Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar 9. maí 2025 20:02 Ég hef lengi glímt við þunga byrði: aukakílóin. Þau fylgja mér eins og gamall kunnuglegur skuggi, sama hvað ég geri. Ég hef allt reynt, ég hef hlaupið með von í brjósti og borðað hvítkál með lotningu, en vogin svarar ávallt með kulda og fyrirlitningu. Þetta hef ég alltaf talið einstaklega ósanngjarnt. Þess vegna hef ég nú ákveðið að leiðrétta þetta óréttlæti. Þar sem sumir geta verið 58 kg án þess að reyna, og ég er 98 kg þrátt fyrir öll mín átök, þá er réttast að ég vísi í tölur þess sem léttari er. Hví er það sanngjarnt? Jú, því mér finnst það sanngjarnt. Ég hef einnig tekið það framfaraskref að vísa í bankainnistæður þeirra einstaklinga sem ríkari og eignameiri eru og gera fjárhagsvirði þeirra að mínu. Enda á ég minna, en hef barist meira en margir, þó minna en flestir. Þessa tilfinningu hef ég borið lengi í brjósti mér, en nú verður það leiðrétt í samræmi við þessa tilfinningu, enda sanngjarnt og réttlátt. Þessar leiðréttingar eru ekki bara sanngjarnar gagnvart mér, heldur almenningi öllum, enda er ég hluti almennings. Við ættum þó ekki öll að stíga þetta skref, enda er réttlæti mitt ekki réttlæti allra, réttlætið allra gæti vegið að mínu réttlæti. Því skulum við leiðrétta það sem ég tel ósanngjarnt fyrir hönd almennings, og bið ykkur að taka þátt í þeirri leiðréttingu og kasta út staðreyndum og rökum og færum raunheiminn nær okkar (mínum) tilfinningum. Því er ég nú opinberlega bæði léttari og skattakóngur Íslands næsta árs. Ef einhver spyr: “En hvað með raunveruleikann?” þá svara ég á móti: “Hvað er verið að leiðrétta, ef ekki hann?” Sanngirni fyrst. Staðreyndir svo. Ef þær henta. Höfundur er réttlátur og sanngjarn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi glímt við þunga byrði: aukakílóin. Þau fylgja mér eins og gamall kunnuglegur skuggi, sama hvað ég geri. Ég hef allt reynt, ég hef hlaupið með von í brjósti og borðað hvítkál með lotningu, en vogin svarar ávallt með kulda og fyrirlitningu. Þetta hef ég alltaf talið einstaklega ósanngjarnt. Þess vegna hef ég nú ákveðið að leiðrétta þetta óréttlæti. Þar sem sumir geta verið 58 kg án þess að reyna, og ég er 98 kg þrátt fyrir öll mín átök, þá er réttast að ég vísi í tölur þess sem léttari er. Hví er það sanngjarnt? Jú, því mér finnst það sanngjarnt. Ég hef einnig tekið það framfaraskref að vísa í bankainnistæður þeirra einstaklinga sem ríkari og eignameiri eru og gera fjárhagsvirði þeirra að mínu. Enda á ég minna, en hef barist meira en margir, þó minna en flestir. Þessa tilfinningu hef ég borið lengi í brjósti mér, en nú verður það leiðrétt í samræmi við þessa tilfinningu, enda sanngjarnt og réttlátt. Þessar leiðréttingar eru ekki bara sanngjarnar gagnvart mér, heldur almenningi öllum, enda er ég hluti almennings. Við ættum þó ekki öll að stíga þetta skref, enda er réttlæti mitt ekki réttlæti allra, réttlætið allra gæti vegið að mínu réttlæti. Því skulum við leiðrétta það sem ég tel ósanngjarnt fyrir hönd almennings, og bið ykkur að taka þátt í þeirri leiðréttingu og kasta út staðreyndum og rökum og færum raunheiminn nær okkar (mínum) tilfinningum. Því er ég nú opinberlega bæði léttari og skattakóngur Íslands næsta árs. Ef einhver spyr: “En hvað með raunveruleikann?” þá svara ég á móti: “Hvað er verið að leiðrétta, ef ekki hann?” Sanngirni fyrst. Staðreyndir svo. Ef þær henta. Höfundur er réttlátur og sanngjarn.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar