Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2025 22:11 Boeing 767-breiðþota Icelandair að lenda í Keflavík. Vilhelm Gunnarsson Ráðamenn Icelandair hafa tekið þá ákvörðun að hætta breiðþoturekstri og nota eingöngu mjóþotur í millilandafluginu. Þá er framundan að ákveða hvort aðeins verði reknar Airbus-þotur eða hvort Boeing Max-þoturnar verði áfram í flotanum. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um flotamál Icelandair en Boeing 767-breiðþoturnar eru stærstu þotur félagsins, taka 262 farþega, og með tveimur farrýmisgöngum um borð. Úr farþegarými Boeing 767-þotu Icelandair. Sjö sæti eru í hverri sætaröð og tveir gangvegir.KMU Þær hafa verið í rekstri Icelandair frá árinu 2015. Þrjár slíkar eru í flotanum en núna hefur stjórn félagsins ákveðið að reka eingöngu mjóar þotur með einum miðjugangi í farrými. „Það er samkeppnisforskotið okkar, að við getum flogið lengra í vestur og lengra í austur á þessum hagkvæmu mjóþotum heldur en samkeppnisaðilar á öðrum tengiflugvöllum hérna í kringum okkur. Það verður svona kjarninn í okkar starfsemi til framtíðar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Niðurstaðan er að hætta breiðþoturekstri. Við reiknum með að sumarið ’29 verði síðasta árið sem við verðum með 767-þoturnar í rekstri.“ Þessi ákvörðun gildir þó aðeins um farþegaflugið en félagið hefur einnig nýtt 767-þotur í fraktflugi. Boeing 767-fraktþota Icelandair.Egill Aðalsteinsson „Við erum með eina 767-breiðþotu fraktvél núna í fraktinni. Þannig að það er annað flotaverkefni hvernig fraktflotinn okkar verður til framtíðar.“ Stærsta spurningin er þó hvort að Icelandair muni í framhaldi af kaupum á Airbus A321-þotunum stefna að því að vera eingöngu með Airbus-flota eða hvort Boeing 737 MAX-þoturnar verði áfram reknar samhliða. Boeing 737 max 9-þota Icelandair.Egill Aðalsteinsson „Báðir kostir líta ágætlega út. Það er einföldun í því að vera með sömu tegund, sama framleiðanda. En á sama tíma þá er MAX-vélin frábær vél fyrir okkar leiðakerfi og er að standa sig mjög vel. Og það getur alveg komið til greina að vera með hana svona sem kjarnavél á styttri áfangastaði, til Evrópu og austurstrandar Bandaríkjanna, og vera svo með Airbus LR og XLR á lengri staði í Norður-Ameríku og svo jafnvel lengra í austur. Þannig að þessir tveir möguleikar koma báðir mjög sterklega til greina. Og núna er framundan greiningarvinna og síðan ákvörðun hvað þetta varðar,“ segir forstjóri Icelandair. Fyrsta Airbus-þota Icelandair yfir Reykjavíkurflugvelli. Nýju Airbus A321 LR-þotur félagsins hafa álíka flugþol og Boeing 767-þotur félagsins.Matthías Sveinbjörnsson Icelandair Boeing Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Ráðamenn Icelandair hyggjast á næstu misserum taka ákvörðun um það hvort stefnt verði á að hafa eingöngu Airbus-þotur í flugflotanum og eins hvort breiðþotur verði hluti af framtíðarflota félagsins. 26. desember 2024 21:00 Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Icelandair-menn fögnuðu tímamótum með komu fyrstu Airbus-þotu félagsins til landsins í dag og um leið því að fá farkost sem eyðir þrjátíu prósentum minna eldsneyti á hvert sæti en þotan sem hún leysir af hólmi. 3. desember 2024 22:10 Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00 Fyrsta Boeing 767-vél Icelandair Ný flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli í gær, von er á annarri 7. ágúst 2015 07:00 Icelandair fjölgar breiðþotum úr tveimur í fjórar Boeing 767 Icelandair hefur keypt tvær Boeing 767-þotur til viðbótar við þær tvær, sem koma í áætlun í sumar. 4. júní 2016 21:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um flotamál Icelandair en Boeing 767-breiðþoturnar eru stærstu þotur félagsins, taka 262 farþega, og með tveimur farrýmisgöngum um borð. Úr farþegarými Boeing 767-þotu Icelandair. Sjö sæti eru í hverri sætaröð og tveir gangvegir.KMU Þær hafa verið í rekstri Icelandair frá árinu 2015. Þrjár slíkar eru í flotanum en núna hefur stjórn félagsins ákveðið að reka eingöngu mjóar þotur með einum miðjugangi í farrými. „Það er samkeppnisforskotið okkar, að við getum flogið lengra í vestur og lengra í austur á þessum hagkvæmu mjóþotum heldur en samkeppnisaðilar á öðrum tengiflugvöllum hérna í kringum okkur. Það verður svona kjarninn í okkar starfsemi til framtíðar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Niðurstaðan er að hætta breiðþoturekstri. Við reiknum með að sumarið ’29 verði síðasta árið sem við verðum með 767-þoturnar í rekstri.“ Þessi ákvörðun gildir þó aðeins um farþegaflugið en félagið hefur einnig nýtt 767-þotur í fraktflugi. Boeing 767-fraktþota Icelandair.Egill Aðalsteinsson „Við erum með eina 767-breiðþotu fraktvél núna í fraktinni. Þannig að það er annað flotaverkefni hvernig fraktflotinn okkar verður til framtíðar.“ Stærsta spurningin er þó hvort að Icelandair muni í framhaldi af kaupum á Airbus A321-þotunum stefna að því að vera eingöngu með Airbus-flota eða hvort Boeing 737 MAX-þoturnar verði áfram reknar samhliða. Boeing 737 max 9-þota Icelandair.Egill Aðalsteinsson „Báðir kostir líta ágætlega út. Það er einföldun í því að vera með sömu tegund, sama framleiðanda. En á sama tíma þá er MAX-vélin frábær vél fyrir okkar leiðakerfi og er að standa sig mjög vel. Og það getur alveg komið til greina að vera með hana svona sem kjarnavél á styttri áfangastaði, til Evrópu og austurstrandar Bandaríkjanna, og vera svo með Airbus LR og XLR á lengri staði í Norður-Ameríku og svo jafnvel lengra í austur. Þannig að þessir tveir möguleikar koma báðir mjög sterklega til greina. Og núna er framundan greiningarvinna og síðan ákvörðun hvað þetta varðar,“ segir forstjóri Icelandair. Fyrsta Airbus-þota Icelandair yfir Reykjavíkurflugvelli. Nýju Airbus A321 LR-þotur félagsins hafa álíka flugþol og Boeing 767-þotur félagsins.Matthías Sveinbjörnsson
Icelandair Boeing Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Ráðamenn Icelandair hyggjast á næstu misserum taka ákvörðun um það hvort stefnt verði á að hafa eingöngu Airbus-þotur í flugflotanum og eins hvort breiðþotur verði hluti af framtíðarflota félagsins. 26. desember 2024 21:00 Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Icelandair-menn fögnuðu tímamótum með komu fyrstu Airbus-þotu félagsins til landsins í dag og um leið því að fá farkost sem eyðir þrjátíu prósentum minna eldsneyti á hvert sæti en þotan sem hún leysir af hólmi. 3. desember 2024 22:10 Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00 Fyrsta Boeing 767-vél Icelandair Ný flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli í gær, von er á annarri 7. ágúst 2015 07:00 Icelandair fjölgar breiðþotum úr tveimur í fjórar Boeing 767 Icelandair hefur keypt tvær Boeing 767-þotur til viðbótar við þær tvær, sem koma í áætlun í sumar. 4. júní 2016 21:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Ráðamenn Icelandair hyggjast á næstu misserum taka ákvörðun um það hvort stefnt verði á að hafa eingöngu Airbus-þotur í flugflotanum og eins hvort breiðþotur verði hluti af framtíðarflota félagsins. 26. desember 2024 21:00
Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Icelandair-menn fögnuðu tímamótum með komu fyrstu Airbus-þotu félagsins til landsins í dag og um leið því að fá farkost sem eyðir þrjátíu prósentum minna eldsneyti á hvert sæti en þotan sem hún leysir af hólmi. 3. desember 2024 22:10
Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00
Fyrsta Boeing 767-vél Icelandair Ný flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli í gær, von er á annarri 7. ágúst 2015 07:00
Icelandair fjölgar breiðþotum úr tveimur í fjórar Boeing 767 Icelandair hefur keypt tvær Boeing 767-þotur til viðbótar við þær tvær, sem koma í áætlun í sumar. 4. júní 2016 21:00