Íslenski boltinn

Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjö­ttu um­ferðinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mathias Rosenørn var ansi gjafmildur í Víkinni.
Mathias Rosenørn var ansi gjafmildur í Víkinni. vísir/diego

Mathias Rosenørn, markvörður FH, átti sannkallaðan martraðarleik þegar liðið tapaði fyrir Víkingi, 3-1, í 6. umferð Bestu deildar karla í gær. Víkingur er á toppi deildarinnar með þrettán stig líkt og Vestri og Breiðablik sem sigraði KA í gær, 0-1.

Víkingur náði forystunni gegn FH þegar Sveinn Gísli Þorkelsson skallaði hornspyrnu Helga Guðjónssonar í netið. Þetta var fyrsta mark Sveins Gísla í efstu deild.

Á 32. mínútu jafnaði Böðvar Böðvarsson metin þegar hann fylgdi eftir skoti Kjartans Kára Halldórssonar beint úr aukaspyrnu sem Pálmi Rafn Arinbjörnsson varði út í vítateiginn.

Fjórum mínútum síðar ætlaði Rosenørn að senda á Tómas Orra Róbertsson en Daníel Hafsteinsson stökk til og boltinn fór af honum og í netið. Á 66. mínútu gaf Rosenørn svo annað mark. Hann sendi þá boltann beint á Daníel sem þakkaði pent fyrir sig og skoraði öðru sinni.

Aðeins eitt mark var skorað þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks sóttu KA heim. Það gerði Aron Bjarnason á 13. mínútu.

Sjötta umferðin hófst á laugardaginn með fjórum leikjum. Vestri sigraði Aftureldingu á Ísafirði, 2-0, KR-ingurinn Alexander Rafn Pálmason varð yngsti leikmaður í sögu efstu deildar til að skora í 4-1 sigri á Eyjamönnum, Valur rústaði ÍA, 6-1, og eftir þrjú töp í röð vann Stjarnan Fram, 2-0. Mörkin úr leikjunum má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

„Þurftum að grafa djúpt”

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður að hafa náð í þrjú stig norðan heiða með 1-0 sigri gegn KA fyrr í dag.

Yngsti marka­skorari efstu deildar: „Langaði í annað“

Alexander Rafn Pálmason var í skýjunum og brosti út að eyrum eftir sigurleik sinna manna í KR á ÍBV, lokatölur 4-1. Skiljanlega, þar sem Alexander Rafn var að byrja sinn fyrsta leik í Bestu deildinni og ekki nóg með það þá varð hann yngsti markaskorari í sögu efstu deildar á Íslandi eftir að hann skoraði fyrsta mark leiksins.

Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn

Vestri hafði betur gegn Aftureldingu í hörkuleik á Kerecis-vellinum í Besta deild karla í knattspyrnu, lokatölur 2-0. Diego Montiel kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu strax á 7. mínútu, eftir að brotið hafði verið á honum innan vítateigs.

„Sigur liðs­heildarinnar“

„Leikurinn í heild sinni ekkert sérstakur en það þarf líka að vinna þessa leiki,“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir sigur sinna manna á nýliðum Aftureldingar í Bestu deild karla í fótbolta fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×