Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2025 12:00 Emilie Hesseldal skaraði fram úr í mögnuðum sigri Njarðvíkur í gærkvöld. Stöð 2 Sport Hin danska Emilie Hesseldal var Just wingin' it og Play maður leiksins þegar Njarðvík kreisti fram frábæran sigur gegn Haukum og minnkaði muninn í 2-1, í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Hún segir ísböð lykilinn að magnaðri frammistöðu sinni í gær. Haukar virtust ætla að tryggja sér titilinn á heimavelli í gær en Krista Gló Magnúsdóttir setti niður þrist þegar 25 sekúndur voru eftir og það dugði Njarðvík á endanum til 95-93 sigurs. „Ég er hamingjusöm. Það er að losna mikil spenna. Við þurftum þennan sigur, það var að duga að drepast, en við erum ekki búnar,“ sagði Hesseldal þegar hún mætti í settið hjá Körfuboltakvöldi strax eftir leik. „Við trúum því virkilega að við getum náð þessu,“ sagði Hesseldal en viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Emilie Hesseldal maður leiksins Hesseldal tók heil tuttugu fráköst, skoraði tólf stig og gaf fjórar stoðsendingar í leiknum. Ólöf Helga Pálsdóttir spurði hana út í það hve fersk hún hefði virst í leiknum. Að hún hefði virkað þreyttari í leik tvö í einvíginu. Hver var lykillinn að því? „Ísböð,“ sagði sú danska og hló. „Nei í alvöru. Við erum búnar að vera í ísbaðinu bara eins og það sé sundlaug,“ bætti hún við. Hún hrósaði líka Kristu og hinni 17 ára Huldu Maríu Agnarsdóttur sem samtals skoruðu 28 stig í gær og nýttu samtals átta af ellefu þriggja stiga skotum sínum. Mikilvægastur var þó sigurþristur Kristu í lokin: „Ég varð mjög, mjög ánægð [þegar skot Kristu fór ofan í]. Ég er mjög stolt af bæði henni og Huldu. Öllu liðinu en sérstaklega þeim tveimur. Þær hittu vel úr þriggja stiga skotunum í kvöld og það skipti rosalegu máli fyrir okkur. Opnaði völlinn.“ Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Haukar Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Haukar virtust ætla að tryggja sér titilinn á heimavelli í gær en Krista Gló Magnúsdóttir setti niður þrist þegar 25 sekúndur voru eftir og það dugði Njarðvík á endanum til 95-93 sigurs. „Ég er hamingjusöm. Það er að losna mikil spenna. Við þurftum þennan sigur, það var að duga að drepast, en við erum ekki búnar,“ sagði Hesseldal þegar hún mætti í settið hjá Körfuboltakvöldi strax eftir leik. „Við trúum því virkilega að við getum náð þessu,“ sagði Hesseldal en viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Emilie Hesseldal maður leiksins Hesseldal tók heil tuttugu fráköst, skoraði tólf stig og gaf fjórar stoðsendingar í leiknum. Ólöf Helga Pálsdóttir spurði hana út í það hve fersk hún hefði virst í leiknum. Að hún hefði virkað þreyttari í leik tvö í einvíginu. Hver var lykillinn að því? „Ísböð,“ sagði sú danska og hló. „Nei í alvöru. Við erum búnar að vera í ísbaðinu bara eins og það sé sundlaug,“ bætti hún við. Hún hrósaði líka Kristu og hinni 17 ára Huldu Maríu Agnarsdóttur sem samtals skoruðu 28 stig í gær og nýttu samtals átta af ellefu þriggja stiga skotum sínum. Mikilvægastur var þó sigurþristur Kristu í lokin: „Ég varð mjög, mjög ánægð [þegar skot Kristu fór ofan í]. Ég er mjög stolt af bæði henni og Huldu. Öllu liðinu en sérstaklega þeim tveimur. Þær hittu vel úr þriggja stiga skotunum í kvöld og það skipti rosalegu máli fyrir okkur. Opnaði völlinn.“
Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Haukar Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira