Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2025 12:00 Joaquin Ketlun kveðst hafa sogið í sig þekkingu í heimsókninni til Madrid. Hann segir Thibaut Courtois besta markvörð heimsins í dag. Instagram/@joaketlun1 Hvað var markvörður 2. deildarliðs Víðis í Garði að gera starfandi fyrir spænska stóveldið Real Madrid á dögunum? Við því fengust svör í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Joaquin Ketlun hefur varið mark Víðis frá árinu 2022 og vann Fótbolti.net bikarinn með liðinu árið 2023. Samhliða því að spila fótbolta á Íslandi hefur Joaquin hins vegar getið sér gott orð fyrir greiningu sína á markmannsstöðunni. „Frá því að ég var ungur hef ég reynt að skilgreina allt sem varðar mína stöðu. Tærnar, hreyfingarnar, hendurnar, bara öll minnstu smáatriði,“ sagði Joaquin í spjalli við Val Pál Eiríksson í Garðinum en fréttina úr Sportpakkanum má sjá hér að neðan. Joaquin hefur undanfarin misseri klippt saman og deilt efni á samfélagsmiðlum sínum og er með tæplega 100 þúsund fylgjendur á Instagram. Hann fékk svo skilaboð frá Luis Llopis, markmannsþjálfara Real Madrid, sem vildi ólmur fá hann í heimsókn. „Hann bauð mér til Madrid. Í fyrstu sagði ég við hann: Þú ert líka velkominn til Íslands. Því ég vissi ekki hvort þetta væri satt eða ekki. En hann bauð mér og það var mjög góð reynsla. Þetta var auðvitað frábær reynsla. Stórir leikmenn, besti markvörður heimsins í dag, og staðurinn er magnaður. Fullt af sundlaugum, fullt af völlum. Þetta er klikkað. Maður varð agndofa við að sjá þetta allt saman,“ sagði Joaquin. View this post on Instagram A post shared by Joaquin Ketlun (@joaketlun1) En hvernig voru þessir dagar í Madrid? „Þetta var mjög áhugavert. Við skoðuðum fjölmörg myndbönd, greindum margar stöður og hvernig þeir sjá hlutverk markvarðar fyrir sér í Real Madrid. Við horfðum á myndbönd í minnst 6-7 tíma á dag og ég var þarna í fjóra daga. Ég sá örugglega 30-40 tíma af efni á þessum tíma,“ sagði Joaquin hlæjandi. Hann er þó ekki alfarinn til Madrid, að minnsta kosti að sinni, og byrjaður á nýrri leiktíð með Víði í 2. deildinni: „Víðir er í mínum huga fjölskylda mín. Ég hef leikið hér í fjögur tímabil og við höfum unnið einn bikar. Víðir er magnað félag,“ sagði Joaquin sem býr í Garðinum ásamt konu sinni. Spænski boltinn Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Sjá meira
Joaquin Ketlun hefur varið mark Víðis frá árinu 2022 og vann Fótbolti.net bikarinn með liðinu árið 2023. Samhliða því að spila fótbolta á Íslandi hefur Joaquin hins vegar getið sér gott orð fyrir greiningu sína á markmannsstöðunni. „Frá því að ég var ungur hef ég reynt að skilgreina allt sem varðar mína stöðu. Tærnar, hreyfingarnar, hendurnar, bara öll minnstu smáatriði,“ sagði Joaquin í spjalli við Val Pál Eiríksson í Garðinum en fréttina úr Sportpakkanum má sjá hér að neðan. Joaquin hefur undanfarin misseri klippt saman og deilt efni á samfélagsmiðlum sínum og er með tæplega 100 þúsund fylgjendur á Instagram. Hann fékk svo skilaboð frá Luis Llopis, markmannsþjálfara Real Madrid, sem vildi ólmur fá hann í heimsókn. „Hann bauð mér til Madrid. Í fyrstu sagði ég við hann: Þú ert líka velkominn til Íslands. Því ég vissi ekki hvort þetta væri satt eða ekki. En hann bauð mér og það var mjög góð reynsla. Þetta var auðvitað frábær reynsla. Stórir leikmenn, besti markvörður heimsins í dag, og staðurinn er magnaður. Fullt af sundlaugum, fullt af völlum. Þetta er klikkað. Maður varð agndofa við að sjá þetta allt saman,“ sagði Joaquin. View this post on Instagram A post shared by Joaquin Ketlun (@joaketlun1) En hvernig voru þessir dagar í Madrid? „Þetta var mjög áhugavert. Við skoðuðum fjölmörg myndbönd, greindum margar stöður og hvernig þeir sjá hlutverk markvarðar fyrir sér í Real Madrid. Við horfðum á myndbönd í minnst 6-7 tíma á dag og ég var þarna í fjóra daga. Ég sá örugglega 30-40 tíma af efni á þessum tíma,“ sagði Joaquin hlæjandi. Hann er þó ekki alfarinn til Madrid, að minnsta kosti að sinni, og byrjaður á nýrri leiktíð með Víði í 2. deildinni: „Víðir er í mínum huga fjölskylda mín. Ég hef leikið hér í fjögur tímabil og við höfum unnið einn bikar. Víðir er magnað félag,“ sagði Joaquin sem býr í Garðinum ásamt konu sinni.
Spænski boltinn Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Sjá meira