Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 10. maí 2025 11:32 Það eru breyttir tímar á Íslandi. Gömlu helmingaskiptaflokkarnir sitja ekki lengur við stjórnvölinn, sem verður að teljast til tíðinda því það hefur aðeins gerst samtals í sex ár frá árinu 1944. Í 80 ár hafa þessir flokkar, oftast saman en líka í sitthvoru lagi, meira og minna stjórnað landinu. En nú er nýtt upphaf, upphaf sem ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttir leiðir með flokkum sem forgangsraða almenningi á Íslandi, ekki sérhagsmunum fárra. Þetta veldur óhjákvæmilegum titringi á meðal auðvaldsins í landinu, hagsmunasamtökum sem starfa í þeirra þágu og stjórnmálamönnum sem ganga erinda þeirra svo grímulaust, að þeir mæta í röðum í viðtöl hjá fjölmiðlum til þess að verja gallsúra auglýsingaherferð hagsmunasamtaka sjávarútvegsins, eins og hún væri þeirra eigin. Auglýsingaherferð sem er svo augljóslega lituð af örvæntingu, hroka og algjöru tengslarofi við fólkið í landinu. Þar birtist almenningi algjör vanvirðing við sögu fjölmarga byggðarlaga á landsbyggðinni sem misstu tilverugrundvöll sinn þegar útgerðirnar ryksuguðu í burtu kvótann og lokuðu hverri fiskvinnslunni á eftir annarri með vel þekktum afleiðingum. Hvenær er nóg nóg hefur fólkið í landinu spurt sig þegar fréttir eru sagðar af arðgreiðslum kvótahafa, arði sem er byggður á sameiginlegri auðlind í eigu fólksins í landinu. Það þarf ekki annað en að skoða lista yfir auðugasta fólkið sem hér býr til þess að átta sig á því að það er borð fyrir báru hjá stóru útgerðum landsins. Ef það dugir ekki til þá er hægt að líta til annarra talna eins og rekstrarhagnaðarhlutfalls sjávarútvegs, sem er hagnaður eftir allar fjárfestingar og greiðslur á gjöldum. Rekstrarhagnaðarhlutfall sjávarútvegs var að meðaltali 24% á tímabilinu 2014-2023 samkvæmt rekstraryfirliti sjávarútvegsins frá Hagstofu Íslands. Ef veiðigjaldið hefði verið 7,5 milljörðum krónum hærra, líkt og áætlað er, hefði rekstrarhagnaðarhlutfallið verið að meðaltali 21% á sama tíu ára tímabili. Til samanburðar var hlutfallið 9% yfir sama tímabil í hagkerfinu almennt. Rekstrarhagnaðarhlutfallið verður þannig áfram meira en tvöfallt hærra í sjávarútvegi heldur en gengur og gerist almennt. Sú mikla samþjöppun sem kvótakerfið hefur leitt af sér hefur búið til risa í sjávarútvegi sem hafa safnað að sér gríðarlegum kvóta. Það eru þessi fyrirtæki sem munu greiða uppistöðuna í leiðréttu veiðigjaldi. Greining atvinnuvegaráðuneytisins sýnir að 10 stærstu útgerðirnar munu borga 67 prósent þeirra og að 30 stærstu muni borga 90 prósent. Litlum og meðalstórum útgerðum verður hlíft með gríðarlegri hækkun á frítekjumarki. Skoðanakannanir sýna svart á hvítu að fólkið í landinu styður þær hugmyndir sem hérna eru bornar á borð. Rúmlega 80% þjóðarinnar, 8 af hverjum tíu íbúum landsins styðja það að útgerðin greiði hærri veiðigjöld fyrir sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Meira að segja tæplega 60% kjósenda sjálfstæðisflokksins er á þeirri skoðun. Það kom líka glögglega fram í pistli Elíasar Péturssonar, fyrrum bæjarstjóra Fjallabyggðar, sem birtist á samfélagsmiðlum að það eru ekki bara einhverjir vinstri villingar sem sjá sanngirnina og réttlætið í leiðréttum veiðigjöldum. Þar sagði hann, með leyfi forseta: „Ég vil taka fram að ég hef verið Sjálfstæðismaður allt mitt líf. Nú líður senn að því að þing komi saman að nýju eftir gott páskafrí og ræði hið sanngjarna afgjald kvótahafa til þjóðarinnar. Mig grunar að þingmenn Sjálfstæðisflokks séu nú að hlaða í málþóf í þágu kvótahafanna og aðra viðlíka vanvirðu við lýðræðið. Mér þætti miður ef grunur minn reynist réttur, en óttast það. Ef svo reynist þá sannast enn að lífið er endalaus uppspretta reynslu sem kallar reglulega á endurskoðun eldri sjónarmiða.“ þjóðin er með okkur í þessu máli enda eru tillögurnar bæði sanngjarnar og réttlátar. Háttvirtir þingmenn í stjórnarandstöðu standa hinsvegar í ræðustól Alþingis og verja sérhagsmuni auðvaldsins fyrir framan alþjóð klukkutímunum saman áður en þetta mál kemst í þinglega meðferð og sýna þar með sitt rétta andlit. Við ætlum hins vegar að sjá til þess að fólkið í landinu fái greitt sanngjarnt og eðlilegt gjald fyrir auðlind sem það sannarlega á, hún er nefnilega ekki í eigu útgerðarinnar, þau eru að leigja hana af íslenskri þjóð. Við ætlum að nýta þá fjármuni sem verða til með hækkun veiðigjalds í lífsnauðsynlega uppbyggingu á vegakerfi landsins, vegakerfi sem helmingaskiptaflokkarnir hafa ekki haft burði til þess að viðhalda og byggja upp í gegnum árin. Þannig ætlum við að halda áfram að standa með almannahagsmunum, með venjulegu fólki í landinu, en ekki sérhagsmunum. Það eru allir löngu komnir með nóg af því. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru breyttir tímar á Íslandi. Gömlu helmingaskiptaflokkarnir sitja ekki lengur við stjórnvölinn, sem verður að teljast til tíðinda því það hefur aðeins gerst samtals í sex ár frá árinu 1944. Í 80 ár hafa þessir flokkar, oftast saman en líka í sitthvoru lagi, meira og minna stjórnað landinu. En nú er nýtt upphaf, upphaf sem ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttir leiðir með flokkum sem forgangsraða almenningi á Íslandi, ekki sérhagsmunum fárra. Þetta veldur óhjákvæmilegum titringi á meðal auðvaldsins í landinu, hagsmunasamtökum sem starfa í þeirra þágu og stjórnmálamönnum sem ganga erinda þeirra svo grímulaust, að þeir mæta í röðum í viðtöl hjá fjölmiðlum til þess að verja gallsúra auglýsingaherferð hagsmunasamtaka sjávarútvegsins, eins og hún væri þeirra eigin. Auglýsingaherferð sem er svo augljóslega lituð af örvæntingu, hroka og algjöru tengslarofi við fólkið í landinu. Þar birtist almenningi algjör vanvirðing við sögu fjölmarga byggðarlaga á landsbyggðinni sem misstu tilverugrundvöll sinn þegar útgerðirnar ryksuguðu í burtu kvótann og lokuðu hverri fiskvinnslunni á eftir annarri með vel þekktum afleiðingum. Hvenær er nóg nóg hefur fólkið í landinu spurt sig þegar fréttir eru sagðar af arðgreiðslum kvótahafa, arði sem er byggður á sameiginlegri auðlind í eigu fólksins í landinu. Það þarf ekki annað en að skoða lista yfir auðugasta fólkið sem hér býr til þess að átta sig á því að það er borð fyrir báru hjá stóru útgerðum landsins. Ef það dugir ekki til þá er hægt að líta til annarra talna eins og rekstrarhagnaðarhlutfalls sjávarútvegs, sem er hagnaður eftir allar fjárfestingar og greiðslur á gjöldum. Rekstrarhagnaðarhlutfall sjávarútvegs var að meðaltali 24% á tímabilinu 2014-2023 samkvæmt rekstraryfirliti sjávarútvegsins frá Hagstofu Íslands. Ef veiðigjaldið hefði verið 7,5 milljörðum krónum hærra, líkt og áætlað er, hefði rekstrarhagnaðarhlutfallið verið að meðaltali 21% á sama tíu ára tímabili. Til samanburðar var hlutfallið 9% yfir sama tímabil í hagkerfinu almennt. Rekstrarhagnaðarhlutfallið verður þannig áfram meira en tvöfallt hærra í sjávarútvegi heldur en gengur og gerist almennt. Sú mikla samþjöppun sem kvótakerfið hefur leitt af sér hefur búið til risa í sjávarútvegi sem hafa safnað að sér gríðarlegum kvóta. Það eru þessi fyrirtæki sem munu greiða uppistöðuna í leiðréttu veiðigjaldi. Greining atvinnuvegaráðuneytisins sýnir að 10 stærstu útgerðirnar munu borga 67 prósent þeirra og að 30 stærstu muni borga 90 prósent. Litlum og meðalstórum útgerðum verður hlíft með gríðarlegri hækkun á frítekjumarki. Skoðanakannanir sýna svart á hvítu að fólkið í landinu styður þær hugmyndir sem hérna eru bornar á borð. Rúmlega 80% þjóðarinnar, 8 af hverjum tíu íbúum landsins styðja það að útgerðin greiði hærri veiðigjöld fyrir sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Meira að segja tæplega 60% kjósenda sjálfstæðisflokksins er á þeirri skoðun. Það kom líka glögglega fram í pistli Elíasar Péturssonar, fyrrum bæjarstjóra Fjallabyggðar, sem birtist á samfélagsmiðlum að það eru ekki bara einhverjir vinstri villingar sem sjá sanngirnina og réttlætið í leiðréttum veiðigjöldum. Þar sagði hann, með leyfi forseta: „Ég vil taka fram að ég hef verið Sjálfstæðismaður allt mitt líf. Nú líður senn að því að þing komi saman að nýju eftir gott páskafrí og ræði hið sanngjarna afgjald kvótahafa til þjóðarinnar. Mig grunar að þingmenn Sjálfstæðisflokks séu nú að hlaða í málþóf í þágu kvótahafanna og aðra viðlíka vanvirðu við lýðræðið. Mér þætti miður ef grunur minn reynist réttur, en óttast það. Ef svo reynist þá sannast enn að lífið er endalaus uppspretta reynslu sem kallar reglulega á endurskoðun eldri sjónarmiða.“ þjóðin er með okkur í þessu máli enda eru tillögurnar bæði sanngjarnar og réttlátar. Háttvirtir þingmenn í stjórnarandstöðu standa hinsvegar í ræðustól Alþingis og verja sérhagsmuni auðvaldsins fyrir framan alþjóð klukkutímunum saman áður en þetta mál kemst í þinglega meðferð og sýna þar með sitt rétta andlit. Við ætlum hins vegar að sjá til þess að fólkið í landinu fái greitt sanngjarnt og eðlilegt gjald fyrir auðlind sem það sannarlega á, hún er nefnilega ekki í eigu útgerðarinnar, þau eru að leigja hana af íslenskri þjóð. Við ætlum að nýta þá fjármuni sem verða til með hækkun veiðigjalds í lífsnauðsynlega uppbyggingu á vegakerfi landsins, vegakerfi sem helmingaskiptaflokkarnir hafa ekki haft burði til þess að viðhalda og byggja upp í gegnum árin. Þannig ætlum við að halda áfram að standa með almannahagsmunum, með venjulegu fólki í landinu, en ekki sérhagsmunum. Það eru allir löngu komnir með nóg af því. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun