Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Jón Þór Stefánsson skrifar 15. maí 2025 06:52 Myndin er úr safni. Vísir/Einar Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöld eða nótt tilkynnt um konu sem var að ráðast á pizzasendil í Reykjavík. Í dagbók lögreglunnar segir að konan hafi stolið síma pizzasendilsins og hann elt hana. Hún hafi þá veist að honum með höggum í andlit hans. Konan er sögð hafa verið í annarlegu ástandi og var vistuð í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Atvikið átti sér stað í umdæmdi lögreglustöðvar 1, sem sér um löggæslu í Vesturbæ, Miðborg, Hlíðum, Laugardal, Háaleiti og á Seltjarnarnesi. Í sama umdæmi var lögreglu tilkynnt um mann að ganga berserksgang á hótelherbergi. Maðurinn er sagður hafa haft orð á því að hann myndi slást við lögregluna þegar hún kæmi. Hann er sagður hafa verið í annarlegu ástandi sökum fíkniefna og verið óútreiknanlegur í hegðun. „Hann æstist og róaðist niður til skiptis,“ segir í dagbók lögreglu. Fram kemur að í herbergi hans hafi fundist meint fíkniefni. Maðurinn hafi verið handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem enn mmeiri fíkniefni fundust í hans vörslu. Í Breiðholti var tilkynnt um mann beran að ofan með barefli við húsnæði. „Hann verulega ölvaður og taldi það vera mikla köllun hans að vernda húsið í viðræðum við lögreglu. Hann sagðist ómögulega getað lofað því að halda ekki áfram uppteknum hætti,“ segir í dagbók lögreglu, en hann var handtekinn og vistaður í klefa. Tilkynnt var um eld á tveimur stöðum í borginni. Annars vegar í grilli matsölustaðar í umdæmi lögreglustöðvar 1, en slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva þann eld og segir í dagbókinni að engar meiriháttar skemmdir hafi orðið í eldhúsinu fyrir utan eldunartækið. Hins vegar var tilkynnt um eld í þvottavél á heimili í umdæmi lögreglustöðvar 2, sem sér um Hafnarfjörð og Garðabæ. Búið hafi verið að slökkva eldinn þegar lögreglan kom. Pítsur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Enginn geti tekið að sér verkefni reynsluboltanna sem var sagt upp Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Í dagbók lögreglunnar segir að konan hafi stolið síma pizzasendilsins og hann elt hana. Hún hafi þá veist að honum með höggum í andlit hans. Konan er sögð hafa verið í annarlegu ástandi og var vistuð í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Atvikið átti sér stað í umdæmdi lögreglustöðvar 1, sem sér um löggæslu í Vesturbæ, Miðborg, Hlíðum, Laugardal, Háaleiti og á Seltjarnarnesi. Í sama umdæmi var lögreglu tilkynnt um mann að ganga berserksgang á hótelherbergi. Maðurinn er sagður hafa haft orð á því að hann myndi slást við lögregluna þegar hún kæmi. Hann er sagður hafa verið í annarlegu ástandi sökum fíkniefna og verið óútreiknanlegur í hegðun. „Hann æstist og róaðist niður til skiptis,“ segir í dagbók lögreglu. Fram kemur að í herbergi hans hafi fundist meint fíkniefni. Maðurinn hafi verið handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem enn mmeiri fíkniefni fundust í hans vörslu. Í Breiðholti var tilkynnt um mann beran að ofan með barefli við húsnæði. „Hann verulega ölvaður og taldi það vera mikla köllun hans að vernda húsið í viðræðum við lögreglu. Hann sagðist ómögulega getað lofað því að halda ekki áfram uppteknum hætti,“ segir í dagbók lögreglu, en hann var handtekinn og vistaður í klefa. Tilkynnt var um eld á tveimur stöðum í borginni. Annars vegar í grilli matsölustaðar í umdæmi lögreglustöðvar 1, en slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva þann eld og segir í dagbókinni að engar meiriháttar skemmdir hafi orðið í eldhúsinu fyrir utan eldunartækið. Hins vegar var tilkynnt um eld í þvottavél á heimili í umdæmi lögreglustöðvar 2, sem sér um Hafnarfjörð og Garðabæ. Búið hafi verið að slökkva eldinn þegar lögreglan kom.
Pítsur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Enginn geti tekið að sér verkefni reynsluboltanna sem var sagt upp Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira