Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Sindri Sverrisson skrifar 14. maí 2025 16:31 Kristinn Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, og þjálfarinn Emil Barja sem færði félaginu Íslandsmeistaratitil á fyrsta ári sem aðalþjálfari kvennaliðsins. vísir/Hulda Margrét „Ekki nema að þeir reki mig,“ sagði Emil Barja laufléttur þegar hann var spurður hvort hann yrði áfram þjálfari Hauka, eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeistara kvenna í körfubolta í fyrstu tilraun sem þjálfari. Emil mætti kampakátur og stoltur af sínum leikmönnum í settið hjá Körfuboltakvöldi í Ólafssal í gærkvöld, eftir hádramatískan oddaleik við Njarðvík sem Haukar unnu að lokum. „Ég er drullustoltur [af öllum leikmönnum Hauka]. Við erum með eina hérna að keyra úr Borgarnesi á hverjum degi, Lovísu sem er fyrirliði og meiðist snemma en mætir samt á allar æfingar og er sett í alls konar hlutverk. Hún er „samskiptastjórinn“ okkar, hún talar við alla. Ég er ótrúlega ánægður með allar sautján í liðinu,“ sagði Emil og var einnig bent á sérstakt dálæti sérfræðinganna á Rósu Björk Pétursdóttur: „Hún er geggjuð. Ég held að hún sé lágvaxnasti leikmaðurinn í byrjunarliðinu en hún berst langmest af öllum inni á vellinum,“ sagði Emil en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Haukar eru með fæsta erlenda leikmenn í Bónus-deildinni í vetur en Emil segir stefnuna alltaf hafa verið að vinna Íslandsmeistaratitilinn: „Alveg frá æfingunum í sumar byrjaði maður að sjá þetta fyrir sér. Við byrjuðum mjög snemma að undirbúa okkur og vorum með ákveðna sýn. Ég talaði við stelpurnar hverja fyrir sig og vildi fara meira í „5-out“, hlaupa hraðar og pressa, og vera með smálæti. Ég tók við sem aðstoðarþjálfari í lokin á síðasta tímabili og sá að þær gátu alveg pressað, það gekk mjög vel. Þess vegna ákváðum við að henda strax í háa, agressíva pressu, hlaupa og vera með fimm leikmenn sem gætu skotið. Maður sá það fyrir fyrstu tvo leikina að þetta væri lið sem gæti gert frábæra hluti,“ sagði Emil áður en Ólöf Helga Pálsdóttir grínaðist með að liðið hans Emils væri í raun fullt af „Emil Barja Mini-Me“-leikmönnum. „Vil ekki leyfa þeim að slaka á“ Pálína Gunnlaugsdóttir spurði Emil út í það hve lítið hann væri í því að taka leikhlé – eitthvað sem hann hefði eflaust fengið dágóða gagnrýni fyrir ef Haukar hefðu ekki landað titlinum. Emil sagðist einfaldlega ekki hafa viljað gefa Njarðvíkurkonum neina hvíld: „Þær eru svolítið mikið að spila á sömu þremur leikmönnunum. Við getum róterað og erum alltaf með nýja leikmenn sem geta dekkað Brittany [Dinkins]. Leikhlé hjá okkur er bara tími fyrir hana til að slaka á og ná andanum. Sérstaklega á móti þessu liði ætluðum við ekki að taka nein leikhlé nema að við virkilega þyrftum þess. Ég vil ekki leyfa þeim að slaka á.“ Viðtalið við Emil má sjá hér að ofan en fleiri viðtöl úr sigurhátíð Hauka má finna í uppgjörinu hér að neðan. Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Emil mætti kampakátur og stoltur af sínum leikmönnum í settið hjá Körfuboltakvöldi í Ólafssal í gærkvöld, eftir hádramatískan oddaleik við Njarðvík sem Haukar unnu að lokum. „Ég er drullustoltur [af öllum leikmönnum Hauka]. Við erum með eina hérna að keyra úr Borgarnesi á hverjum degi, Lovísu sem er fyrirliði og meiðist snemma en mætir samt á allar æfingar og er sett í alls konar hlutverk. Hún er „samskiptastjórinn“ okkar, hún talar við alla. Ég er ótrúlega ánægður með allar sautján í liðinu,“ sagði Emil og var einnig bent á sérstakt dálæti sérfræðinganna á Rósu Björk Pétursdóttur: „Hún er geggjuð. Ég held að hún sé lágvaxnasti leikmaðurinn í byrjunarliðinu en hún berst langmest af öllum inni á vellinum,“ sagði Emil en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Haukar eru með fæsta erlenda leikmenn í Bónus-deildinni í vetur en Emil segir stefnuna alltaf hafa verið að vinna Íslandsmeistaratitilinn: „Alveg frá æfingunum í sumar byrjaði maður að sjá þetta fyrir sér. Við byrjuðum mjög snemma að undirbúa okkur og vorum með ákveðna sýn. Ég talaði við stelpurnar hverja fyrir sig og vildi fara meira í „5-out“, hlaupa hraðar og pressa, og vera með smálæti. Ég tók við sem aðstoðarþjálfari í lokin á síðasta tímabili og sá að þær gátu alveg pressað, það gekk mjög vel. Þess vegna ákváðum við að henda strax í háa, agressíva pressu, hlaupa og vera með fimm leikmenn sem gætu skotið. Maður sá það fyrir fyrstu tvo leikina að þetta væri lið sem gæti gert frábæra hluti,“ sagði Emil áður en Ólöf Helga Pálsdóttir grínaðist með að liðið hans Emils væri í raun fullt af „Emil Barja Mini-Me“-leikmönnum. „Vil ekki leyfa þeim að slaka á“ Pálína Gunnlaugsdóttir spurði Emil út í það hve lítið hann væri í því að taka leikhlé – eitthvað sem hann hefði eflaust fengið dágóða gagnrýni fyrir ef Haukar hefðu ekki landað titlinum. Emil sagðist einfaldlega ekki hafa viljað gefa Njarðvíkurkonum neina hvíld: „Þær eru svolítið mikið að spila á sömu þremur leikmönnunum. Við getum róterað og erum alltaf með nýja leikmenn sem geta dekkað Brittany [Dinkins]. Leikhlé hjá okkur er bara tími fyrir hana til að slaka á og ná andanum. Sérstaklega á móti þessu liði ætluðum við ekki að taka nein leikhlé nema að við virkilega þyrftum þess. Ég vil ekki leyfa þeim að slaka á.“ Viðtalið við Emil má sjá hér að ofan en fleiri viðtöl úr sigurhátíð Hauka má finna í uppgjörinu hér að neðan.
Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira