Viðskipti innlent

Til Sam­taka at­vinnulífsins eftir mánuð á aug­lýsinga­stofu

Árni Sæberg skrifar
Sigtryggur Magnason er nýr forstöðumaður miðlunarsviðs Samtaka atvinnulífsins
Sigtryggur Magnason er nýr forstöðumaður miðlunarsviðs Samtaka atvinnulífsins Samtök atvinnulífsins

Sigtryggur Magnason, sem var um árabil aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannessonar í hinum ýmsu ráðuneytum, hefur verið ráðinn forstöðumaður miðlunarsviðs Samtaka atvinnulífsins.

Í fréttatilkynningu frá SA segir að Sigtryggur hafi hafið störf þann 10. apríl og tekið við af Védísi Hervöru Árnadóttur. Athygli vekur að greint var frá því þann 3. mars að Sigrtryggur hefði verið ráðinn til auglýsingastofunnar Peel.

Í tilkynningu segir að Sigtryggur hafi starfaði frá 2018 til 2025 sem aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, fyrst í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, þá innviðaráðuneytinu og nú síðast í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Áður hefði Sigtryggur starfað við markaðsmál og auglýsingar, meðal annars sem sköpunarstjóri Íslensku auglýsingastofunnar.

Hann hafi einnig skrifað leikrit sem sett hafa verið upp og gefin út hér heima og erlendis.

„Rödd Samtaka atvinnulífsins er gríðarlega mikilvæg fyrir íslenskt samfélag enda trúi ég því að öflugt atvinnulíf sé undirstaða blómlegra samfélaga. Ég hlakka til að bætast í hóp starfsmanna SA sem vinna alla daga að því að þjónusta fyrirtækin, gæta hagsmuna þeirra og miðla staðreyndum um atvinnulífið til almennings,“ er haft eftir Sigtryggi.


Tengdar fréttir

Sindri og Védís Her­vör til Kópa­vogs­bæjar

Védís Hervör Árnadóttir hefur verið ráðin stjórnandi nýrrar skrifstofu umbóta og þróunar hjá Kópavogsbæ. Þá hefur Sindri Sveinsson verið ráðinn áhættu- og fjárstýringarstjóri hjá Kópavogsbæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×