Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar 12. maí 2025 09:31 Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Það er grundvallaratriði að fólk geti með traustum upplýsingum áttað sig á því sjálft hvað dýravelferð er hjá hverri dýrategund og þaðan öðlast skilning á því hvað er mögulega hægt að gera betur vegna dýrs eða dýrahópa. Við slíka almenna upplýsingu verður til sannur samfélagslegur styrkur í þágu velferðar dýra. Grunninn fáum við frá viðurkenndum rannsóknum og sérfræðimenntun tengt dýrum sem og í gagnreyndri þekkingu þeirra sem að dýrum koma og þekkja þau best. Síðan bætum við okkur og veitum aðhald samkvæmt því. Ef allt er eðlilegt þá gerum við þetta bæði sem samfélag og á einstaklingsgrunni. Dýr eru á valdi mannsins, villt eða tamin. Sem ráðandi vera hagnýtir maðurinn dýr og því fylgir ábyrgð sem í eðli sínu er samfélagsleg, svipað og ábyrgð á velferð barna. Ill meðferð á dýrum eða börnum er aldrei einkamál neins. Við setjum lög til verndar börnum og dýrum af því hvorug geta varið sig sjálf. En það eru líka dýpri og eldri ástæður en lög og lagagerð, nokkuð sem liggur til grundvallar sjálfum lögunum og sem myndar samloðun samfélagsins og almenna afstöðu okkar flestra. Það er samúð. Við þurfum öll að láta okkur varða almenna velferð dýra. Til þess að skapa heilbrigt samtal um velferð dýra og veita aðhald í þágu dýra er nauðsynlegt að fólk sem fer fyrir þeim umræðum vandi sig og átti sig á ábyrgð sinni, þá sérstaklega löggjafinn. Fólk sem starfar fyrir frjáls félagasamtök ætti að starfa samkvæmt samþykktum félags síns og virða sérstaklega umboð sitt. Eðlilegt er að allir sem að dýrum koma eða láta sig þau varða geti tekið þátt í því samtali á málefnalegum grunni og algerlega nauðsynlegt að stuðst sé við raunþekkingu á velferð dýra. Þarna kemur einnig inn ábyrgð hvers og eins okkar til að styðjast við traustar upplýsingar og láta ekki afvegaleiða okkur, ekki af neinum. Að lokum er það samfélagsleg ábyrgð fjölmiðla en framsetning þeirra getur haft mótandi áhrif á blæ umræðna og framgang sem og almenna upplýsingu fólks. Umræða afvegaleiðist og almenningur forðast að koma að samtalinu þegar sundrandi skautun og viljandi eða óviljandi villandi framsögn ríkir. Hæpnar fullyrðingar, áraásartaktík og upphrópanir um dýraníð valda tímabundnu uppnámi við ofspilun á tilfinningar fólks, en síðan ónæmi, eins og sagan um Pétur og úlfinn kennir okkur. Að baki slíkrar nálgunar geta legið ýmsar ástæður svo sem skoðanamótun alls ótengd sannreyndri þekkingu á velferð dýra, eða undirliggjandi aðrir hagsmunir en bein velferð dýranna sjálfra. Við slíkar aðstæður verður til afvegaleiðandi upplýsingaóreiða sem í raun lamar áherslu og vinnu í þágu velferðar dýra. Brýn nauðsyn er á því að fyrir hendi sé vönduð framsögn þar sem fólk veit að það getur leitað traustra grundaðra upplýsinga um velferð dýra. Í alvöru talað, þetta er algert grundvallaratriði. Við þurfum að fylgja því eftir. Hvað finnst ykkur? Höfundur er fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Það er grundvallaratriði að fólk geti með traustum upplýsingum áttað sig á því sjálft hvað dýravelferð er hjá hverri dýrategund og þaðan öðlast skilning á því hvað er mögulega hægt að gera betur vegna dýrs eða dýrahópa. Við slíka almenna upplýsingu verður til sannur samfélagslegur styrkur í þágu velferðar dýra. Grunninn fáum við frá viðurkenndum rannsóknum og sérfræðimenntun tengt dýrum sem og í gagnreyndri þekkingu þeirra sem að dýrum koma og þekkja þau best. Síðan bætum við okkur og veitum aðhald samkvæmt því. Ef allt er eðlilegt þá gerum við þetta bæði sem samfélag og á einstaklingsgrunni. Dýr eru á valdi mannsins, villt eða tamin. Sem ráðandi vera hagnýtir maðurinn dýr og því fylgir ábyrgð sem í eðli sínu er samfélagsleg, svipað og ábyrgð á velferð barna. Ill meðferð á dýrum eða börnum er aldrei einkamál neins. Við setjum lög til verndar börnum og dýrum af því hvorug geta varið sig sjálf. En það eru líka dýpri og eldri ástæður en lög og lagagerð, nokkuð sem liggur til grundvallar sjálfum lögunum og sem myndar samloðun samfélagsins og almenna afstöðu okkar flestra. Það er samúð. Við þurfum öll að láta okkur varða almenna velferð dýra. Til þess að skapa heilbrigt samtal um velferð dýra og veita aðhald í þágu dýra er nauðsynlegt að fólk sem fer fyrir þeim umræðum vandi sig og átti sig á ábyrgð sinni, þá sérstaklega löggjafinn. Fólk sem starfar fyrir frjáls félagasamtök ætti að starfa samkvæmt samþykktum félags síns og virða sérstaklega umboð sitt. Eðlilegt er að allir sem að dýrum koma eða láta sig þau varða geti tekið þátt í því samtali á málefnalegum grunni og algerlega nauðsynlegt að stuðst sé við raunþekkingu á velferð dýra. Þarna kemur einnig inn ábyrgð hvers og eins okkar til að styðjast við traustar upplýsingar og láta ekki afvegaleiða okkur, ekki af neinum. Að lokum er það samfélagsleg ábyrgð fjölmiðla en framsetning þeirra getur haft mótandi áhrif á blæ umræðna og framgang sem og almenna upplýsingu fólks. Umræða afvegaleiðist og almenningur forðast að koma að samtalinu þegar sundrandi skautun og viljandi eða óviljandi villandi framsögn ríkir. Hæpnar fullyrðingar, áraásartaktík og upphrópanir um dýraníð valda tímabundnu uppnámi við ofspilun á tilfinningar fólks, en síðan ónæmi, eins og sagan um Pétur og úlfinn kennir okkur. Að baki slíkrar nálgunar geta legið ýmsar ástæður svo sem skoðanamótun alls ótengd sannreyndri þekkingu á velferð dýra, eða undirliggjandi aðrir hagsmunir en bein velferð dýranna sjálfra. Við slíkar aðstæður verður til afvegaleiðandi upplýsingaóreiða sem í raun lamar áherslu og vinnu í þágu velferðar dýra. Brýn nauðsyn er á því að fyrir hendi sé vönduð framsögn þar sem fólk veit að það getur leitað traustra grundaðra upplýsinga um velferð dýra. Í alvöru talað, þetta er algert grundvallaratriði. Við þurfum að fylgja því eftir. Hvað finnst ykkur? Höfundur er fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun