Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar 8. maí 2025 14:31 Meistari Jesúa ben Jósef segir á einum stað (Markús 3:24): „Verði ríki sjálfu sér sundurþykkt fær það ríki eigi staðist. ” Á Íslandi býr merkileg þjóð, afkomendur þeirra er settust hér að uppúr áttahundruð. Svo er okkur tjáð að margir okkar forfeðra hafi flúið land vegna þess að þeir þoldu ekki ofríki og kúgun. Þessi þjóð streðar hér enn árhundruðum síðar. Öldum saman hefur hún tekist á við hörmungar og hungursneyð. Hún lifði af borgarastyrjöld Sturlunga og Haukdæla og glataði sjálfstæði fyrir vikið, þumbaðist við kirkjuleiðtoga, kónga nýlenduherranna, lögmenn, landeigendur og fógeta og voru leiguliðar flestir hverjir og lögðu skóþvengi og handrit sér til munns í fátækt sinni þegar matföng voru þrotin. Enn erum við hér þessi þrjóska þjóð. Eða eigum við að segja þjóðir. Pólverjar munu vera um þrjátíu þúsund og hamast aðallega við að byggja íbúðir handa okkur hinum. Auk þess eru fjölmörg önnur þjóðarbrot sem fást við ýmis þjónustustörf sem mörlandinn vill ekki sinna, gjarnan á eins lágu kaupi eins og hægt er. Þá er það fjórða þjóðin sem telur einhver örfá prósent. Þjóð sem er komin í stað fógeta, kirkjuherra og kónga. Þetta þjóðarbrot hefur sölsað undir sig flest þau verðmæti sem nöfnum tjáir að nefna utan þeirra sem erlendir ólígarkar og mógúlar hafa sópað til sín. Og nú gráta þeir og kveina, sennilega vegna þess að nú á að hækka veiðigjöld til dæmis og þeir geta ekki látið jarða sig með öllum sínum milljörðum. Nýlega lásum við að útgerð nokkur hafi aðeins náð að skrapa saman tveimur slíkum í arð handa eigendum. Okkur er tjáð að við séum frjáls og fullvalda þjóð með mál, rit og tjáningarfrelsi en það ku óðum fara minnkandi sakir þess að ólígarkar keppast við að hefta þessi sjálfsögðu réttindi. Þúsundir Íslendinga a.m.k. eru í skuldafangelsi, drepnir í arðgreiðsludróma bankanna, biðjandi og vonandi að þeir haldi heilsu og vinnu Aumingja vesalings ríkið mitt. Á það er gargað heimtað og krafist úr öllum áttum: Fleiri leikskóla, fleiri íbúðir, fleiri íþróttavelli og hús, fleiri skóla, hjúkrunarheimil o.s.frv. Listinn er endalaus. Sveitafélög kvarta og kveina sakir þess að þau geti ekki staðið undir lögbundinni þjónustu. Þeir í Ölvesinu geta þó glott við tönn því þar er rífandi gangur og arður svo mikill að þeir gætu byggt tvö hjúkrunarheimili og geðsjúkrahús að auki en þetta er einmitt það sem sárvantar sem víðast. Ríkisstjórnin danska gaf nýlega sveitafélögum nokkurra ára frest til sameinast sem allra mest því það myndi bæta þjónustu. Ölfushreppur er einhvert landmesta byggðarlag á landinu og kreppur að Hveragerði úr öllum áttum sem er að verða uppiskroppa með lóðir. En slík er hreppapólitíkin að það kemur ekki til mála að sameinast. Þá missa menn spóna úr öskum. Þetta þjónar sannlega ekki Hagsmunum heildarinnar. Sömuleiðis þarf að deila fleiri kvótum til hinna ýmsu þorpa og bæja til þess að glæða líf. Læknaþjónusta á landsbyggðinn er auðvitað í molum. Verkefnin eru því ærin fyrir miklu valkyrjur í ríkisstjórn en nú er loksins komið fólk til valda sem veit hvað snýr að hagsmunum heildarinnar og gefur okkur aumingjum tækifæri að eignast þak yfir höfuðið. Megi allar góðar vættir leiða og blessa þessa stjórn og öll hennar áform svo að ríkið fái staðist. P.S . Varðandi þjónustusörf erlendra aðila þá fylgir þessi húsgangur: Nú skal frómum frá því greint, í framhjáhlaupi, víða ´er baðað skúrað , skeint, á skítakaupi. Höfundur er Praep.hon.emeritus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Ég á í fórum mínum bók eftir listamanninn og rithöfundinn sænska Albert Engström, sem heitir Åt Häcklefjäll eða gengið á Heklu. Engström ferðaðist um Ísland 1911 og kom víða við. 5. maí 2025 15:30 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Meistari Jesúa ben Jósef segir á einum stað (Markús 3:24): „Verði ríki sjálfu sér sundurþykkt fær það ríki eigi staðist. ” Á Íslandi býr merkileg þjóð, afkomendur þeirra er settust hér að uppúr áttahundruð. Svo er okkur tjáð að margir okkar forfeðra hafi flúið land vegna þess að þeir þoldu ekki ofríki og kúgun. Þessi þjóð streðar hér enn árhundruðum síðar. Öldum saman hefur hún tekist á við hörmungar og hungursneyð. Hún lifði af borgarastyrjöld Sturlunga og Haukdæla og glataði sjálfstæði fyrir vikið, þumbaðist við kirkjuleiðtoga, kónga nýlenduherranna, lögmenn, landeigendur og fógeta og voru leiguliðar flestir hverjir og lögðu skóþvengi og handrit sér til munns í fátækt sinni þegar matföng voru þrotin. Enn erum við hér þessi þrjóska þjóð. Eða eigum við að segja þjóðir. Pólverjar munu vera um þrjátíu þúsund og hamast aðallega við að byggja íbúðir handa okkur hinum. Auk þess eru fjölmörg önnur þjóðarbrot sem fást við ýmis þjónustustörf sem mörlandinn vill ekki sinna, gjarnan á eins lágu kaupi eins og hægt er. Þá er það fjórða þjóðin sem telur einhver örfá prósent. Þjóð sem er komin í stað fógeta, kirkjuherra og kónga. Þetta þjóðarbrot hefur sölsað undir sig flest þau verðmæti sem nöfnum tjáir að nefna utan þeirra sem erlendir ólígarkar og mógúlar hafa sópað til sín. Og nú gráta þeir og kveina, sennilega vegna þess að nú á að hækka veiðigjöld til dæmis og þeir geta ekki látið jarða sig með öllum sínum milljörðum. Nýlega lásum við að útgerð nokkur hafi aðeins náð að skrapa saman tveimur slíkum í arð handa eigendum. Okkur er tjáð að við séum frjáls og fullvalda þjóð með mál, rit og tjáningarfrelsi en það ku óðum fara minnkandi sakir þess að ólígarkar keppast við að hefta þessi sjálfsögðu réttindi. Þúsundir Íslendinga a.m.k. eru í skuldafangelsi, drepnir í arðgreiðsludróma bankanna, biðjandi og vonandi að þeir haldi heilsu og vinnu Aumingja vesalings ríkið mitt. Á það er gargað heimtað og krafist úr öllum áttum: Fleiri leikskóla, fleiri íbúðir, fleiri íþróttavelli og hús, fleiri skóla, hjúkrunarheimil o.s.frv. Listinn er endalaus. Sveitafélög kvarta og kveina sakir þess að þau geti ekki staðið undir lögbundinni þjónustu. Þeir í Ölvesinu geta þó glott við tönn því þar er rífandi gangur og arður svo mikill að þeir gætu byggt tvö hjúkrunarheimili og geðsjúkrahús að auki en þetta er einmitt það sem sárvantar sem víðast. Ríkisstjórnin danska gaf nýlega sveitafélögum nokkurra ára frest til sameinast sem allra mest því það myndi bæta þjónustu. Ölfushreppur er einhvert landmesta byggðarlag á landinu og kreppur að Hveragerði úr öllum áttum sem er að verða uppiskroppa með lóðir. En slík er hreppapólitíkin að það kemur ekki til mála að sameinast. Þá missa menn spóna úr öskum. Þetta þjónar sannlega ekki Hagsmunum heildarinnar. Sömuleiðis þarf að deila fleiri kvótum til hinna ýmsu þorpa og bæja til þess að glæða líf. Læknaþjónusta á landsbyggðinn er auðvitað í molum. Verkefnin eru því ærin fyrir miklu valkyrjur í ríkisstjórn en nú er loksins komið fólk til valda sem veit hvað snýr að hagsmunum heildarinnar og gefur okkur aumingjum tækifæri að eignast þak yfir höfuðið. Megi allar góðar vættir leiða og blessa þessa stjórn og öll hennar áform svo að ríkið fái staðist. P.S . Varðandi þjónustusörf erlendra aðila þá fylgir þessi húsgangur: Nú skal frómum frá því greint, í framhjáhlaupi, víða ´er baðað skúrað , skeint, á skítakaupi. Höfundur er Praep.hon.emeritus.
Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Ég á í fórum mínum bók eftir listamanninn og rithöfundinn sænska Albert Engström, sem heitir Åt Häcklefjäll eða gengið á Heklu. Engström ferðaðist um Ísland 1911 og kom víða við. 5. maí 2025 15:30
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar