Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar 7. maí 2025 15:31 Lífið færir mér ýmsar áskoranir og það væri óskandi að ég hefði stjórn á þeim öllum. Svo er víst ekki, það eina sem ég get stjórnað er ég sjálf, mín viðbrögð, mín hegðun og framkoma. Oft á tíðum hef ég einblínt á það sem aflaga fer, hvernig fólk kemur fram, hvað það segir o.s.frv. Þetta hefur ekki skilað mér miklu, nema kannski helst vanlíðan og ómögulegheitum. Þegar ég hins vegar næ að beina sjónum mínum að mér sjálfri og mínum viðbrögðum við því sem lífið hefur upp á að bjóða þá virðast hlutirnir ganga betur. Ég hef nefnilega enga stjórn á því hvað aðrir gera eða segja en ég hef fulla stjórn á því hvernig ég bregst við. Mér tekst þó ekki alltaf vel upp en ég læt mistökin ekki stoppa mig af, ég stend upp aftur og held ótrauð áfram. Það er svo merkilegt að þegar ég næ að beina athyglinni að sjálfri mér þá virðist lífið frekar vera með mér í liði, mér líður betur og ég undrast í raun hvað ég hef mikla stjórn á hlutunum. Allt snýst þetta um að velja hvað ég legg áherslu á og í hvað ég nýti krafta mína. Verum upptekin af okkar eigin hegðun, okkar eigin viðbrögðum, okkar eigin orðum. Í því felst heilmikill kraftur sem færir okkur betri líðan og hún er bráðsmitandi. 10 hlutir sem ég get haft stjórn á: Ég get valið hvernig ég bregst við áreiti. Ég get valið að nýta hæfileikana mína. Ég get valið orðin sem ég nota. Ég get valið að vera þakklát. Ég get valið hvernig ég túlka hlutina. Ég get valið hvort ég hlusta. Ég get valið að biðja um hjálp. Ég get valið að sýna öðrum virðingu. Ég get valið að róa mig niður þegar ég kemst í uppnám. Ég get valið hvernig ég kem fram við aðra. Höfundur er verkefnisstjóri ART teymis Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Lífið færir mér ýmsar áskoranir og það væri óskandi að ég hefði stjórn á þeim öllum. Svo er víst ekki, það eina sem ég get stjórnað er ég sjálf, mín viðbrögð, mín hegðun og framkoma. Oft á tíðum hef ég einblínt á það sem aflaga fer, hvernig fólk kemur fram, hvað það segir o.s.frv. Þetta hefur ekki skilað mér miklu, nema kannski helst vanlíðan og ómögulegheitum. Þegar ég hins vegar næ að beina sjónum mínum að mér sjálfri og mínum viðbrögðum við því sem lífið hefur upp á að bjóða þá virðast hlutirnir ganga betur. Ég hef nefnilega enga stjórn á því hvað aðrir gera eða segja en ég hef fulla stjórn á því hvernig ég bregst við. Mér tekst þó ekki alltaf vel upp en ég læt mistökin ekki stoppa mig af, ég stend upp aftur og held ótrauð áfram. Það er svo merkilegt að þegar ég næ að beina athyglinni að sjálfri mér þá virðist lífið frekar vera með mér í liði, mér líður betur og ég undrast í raun hvað ég hef mikla stjórn á hlutunum. Allt snýst þetta um að velja hvað ég legg áherslu á og í hvað ég nýti krafta mína. Verum upptekin af okkar eigin hegðun, okkar eigin viðbrögðum, okkar eigin orðum. Í því felst heilmikill kraftur sem færir okkur betri líðan og hún er bráðsmitandi. 10 hlutir sem ég get haft stjórn á: Ég get valið hvernig ég bregst við áreiti. Ég get valið að nýta hæfileikana mína. Ég get valið orðin sem ég nota. Ég get valið að vera þakklát. Ég get valið hvernig ég túlka hlutina. Ég get valið hvort ég hlusta. Ég get valið að biðja um hjálp. Ég get valið að sýna öðrum virðingu. Ég get valið að róa mig niður þegar ég kemst í uppnám. Ég get valið hvernig ég kem fram við aðra. Höfundur er verkefnisstjóri ART teymis Suðurlands.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar