Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar 11. maí 2025 10:02 Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur 18. maí ár hvert og í ár er yfirskrift hans Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum. Þemað er sérlega viðeigandi, enda tengjast söfn samfélögum sínum órjúfanlegum böndum. Þau eru spegill á samfélagið, heimild um fortíð og samtíð, sem nýtist til framtíðar. Söfn eru einnig mikilvægir og virkir þátttakendur í sínu samfélagi. Oft eru þau menningarmiðstöðvar á sínum svæðum og standa fyrir fjölbreyttum viðburðum. Söfn geta fengið okkur til að spyrja mikilvægra spurninga, fjalla um margvísleg áríðandi málefni í samtímanum og miðla á fjölbreyttan hátt til ólíkra hópa. Á söfnum er hægt að varpa nýju ljósi á viðfangsefni, draga fram ný eða óvænt sjónarhorn og beina sjónum að hópum sem áður voru ósýnilegir. Með því aukum við skilning og með auknum skilningi eykst virðing, víðsýni og samkennd. Eiginleikar sem eru nauðsynlegir í öllum samfélögum og eiginleikar sem er brýn þörf á að efla, því samkvæmt nýjum rannsóknum fer samkennd á Íslandi minnkandi. Söfn miðla og fræða, vekja okkur til umhugsunar og hvetja til samtals. Safnastarfið er líka nauðsynlegt á tímum þar sem er sífellt erfiðara að átta sig á hvað er satt og hvað ekki. Söfn eru stofnanir sem njóta trausts í samfélaginu. Það er mikilvægt nú og mun verða enn mikilvægara á komandi árum, með upplýsingaóreiðu, falsfréttum, samsæriskenningum, djúpfölsunum og gervigreind. Að baki safnastarfi og sýningum liggur ótrúlega mikil sérfræðiþekking og vandaðar rannsóknir sem byggja á traustum heimildum. Í tengslum við þema dagsins í ár er vert að hafa í huga að framtíðin er langt í frá óskrifað blað. Þær áherslur og ákvarðanir sem eru teknar núna móta framtíðina. Þetta á vel við á söfnum sem hafa það hlutverk að safna, varðveita, rannsaka, miðla og fræða, fyrir framtíðina. Til þess að þetta sé mögulegt er nauðsynlegt að söfnin fái fjármagn og stuðning til þessara verkefna. Það er mikilvægt að tryggja framtíð safna, fyrir samfélagið og okkur öll. Höfundur er verkefnastjóri Alþjóðlega safnadagsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur 18. maí ár hvert og í ár er yfirskrift hans Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum. Þemað er sérlega viðeigandi, enda tengjast söfn samfélögum sínum órjúfanlegum böndum. Þau eru spegill á samfélagið, heimild um fortíð og samtíð, sem nýtist til framtíðar. Söfn eru einnig mikilvægir og virkir þátttakendur í sínu samfélagi. Oft eru þau menningarmiðstöðvar á sínum svæðum og standa fyrir fjölbreyttum viðburðum. Söfn geta fengið okkur til að spyrja mikilvægra spurninga, fjalla um margvísleg áríðandi málefni í samtímanum og miðla á fjölbreyttan hátt til ólíkra hópa. Á söfnum er hægt að varpa nýju ljósi á viðfangsefni, draga fram ný eða óvænt sjónarhorn og beina sjónum að hópum sem áður voru ósýnilegir. Með því aukum við skilning og með auknum skilningi eykst virðing, víðsýni og samkennd. Eiginleikar sem eru nauðsynlegir í öllum samfélögum og eiginleikar sem er brýn þörf á að efla, því samkvæmt nýjum rannsóknum fer samkennd á Íslandi minnkandi. Söfn miðla og fræða, vekja okkur til umhugsunar og hvetja til samtals. Safnastarfið er líka nauðsynlegt á tímum þar sem er sífellt erfiðara að átta sig á hvað er satt og hvað ekki. Söfn eru stofnanir sem njóta trausts í samfélaginu. Það er mikilvægt nú og mun verða enn mikilvægara á komandi árum, með upplýsingaóreiðu, falsfréttum, samsæriskenningum, djúpfölsunum og gervigreind. Að baki safnastarfi og sýningum liggur ótrúlega mikil sérfræðiþekking og vandaðar rannsóknir sem byggja á traustum heimildum. Í tengslum við þema dagsins í ár er vert að hafa í huga að framtíðin er langt í frá óskrifað blað. Þær áherslur og ákvarðanir sem eru teknar núna móta framtíðina. Þetta á vel við á söfnum sem hafa það hlutverk að safna, varðveita, rannsaka, miðla og fræða, fyrir framtíðina. Til þess að þetta sé mögulegt er nauðsynlegt að söfnin fái fjármagn og stuðning til þessara verkefna. Það er mikilvægt að tryggja framtíð safna, fyrir samfélagið og okkur öll. Höfundur er verkefnastjóri Alþjóðlega safnadagsins
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun