Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar 12. maí 2025 11:01 Það er fastur liður í máli margra stjórnmálamanna þegar málefni Palestínu og Ísraels ber á góma að segja að Ísrael hafi rétt til að verja sig. Það er einnig fastur liður í ræðum þeirra, og stefna margra ríkisstjórna, að aðhyllast hina svokölluðu tveggja ríkja lausn. Þessi orðræða hefur verið viðhöfð í áratugi og er enn flutt á þingum og ráðstefnum víða um heim eins og ekkert sé eðlilegra. En það ætti ekki að vera það. Það er ekki nálgun sem getur skilað árangri. Í fyrsta sæti verður að setja MANNRÉTTINDI PALESTÍNUÞJÓÐARINNAR, það er hið raunverulega málefni og hefur verið alla tíð frá 1947. Það ár var sjálfsákvörunarréttur frumbyggja Palestínu lítisvirtur með tillögu Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um skiptingu Palestínu og frá þeim tíma hafa Palestínumenn mátt búa við stöðugar árásir Ísraels gegn þeim mannréttindum sem þið, hvert og eitt ykkar, teljið ykkur eiga rétt á. En ekki Palestínumenn, þeir skulu búa við hernám og aðskilnaðarstefnu. Ef tal ykkar stjórnmálamannanna, um að þið aðhyllist mannréttindi eins og þau eru skráð í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, væri marktækt, þá væri ástandið annað. Þá væri ekki þjóðarmorð í Palestínu á fullu í beinni útsendingu um allan heim. Það getur enginn ykkar sagt síðar meir: „ég bara vissi ekki...“ Mannréttindasáttmálinn er skýr og öllum aðgengilegur. Hér er brot úr inngangi Sáttmálans ykkur til upprifjunar: „Þar sem viðurkenning þess að allir séu jafnbornir til virðingar og óafsalanlegra réttinda er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum, þar sem mannréttindi hafa verið vanvirt og smánuð hefur það leitt til siðlausra óhæfuverka, sem ofboðið hafa samvisku mannkynsins, og þar sem því hefur verið yfir lýst sem æðsta markmiði mannsins að lifa í heimi þar sem allir fái notið tjáningar- og trúfrelsis, séu óttalausir og þurfi ekki að líða skort, þar sem brýnt er að vernda mannréttindi með lögum svo eigi verði gripið til þess örþrifaráðs að rísa upp gegn harðstjórn og kúgun... kunngjörir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna mannréttindayfirlýsingu þessa.“ Ef þið styðjið áfram þjóðarmorðið í Palestínu með aðgerðaleysi eða beinum stuðningi þá fáið þið fleira til að kljást við. Alþjóðakerfið sem við köllum svo, byggt á margvíslegum samningum og sáttmálum til verndar friði og mannréttindum, mun falla. Sú þróun er nú á hraðferð og brátt verður spurningin um líf eða dauða þess samkomulags sem þjóðir gerðu með sér eftir hrylling heimsstyrjaldar þar sem tugmilljónir voru drepin. Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er leiðarvísir og það er skylda aðildarríkja að starfa samkvæmt samningnum. En það er ekki gert og þess vegna eru tugþúsundir Palestínumanna, börn og fullorðnir, karlar og konur, ungir og gamlir, drepin í hrönnum. Þess vegna er Gazaströndin nú óbyggileg, þess vegna er her Ísraels í óðaönn, án viðurlaga, að hrekja íbúa Vesturbakkans af heimilum sínum, þess vegna versnar ástandið dag frá degi. SETJIÐ MANNRÉTTINDI PALESTÍNUÞJÓÐARINNAR Í FYRSTA SÆTI! Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Það er fastur liður í máli margra stjórnmálamanna þegar málefni Palestínu og Ísraels ber á góma að segja að Ísrael hafi rétt til að verja sig. Það er einnig fastur liður í ræðum þeirra, og stefna margra ríkisstjórna, að aðhyllast hina svokölluðu tveggja ríkja lausn. Þessi orðræða hefur verið viðhöfð í áratugi og er enn flutt á þingum og ráðstefnum víða um heim eins og ekkert sé eðlilegra. En það ætti ekki að vera það. Það er ekki nálgun sem getur skilað árangri. Í fyrsta sæti verður að setja MANNRÉTTINDI PALESTÍNUÞJÓÐARINNAR, það er hið raunverulega málefni og hefur verið alla tíð frá 1947. Það ár var sjálfsákvörunarréttur frumbyggja Palestínu lítisvirtur með tillögu Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um skiptingu Palestínu og frá þeim tíma hafa Palestínumenn mátt búa við stöðugar árásir Ísraels gegn þeim mannréttindum sem þið, hvert og eitt ykkar, teljið ykkur eiga rétt á. En ekki Palestínumenn, þeir skulu búa við hernám og aðskilnaðarstefnu. Ef tal ykkar stjórnmálamannanna, um að þið aðhyllist mannréttindi eins og þau eru skráð í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, væri marktækt, þá væri ástandið annað. Þá væri ekki þjóðarmorð í Palestínu á fullu í beinni útsendingu um allan heim. Það getur enginn ykkar sagt síðar meir: „ég bara vissi ekki...“ Mannréttindasáttmálinn er skýr og öllum aðgengilegur. Hér er brot úr inngangi Sáttmálans ykkur til upprifjunar: „Þar sem viðurkenning þess að allir séu jafnbornir til virðingar og óafsalanlegra réttinda er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum, þar sem mannréttindi hafa verið vanvirt og smánuð hefur það leitt til siðlausra óhæfuverka, sem ofboðið hafa samvisku mannkynsins, og þar sem því hefur verið yfir lýst sem æðsta markmiði mannsins að lifa í heimi þar sem allir fái notið tjáningar- og trúfrelsis, séu óttalausir og þurfi ekki að líða skort, þar sem brýnt er að vernda mannréttindi með lögum svo eigi verði gripið til þess örþrifaráðs að rísa upp gegn harðstjórn og kúgun... kunngjörir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna mannréttindayfirlýsingu þessa.“ Ef þið styðjið áfram þjóðarmorðið í Palestínu með aðgerðaleysi eða beinum stuðningi þá fáið þið fleira til að kljást við. Alþjóðakerfið sem við köllum svo, byggt á margvíslegum samningum og sáttmálum til verndar friði og mannréttindum, mun falla. Sú þróun er nú á hraðferð og brátt verður spurningin um líf eða dauða þess samkomulags sem þjóðir gerðu með sér eftir hrylling heimsstyrjaldar þar sem tugmilljónir voru drepin. Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er leiðarvísir og það er skylda aðildarríkja að starfa samkvæmt samningnum. En það er ekki gert og þess vegna eru tugþúsundir Palestínumanna, börn og fullorðnir, karlar og konur, ungir og gamlir, drepin í hrönnum. Þess vegna er Gazaströndin nú óbyggileg, þess vegna er her Ísraels í óðaönn, án viðurlaga, að hrekja íbúa Vesturbakkans af heimilum sínum, þess vegna versnar ástandið dag frá degi. SETJIÐ MANNRÉTTINDI PALESTÍNUÞJÓÐARINNAR Í FYRSTA SÆTI! Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun