Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar 9. maí 2025 20:02 Ég hef lengi glímt við þunga byrði: aukakílóin. Þau fylgja mér eins og gamall kunnuglegur skuggi, sama hvað ég geri. Ég hef allt reynt, ég hef hlaupið með von í brjósti og borðað hvítkál með lotningu, en vogin svarar ávallt með kulda og fyrirlitningu. Þetta hef ég alltaf talið einstaklega ósanngjarnt. Þess vegna hef ég nú ákveðið að leiðrétta þetta óréttlæti. Þar sem sumir geta verið 58 kg án þess að reyna, og ég er 98 kg þrátt fyrir öll mín átök, þá er réttast að ég vísi í tölur þess sem léttari er. Hví er það sanngjarnt? Jú, því mér finnst það sanngjarnt. Ég hef einnig tekið það framfaraskref að vísa í bankainnistæður þeirra einstaklinga sem ríkari og eignameiri eru og gera fjárhagsvirði þeirra að mínu. Enda á ég minna, en hef barist meira en margir, þó minna en flestir. Þessa tilfinningu hef ég borið lengi í brjósti mér, en nú verður það leiðrétt í samræmi við þessa tilfinningu, enda sanngjarnt og réttlátt. Þessar leiðréttingar eru ekki bara sanngjarnar gagnvart mér, heldur almenningi öllum, enda er ég hluti almennings. Við ættum þó ekki öll að stíga þetta skref, enda er réttlæti mitt ekki réttlæti allra, réttlætið allra gæti vegið að mínu réttlæti. Því skulum við leiðrétta það sem ég tel ósanngjarnt fyrir hönd almennings, og bið ykkur að taka þátt í þeirri leiðréttingu og kasta út staðreyndum og rökum og færum raunheiminn nær okkar (mínum) tilfinningum. Því er ég nú opinberlega bæði léttari og skattakóngur Íslands næsta árs. Ef einhver spyr: “En hvað með raunveruleikann?” þá svara ég á móti: “Hvað er verið að leiðrétta, ef ekki hann?” Sanngirni fyrst. Staðreyndir svo. Ef þær henta. Höfundur er réttlátur og sanngjarn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi glímt við þunga byrði: aukakílóin. Þau fylgja mér eins og gamall kunnuglegur skuggi, sama hvað ég geri. Ég hef allt reynt, ég hef hlaupið með von í brjósti og borðað hvítkál með lotningu, en vogin svarar ávallt með kulda og fyrirlitningu. Þetta hef ég alltaf talið einstaklega ósanngjarnt. Þess vegna hef ég nú ákveðið að leiðrétta þetta óréttlæti. Þar sem sumir geta verið 58 kg án þess að reyna, og ég er 98 kg þrátt fyrir öll mín átök, þá er réttast að ég vísi í tölur þess sem léttari er. Hví er það sanngjarnt? Jú, því mér finnst það sanngjarnt. Ég hef einnig tekið það framfaraskref að vísa í bankainnistæður þeirra einstaklinga sem ríkari og eignameiri eru og gera fjárhagsvirði þeirra að mínu. Enda á ég minna, en hef barist meira en margir, þó minna en flestir. Þessa tilfinningu hef ég borið lengi í brjósti mér, en nú verður það leiðrétt í samræmi við þessa tilfinningu, enda sanngjarnt og réttlátt. Þessar leiðréttingar eru ekki bara sanngjarnar gagnvart mér, heldur almenningi öllum, enda er ég hluti almennings. Við ættum þó ekki öll að stíga þetta skref, enda er réttlæti mitt ekki réttlæti allra, réttlætið allra gæti vegið að mínu réttlæti. Því skulum við leiðrétta það sem ég tel ósanngjarnt fyrir hönd almennings, og bið ykkur að taka þátt í þeirri leiðréttingu og kasta út staðreyndum og rökum og færum raunheiminn nær okkar (mínum) tilfinningum. Því er ég nú opinberlega bæði léttari og skattakóngur Íslands næsta árs. Ef einhver spyr: “En hvað með raunveruleikann?” þá svara ég á móti: “Hvað er verið að leiðrétta, ef ekki hann?” Sanngirni fyrst. Staðreyndir svo. Ef þær henta. Höfundur er réttlátur og sanngjarn.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun