Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar 8. maí 2025 13:02 Í upphafi 18. aldar sagði John Adams: „Það hefur enn ekki verið til lýðræði, sem ekki hefur framið sjálfsmorð.” Og spurningin er enn – hafði hann rétt fyrir sér? Eftir endurkjör Donalds Trump í nóvember 2024 var ég andlega búinn á því. Endalausar fréttir um hnignun lýðræðisins og vaxandi áhrif hægri popúlisma drógu úr mér allan kraft. Þetta voru sömu viðvaranirnar, endurteknar aftur og aftur. Svo ég ákvað að aftengja mig. Ég leitaði skjóls í námi mínu í stjórnmálafræði og reyndi að einbeita mér að áfanganum sem ég var að taka í stjórnmálaheimspeki. En um það leiti fór ég að velta fyrir mér: Hvað verður um lýðræðið þegar ungt fólk – þau sem eiga að taka við keflinu – hætta að trúa á að það virki? Við á Norðurlöndunum lítum oft á okkur sem fánabera lýðræðisins. Við metum málefnalega umræðu og trúum því að jafnvel flóknustu ágreiningsmál megi leysa með lögmætum og lýðræðislegum samtölum. En nú virðist þessi trú standa höllum fæti. Lýðræðið á við mörg og máttug öfl að etja um þessar mundir: vaxandi vantrú á pólitískum stofnunum, æ öfgakenndari og meira sundrandi umræða, og upplýsingaóreiða sem bara stigmagnast – og beinist oft að yngri kynslóðinni. Og það er einmitt unga fólkið sem virðist mest berskjaldað. Félagssálfræðingurinn Jonathan Haidt lýsir kynslóð sem hefur verið ofvernduð í hinum raunverulega heimi en óvernduð á netinu. Ég er ekki sannfærður um að við eigum að örstjórna næstu kynslóðum á netinu – vernda hana fyrir Andrew Tate, „manospherinu“ og almennri upplýsingaóreiðu. En ég vil þó varpa fram spurningunni: af hverju virðast ungmenni svo útsett? Það að lýðræðið lifi af veltur að miklu leiti á því að komandi kynslóðir tileinki sér lýðræðislegar hugmyndir um frjálsa og opna umræðu, jafnrétti og traust. En ef unga fólkið lærir hið gagnstæða – að stofnunum sé ekki treystandi, að þátttaka í samfélaginu í gegnum opna og lýðræðislega umræðu sé ógagnleg – þá er lýðræðið í klípu. Í okkar norrænu samfélögum kunnum við að meta fjölbreytileika skoðanna. Hvernig getum við þá brugðist við þessum áskorunum á lýðræðislegan hátt? Með því að ritskoða ólýðræðislegar raddir? Útiloka ólýðræðisleg stjórnmálaöfl í umræðunni? Binda enda á „manospherið“? Allt þetta virðist í raun svo ólýðræðislegt. Með hvaða leiðum getum við þá varið lýðræðið? Ég er ekki viss um að ég hafi fullkomið svar við þessari spurningu, en ég tel að þetta sé mjög mikilvægt samtal að eiga. Ég vil því nýta tækifærið og vekja athygli á málþingi sem fer fram í Norræna húsinu 27. maí næstkomandi, kl. 16.30-18.30, um þetta mikilvæga málefni. Málþingið fer fram á ensku og ber titilinn „Democracy in the Balance: How Can We Reignite Youth Engagement?“. Og að lokum, þá snýr þetta okkur aftur að aðvörun Adams. Ef lýðræðið leggur upp laupana þá mun það ekki gerast skyndilega og án fyrirvara. Það mun rofna hægt og rólega innan frá – þegar borgarar missa trúnna á það og þegar ungt fólk hættir að sjá sér stað í því. Frá mínu sjónarhorni geta lausnirnar virst einfaldar og kannski ögn barnalegar. Við þurfum að leggja áherslu á og sýna fram á að umræða og rökræður skipta máli, og skapa rými þar sem þær raunverulega gera það. Við þurfum að endurhugsa menntun, endurvekja samfélagslega þátttöku og herja baráttu gegn rangfærslum og upplýsingaóreiðu. Við þurfum að skilja að lýðræðið er ekki eitthvað sem við erfum, heldur eitthvað sem við veljum. Höfundur er meistaranemi í stjórnmálafræði við Háskólann í Árósum og starfsnemi í Norræna húsinu í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í upphafi 18. aldar sagði John Adams: „Það hefur enn ekki verið til lýðræði, sem ekki hefur framið sjálfsmorð.” Og spurningin er enn – hafði hann rétt fyrir sér? Eftir endurkjör Donalds Trump í nóvember 2024 var ég andlega búinn á því. Endalausar fréttir um hnignun lýðræðisins og vaxandi áhrif hægri popúlisma drógu úr mér allan kraft. Þetta voru sömu viðvaranirnar, endurteknar aftur og aftur. Svo ég ákvað að aftengja mig. Ég leitaði skjóls í námi mínu í stjórnmálafræði og reyndi að einbeita mér að áfanganum sem ég var að taka í stjórnmálaheimspeki. En um það leiti fór ég að velta fyrir mér: Hvað verður um lýðræðið þegar ungt fólk – þau sem eiga að taka við keflinu – hætta að trúa á að það virki? Við á Norðurlöndunum lítum oft á okkur sem fánabera lýðræðisins. Við metum málefnalega umræðu og trúum því að jafnvel flóknustu ágreiningsmál megi leysa með lögmætum og lýðræðislegum samtölum. En nú virðist þessi trú standa höllum fæti. Lýðræðið á við mörg og máttug öfl að etja um þessar mundir: vaxandi vantrú á pólitískum stofnunum, æ öfgakenndari og meira sundrandi umræða, og upplýsingaóreiða sem bara stigmagnast – og beinist oft að yngri kynslóðinni. Og það er einmitt unga fólkið sem virðist mest berskjaldað. Félagssálfræðingurinn Jonathan Haidt lýsir kynslóð sem hefur verið ofvernduð í hinum raunverulega heimi en óvernduð á netinu. Ég er ekki sannfærður um að við eigum að örstjórna næstu kynslóðum á netinu – vernda hana fyrir Andrew Tate, „manospherinu“ og almennri upplýsingaóreiðu. En ég vil þó varpa fram spurningunni: af hverju virðast ungmenni svo útsett? Það að lýðræðið lifi af veltur að miklu leiti á því að komandi kynslóðir tileinki sér lýðræðislegar hugmyndir um frjálsa og opna umræðu, jafnrétti og traust. En ef unga fólkið lærir hið gagnstæða – að stofnunum sé ekki treystandi, að þátttaka í samfélaginu í gegnum opna og lýðræðislega umræðu sé ógagnleg – þá er lýðræðið í klípu. Í okkar norrænu samfélögum kunnum við að meta fjölbreytileika skoðanna. Hvernig getum við þá brugðist við þessum áskorunum á lýðræðislegan hátt? Með því að ritskoða ólýðræðislegar raddir? Útiloka ólýðræðisleg stjórnmálaöfl í umræðunni? Binda enda á „manospherið“? Allt þetta virðist í raun svo ólýðræðislegt. Með hvaða leiðum getum við þá varið lýðræðið? Ég er ekki viss um að ég hafi fullkomið svar við þessari spurningu, en ég tel að þetta sé mjög mikilvægt samtal að eiga. Ég vil því nýta tækifærið og vekja athygli á málþingi sem fer fram í Norræna húsinu 27. maí næstkomandi, kl. 16.30-18.30, um þetta mikilvæga málefni. Málþingið fer fram á ensku og ber titilinn „Democracy in the Balance: How Can We Reignite Youth Engagement?“. Og að lokum, þá snýr þetta okkur aftur að aðvörun Adams. Ef lýðræðið leggur upp laupana þá mun það ekki gerast skyndilega og án fyrirvara. Það mun rofna hægt og rólega innan frá – þegar borgarar missa trúnna á það og þegar ungt fólk hættir að sjá sér stað í því. Frá mínu sjónarhorni geta lausnirnar virst einfaldar og kannski ögn barnalegar. Við þurfum að leggja áherslu á og sýna fram á að umræða og rökræður skipta máli, og skapa rými þar sem þær raunverulega gera það. Við þurfum að endurhugsa menntun, endurvekja samfélagslega þátttöku og herja baráttu gegn rangfærslum og upplýsingaóreiðu. Við þurfum að skilja að lýðræðið er ekki eitthvað sem við erfum, heldur eitthvað sem við veljum. Höfundur er meistaranemi í stjórnmálafræði við Háskólann í Árósum og starfsnemi í Norræna húsinu í Reykjavík.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar