Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Árni Jóhannsson skrifar 7. maí 2025 22:18 Þjálfari Njarðvíkinga Einar Árni Jóhannsson hafði í nægu að snúast. Vísir / Jón Gautur Hannesson Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, mátti vera ánægður með liðið sitt í kvöld. Þær náðu að knýja fram leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinni í körfubolta með því að vinna Hauka í æsispennandi leik 93-95. Einar Árni var beðinn um að útskýra hvernig hans konur lifðu af þennan leik eftir af eftir allt sem hafði gengið á. „Ætli maður verði ekki bara að benda á hvað við hreyfðum boltann vel og skutum honum vel. Paulina gerði vel í að halda þessu í jafnvægi og við fengum kött og sniðskot og hittum vel úr þristum. Hulda og Krista voru svo geggjaðar eins og ég þekki þær. Eina var beðinn um að tala aðeins um annan leikhlutann þar sem Njarðvíkingar skoruðu fyrstu 17 stigin. „Ég gerði mér reyndar ekki grein fyrir því að þetta voru fyrstu 17 stigin en mér fannst við spila fyrst og síðast þéttan og öflugan varnarleik. Frábært líka að sjá hversu mikið við skoruðum úr hraðaupphlaupum á meðan Haukar gerðu það ekki. Svo var þetta bara blanda af óheppni og klaufaskap að fara ekki með meira forskot inn í hálfleikinn. Við vitum líka að við erum að spila við gríðarlega öflugt lið á þeirra heimavelli og vissum að það kæmi áhlaup. Það er fegurðin við þennan leik. Ég hugsa að hlutlausir hafi verið sáttir með þetta en við hefðum getað passað boltann betur í seinni hálfleik þegar þær ná að skera niður forskotið hratt. Við hinsvegar stigum upp og það er fullt af stórum play-um í lokin.“ Um loka sókn Hauka í fyrri hálfleik, þar sem Diamond Battles skoraði fjögur stig í einni sókn hafði Einar Árni þetta að segja og augnablikin sem fylgdu: „Við vorum búnar að halda þeim í níu stigum í leikhlutanum en þarna fara þær upp í 13 stig. Við vorum búnar að gera hrikalega vel. Þetta var bara vel gert hjá henni. Það sat meira í mér hvernig við byrjuðum seinni en þær kláruðu fyrri.“ Hvernig var það fyrir Einar að fylgjast með þessu sem var í gangi í restina af leiknum? „Það er ótrúlega dýrmætt að fá svona aðgerðir eins frá Kristu. Það vita allir hverjir eru skorararnir okkar og stelpurnar sem eru í kringum þær eru að fá opin skot og Krista er búin að skjóta gríðarlega vel eftir að hún kom til baka úr erfiðum meiðslum. Ég er ótrúlega ánægður fyrir hennar hönd og liðsins því þegar Haukar fara í tvöfaldanir og þrefaldarnir þá verðum við að refsa fyrir það. Þær þora að taka stóru skotin og þær gerðu það svo sannarlega í dag.“ Það er eitt að vinna en að vinna með þessum hætti hvernig sér Einar það fyrir sér að það geti gefið Njarðvíki í einvíginu? „Ég sagði fyrir leik að þetta væri til þess að koma okkur heim. Við litum á þetta sem undanúrslitaleik til að koma okkur í úrslitaleik á laugardaginn. Við ætlum að kíkja vel á þennan leik, byggja ofan á það sem vel var gert, skera niður tapaða bolta til dæmi og koma aftur hingað.“ Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Njarðvíkurkonur eyðilögðu Íslandsmestarapartý Haukanna á Ásvöllum í kvöld og tryggðu sér fjórða leikinn í úrslitaeinvígi Bónus deildar kvenna í körfubolta. Njarðvík vann leikinn 95-93 eftir æsispennandi lokasekúndur. 7. maí 2025 18:30 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
Einar Árni var beðinn um að útskýra hvernig hans konur lifðu af þennan leik eftir af eftir allt sem hafði gengið á. „Ætli maður verði ekki bara að benda á hvað við hreyfðum boltann vel og skutum honum vel. Paulina gerði vel í að halda þessu í jafnvægi og við fengum kött og sniðskot og hittum vel úr þristum. Hulda og Krista voru svo geggjaðar eins og ég þekki þær. Eina var beðinn um að tala aðeins um annan leikhlutann þar sem Njarðvíkingar skoruðu fyrstu 17 stigin. „Ég gerði mér reyndar ekki grein fyrir því að þetta voru fyrstu 17 stigin en mér fannst við spila fyrst og síðast þéttan og öflugan varnarleik. Frábært líka að sjá hversu mikið við skoruðum úr hraðaupphlaupum á meðan Haukar gerðu það ekki. Svo var þetta bara blanda af óheppni og klaufaskap að fara ekki með meira forskot inn í hálfleikinn. Við vitum líka að við erum að spila við gríðarlega öflugt lið á þeirra heimavelli og vissum að það kæmi áhlaup. Það er fegurðin við þennan leik. Ég hugsa að hlutlausir hafi verið sáttir með þetta en við hefðum getað passað boltann betur í seinni hálfleik þegar þær ná að skera niður forskotið hratt. Við hinsvegar stigum upp og það er fullt af stórum play-um í lokin.“ Um loka sókn Hauka í fyrri hálfleik, þar sem Diamond Battles skoraði fjögur stig í einni sókn hafði Einar Árni þetta að segja og augnablikin sem fylgdu: „Við vorum búnar að halda þeim í níu stigum í leikhlutanum en þarna fara þær upp í 13 stig. Við vorum búnar að gera hrikalega vel. Þetta var bara vel gert hjá henni. Það sat meira í mér hvernig við byrjuðum seinni en þær kláruðu fyrri.“ Hvernig var það fyrir Einar að fylgjast með þessu sem var í gangi í restina af leiknum? „Það er ótrúlega dýrmætt að fá svona aðgerðir eins frá Kristu. Það vita allir hverjir eru skorararnir okkar og stelpurnar sem eru í kringum þær eru að fá opin skot og Krista er búin að skjóta gríðarlega vel eftir að hún kom til baka úr erfiðum meiðslum. Ég er ótrúlega ánægður fyrir hennar hönd og liðsins því þegar Haukar fara í tvöfaldanir og þrefaldarnir þá verðum við að refsa fyrir það. Þær þora að taka stóru skotin og þær gerðu það svo sannarlega í dag.“ Það er eitt að vinna en að vinna með þessum hætti hvernig sér Einar það fyrir sér að það geti gefið Njarðvíki í einvíginu? „Ég sagði fyrir leik að þetta væri til þess að koma okkur heim. Við litum á þetta sem undanúrslitaleik til að koma okkur í úrslitaleik á laugardaginn. Við ætlum að kíkja vel á þennan leik, byggja ofan á það sem vel var gert, skera niður tapaða bolta til dæmi og koma aftur hingað.“
Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Njarðvíkurkonur eyðilögðu Íslandsmestarapartý Haukanna á Ásvöllum í kvöld og tryggðu sér fjórða leikinn í úrslitaeinvígi Bónus deildar kvenna í körfubolta. Njarðvík vann leikinn 95-93 eftir æsispennandi lokasekúndur. 7. maí 2025 18:30 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Njarðvíkurkonur eyðilögðu Íslandsmestarapartý Haukanna á Ásvöllum í kvöld og tryggðu sér fjórða leikinn í úrslitaeinvígi Bónus deildar kvenna í körfubolta. Njarðvík vann leikinn 95-93 eftir æsispennandi lokasekúndur. 7. maí 2025 18:30