Annað dauðsfall í CrossFit keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2025 10:16 Nayeli Clemente var aðeins 24 ára gömul en fór í hjartastopp í miðri keppni sem fór fram í miklum hita. @nayeliclem CrossFit heimurinn er enn að jafna sig eftir fráfall Lazar Dukić á heimsleikunum í fyrrahaust en nú hefur annað áfall dunið yfir. Sá sorglegi atburður varð á Cholula leikunum í Mexíkó að keppandi lést. Nayeli Clemente var að keppa í mótinu þegar hún fór í hjartastopp. Ekki tókst að bjarga lífi hennar. Clemente var aðeins 24 ára gömul. Þessir Cholula leikar eru haldnir undir verndarvæng CrossFit samtakanna. Eins og þegar Dukić lést þá var Clemente þarna að keppa í fyrstu grein leikanna. Dukić drukknaði í sundkeppni á heimsleikunum í fyrra þegar keppendur voru látnir synda eftir að þeir hlupu í miklum hita. Clemente og hinir keppendurnir voru þarna að taka þátt í Pýramídaliðshlaupi eins og greinin kallaðist en hún fór fram í 36 gráðu hita. Læknirinn Daniela Castruita var áhorfandi á keppninni og reyndi að koma henni til bjargar. Hann var samt ekki hluti af læknateymi keppninnar eða þeim sem áttu að hjálpa keppendum ef eitthvað kæmi upp á. Castruita sagði Morning Chalk Up frá því sem gerðist. Eins og hjá Dukić síðasta haust þá vantaði því rétt viðbrögð frá mótshöldurum. Fólk í kringum Nayeli Clemente heldur því fram að í þessari stöðu þegar hver sekúnda skipti máli hafi viðbrögðin verið hæg og óskipulögð. Læknirinn kom seinna að en náði að koma henni í stöðugt ástand áður en Clemente var flutt á sjúkrahús í mjög alvarlegu ástandi. Hún lést síðan á sjúkrahúsinu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Sá sorglegi atburður varð á Cholula leikunum í Mexíkó að keppandi lést. Nayeli Clemente var að keppa í mótinu þegar hún fór í hjartastopp. Ekki tókst að bjarga lífi hennar. Clemente var aðeins 24 ára gömul. Þessir Cholula leikar eru haldnir undir verndarvæng CrossFit samtakanna. Eins og þegar Dukić lést þá var Clemente þarna að keppa í fyrstu grein leikanna. Dukić drukknaði í sundkeppni á heimsleikunum í fyrra þegar keppendur voru látnir synda eftir að þeir hlupu í miklum hita. Clemente og hinir keppendurnir voru þarna að taka þátt í Pýramídaliðshlaupi eins og greinin kallaðist en hún fór fram í 36 gráðu hita. Læknirinn Daniela Castruita var áhorfandi á keppninni og reyndi að koma henni til bjargar. Hann var samt ekki hluti af læknateymi keppninnar eða þeim sem áttu að hjálpa keppendum ef eitthvað kæmi upp á. Castruita sagði Morning Chalk Up frá því sem gerðist. Eins og hjá Dukić síðasta haust þá vantaði því rétt viðbrögð frá mótshöldurum. Fólk í kringum Nayeli Clemente heldur því fram að í þessari stöðu þegar hver sekúnda skipti máli hafi viðbrögðin verið hæg og óskipulögð. Læknirinn kom seinna að en náði að koma henni í stöðugt ástand áður en Clemente var flutt á sjúkrahús í mjög alvarlegu ástandi. Hún lést síðan á sjúkrahúsinu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira