfti einnig að draga úr því hversu háð Evrópusambandið væri innflutningi frá Rússlandi fyrir kjarnorkuiðnaðinn í ríkjum sambandsins. Þannig hefði rúmlega 14% af úraníum sem notað hefði verið innan Evrópusambandsins á síðasta ári hefði verið rússneskt. Þá segi í skýrslunni að með þessu hefði efnahagsöryggi sambandsins verið sett í hættu og stríðsrekstur Rússlands fjármagnaður. Forystumenn Evrópusambandsins hafa áður viðurkennt að sambandið og ríki þess hafi fjármagnað hernaðaruppbyggingu og stríðsrekstur Rússlands með umfangsmiklum kaupum á rússneskri orku undanfarin ár og áratugi og haldið því áfram í vaxandi mæli í kjölfar þess að rússnesk stjórnvöld innlimuðu Krímsskaga árið 2014 þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð í þeim efnum. Til stendur nú loks að skrúfa fyrir þá fjármögnun en eftir tæplega þrjú ár. Takist það á annað borð. Hitt er svo annað mál að ekki er í vitað í öllum tilfellum, einkum þegar gas er flutt inn til Evrópusambandsins í fljótandi formi, hvort það komi upprunalega frá Rússlandi. Þannig er vitað að rússneskt gas sem flutt er til Kína er síðan selt áfram út á alþjóðamarkaðinn sem þarlend framleiðsla. Hið sama hefur átt við um olíu. Þá má hafa í huga að þó dregið hafi úr umfangi innflutts rússnesks gass til ríkja sambandsins hefur þurfa að greiða mun meira fyrir það en áður. Með öðrum orðum hafa tekjurnar sem skilað hafa sér í ríkissjóð Rússlands ekki dregizt eins mikið saman og innflutningurinn á rússnesku gasi og olíu til Evrópusambandsins. Forystumenn sambandsins hafa viðurkennt að ríki þess hafi greitt meira til Rússlands fyrir orkuna en þau hafi styrkt Úkraínumenn. Margfalt meira ef teknar eru inn í myndina greiðslur ríkjanna fyrir rússneska orku árum saman áður en rússneski herinn réðist inn í Úkraínu fyrir þremur árum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
„Við munum ekki lengur gera Rússlandi kleift að nota orkumálin sem vopn gegn okkur. Við munum ekki lengur með óbeinum hætti hjálpa til við að fjármagna stríðsrekstur þeirra,“ sagði Dan Jørgensen, orkumálaráðherra Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Strasbourg í gær en sambandið hefur sagt að stefnt sé að því að ríki þess verði ekki lengur háð rússnesku gasi í lok árs 2027. Með öðrum orðum næstum sex árum eftir innrás rússneska hersins í Úkraínu. Fram kemur í frétt brezka ríkisútvarpsins BBC að þó gripið hafi verið til aðgerða á undanförnum árum til þess að draga úr því hversu háð Evrópusambandið og ríki þess væru rússneskri orku væri sú enn raunin að verulegu leyti. Þannig komi fram í skýrslu framkvæmdastjórnar sambandsins vegna fyrrnefndra áforma að 45% af gasi sem notað hafi verið innan þess árið 2021, fyrir innrásina í Úkraínu, hafi komið frá Rússlandi en hlutfallið hafi enn verið 19% á síðasta ári. Tekizt hefði betur til við að draga úr innflutningi á rússneskri olíu. Hins vegar þyrfti einnig að draga úr því hversu háð Evrópusambandið væri innflutningi frá Rússlandi fyrir kjarnorkuiðnaðinn í ríkjum sambandsins. Þannig hefði rúmlega 14% af úraníum sem notað hefði verið innan Evrópusambandsins á síðasta ári hefði verið rússneskt. Þá segi í skýrslunni að með þessu hefði efnahagsöryggi sambandsins verið sett í hættu og stríðsrekstur Rússlands fjármagnaður. Forystumenn Evrópusambandsins hafa áður viðurkennt að sambandið og ríki þess hafi fjármagnað hernaðaruppbyggingu og stríðsrekstur Rússlands með umfangsmiklum kaupum á rússneskri orku undanfarin ár og áratugi og haldið því áfram í vaxandi mæli í kjölfar þess að rússnesk stjórnvöld innlimuðu Krímsskaga árið 2014 þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð í þeim efnum. Til stendur nú loks að skrúfa fyrir þá fjármögnun en eftir tæplega þrjú ár. Takist það á annað borð. Hitt er svo annað mál að ekki er í vitað í öllum tilfellum, einkum þegar gas er flutt inn til Evrópusambandsins í fljótandi formi, hvort það komi upprunalega frá Rússlandi. Þannig er vitað að rússneskt gas sem flutt er til Kína er síðan selt áfram út á alþjóðamarkaðinn sem þarlend framleiðsla. Hið sama hefur átt við um olíu. Þá má hafa í huga að þó dregið hafi úr umfangi innflutts rússnesks gass til ríkja sambandsins hefur þurfa að greiða mun meira fyrir það en áður. Með öðrum orðum hafa tekjurnar sem skilað hafa sér í ríkissjóð Rússlands ekki dregizt eins mikið saman og innflutningurinn á rússnesku gasi og olíu til Evrópusambandsins. Forystumenn sambandsins hafa viðurkennt að ríki þess hafi greitt meira til Rússlands fyrir orkuna en þau hafi styrkt Úkraínumenn. Margfalt meira ef teknar eru inn í myndina greiðslur ríkjanna fyrir rússneska orku árum saman áður en rússneski herinn réðist inn í Úkraínu fyrir þremur árum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar